Tímasetningar og praktísk atriði fyrir þjóðhátíðarundirbúning

Síðasti dagurinn til að sækja um lóðir í Dalnum er á fimmtudaginn kl. 10:00 Forsölulok eru fimmtudaginn 25. júlí Staðfesta þarf lóðaumsókn inn á Dalurinn.is 26. til 28. júlí Þriðjudaginn 30. júlí verða birtar nákvæmar staðsetningar á lóðum inn á dalurinn.is Í ár verða bílapassarnir armbönd sem verða afhent þeim sem á þurfa að halda […]
Kviknaði í tjörupappa í frystigeymslu VSV

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en þarna hafði maður sem var eitthvað ósáttur slegið annan í andlitið þannig að tönn losnaði. Árásarmaðurinn var handtekinn og var vistaður í fangageymslu. Skýrsla var tekin af árásarmanninum eftir að víman rann af honum. Málið er í rannsókn. Einn ökumaður var stöðvaður vegna hraðaksturs um […]
Helena valin í U-15

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið landsliðshóp til þátttöku í WU15 Development Tournament sem fram fer í Hanoi í Vietnam dagana 29.ágúst til 7.september næstkomandi. Lúðvik valdi Helenu Jónsdóttur frá ÍBV í verkefnið en Helena hefur verið að spila með meistaraflokki ÍBV þrátt fyrir mjög ungan aldur. Hópurinn mun æfa tvisvar sinnum áður en […]
Kári Kristján framlengir til tveggja ára

Í gær framlengdi Kári Kristján Kristjánsson samning sinn við ÍBV og skrifaði undir samning til tveggja ára. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir ÍBV að tryggja sér krafta Kára áfram, enda hefur hann verið lykilmaður í liði ÍBV síðustu ár og verið einn allra besti línumaður landsins um árabil. (meira…)
Sigurður Bragason áfram þjálfari kvennaliðs ÍBV

Sigurður Bragason skrifaði undir nýjan 3 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV í dag. Sigurður verður þjálfari meistaraflokks kvenna en hann var þjálfari liðsins á síðasta tímabili ásamt Hrafnhildi Skúladóttur. Sigurð þarf ekkert að kynna enda hefur hann gert garðinn frægan í gegnum tíðina hjá ÍBV, jafnt sem leikmaður og þjálfari.S (meira…)
Það var talið að dekkin mundu duga

Frekari framkvæmdir við hafnarmannvirki, legukant, ekjubrýr og landgöngubrúr í Vestmannaeyjahöfn er ástæða þess að nýr Herjólfur siglir ekki milli lands og eyja í gær eins og vonir stóðu til. „Við gerðum ráðstafanir í Landeyjahöfn en töldum að þetta yrði í góðu lagi í Vestmannaeyjum. Síðan kom í ljós að það er öruggara að bæta þá […]
Sinnuleysi Vegagerðarinnar – sagan endalausa

Í mars á þessu ári skrifaði undirrituð grein sem endaði á orðunum: ,,er biðlund Vestmannaeyinga ótæmandi auðlind? Með mannanna verkum er nú verið að skerða tækifæri ferðaþjónustunnar og lífsgæði íbúa. Það er fullkomlega ólíðandi að samfélaginu okkar séu sýnd þau skilaboð að við getum bara beðið.” Þessi orð eiga því ver og miður jafn vel […]
Alfreð hættur og samið við enskan miðvörð

Alfreð Már Hjaltalín hefur samið við ÍBV um starfslok. Þetta staðfestir Daníel Geir Moritz, formaður í knattspyrnuráði ÍBV við fótbolta.net Alfreð Már er fljótur kantmaður eða bakvörður, en hann hefur verið að glíma mikið við meiðsli. Alfreð, sem er 25 ára, kom til ÍBV fyrir síðustu leiktíð og spilaði hann þá 16 leiki í Pepsi-deildinni, 18 […]
Thelma Sveinsdóttir og Lárus Garðar Long klúbbmeistarar 2019

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja (GV) fór fram dagana 10.-13. júlí og lauk því sl. laugardag. Þátttakendur í mótinu, sem luku keppni voru 57 og kepptu í 8 flokkum. Klúbbmeistarar GV 2019 eru Thelma Sveinsdóttir og Lárus Garðar Long. Sjá má öll úrslit hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Lárus Garðar Long GV 0 -4 F 0 […]
Séra Bjössi og Ingi Bauer á Þjóðhátíð – dagskráin fullmótuð

Dagskrá Þjóðhátíðar er nú fullmótuð og stefnir í stórkostlega Þjóðhátíð – síðustu tvö nöfnin sem tilkynnt eru: Séra Bjössi og Ingi Bauer. Snillingarnir í Séra Bjössa komu óvænt og hratt fram á sjónarsviðið í fyrra með smellinum Djamm Queen og hafa síðan sigrað yngri kynslóð landsins með vel grípandi textum og sterkum takti. Ingi Bauer […]