Birgir Nielsen bæjarlistamaður Vestmannaeyja

Tilkynnt var um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2024 í Eldheimum rétt í þessu.  Skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur lög og nemendur úr 7. bekk GRV sem taka þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lásu ljóð. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs tilynnti um valið sem að þessu sinni var tónlistarmaðurinn Birgir Nielsen. Njáll kom meðal annar inn á það […]

Sund, saga og íþróttir á sumardaginn fyrsta

Í tilefni af sumardeginum fyrsta býður Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00. Við viljum einnig vekja athygli á að nóg er um að vera í íþróttalífinu þennan dag. Meistarflokkur […]

Beanfee og Vestmannaeyjabær slá höndum saman

Beanfee og Vestmannaeyjabær hafa samið um notkun Beanfee hugbúnaðar og aðferðafræði innan sveitarfélagsins. Frá þessu er greint á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Munu atferlisfræðingar á vegum Vestmannaeyjabæjar hafa aðgang að Beanfee til úrvinnslu mála á stigi 2 og 3 skv. lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021). Við hjá Vestmannaeyjabæ fögnum samstarfinu og hlökkum […]

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2024 útnefndur

Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2024 í Eldheimum á sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl. 11:00. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynna um valið. Skólalúðrasveit Vestmannaeyja mun leika nokkur lög. Nemendur úr 7. bekk GRV sem taka þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lesa ljóð. (meira…)

Aðgæsluveiði

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Eyjum í fyrradag. Afli Bergs var mest þorskur og ýsa en afli Vestmannaeyjar var blandaðri; þorskur, ýsa, ufsi og langa. Það tók innan við sólarhring hjá skipunum að fá í sig. Heimasíða Síldarvinslunnar ræddi stuttlega við skipstjórana og létu þeir vel af sér. Jón Valgeirsson […]

Undanúrslitin hjá stelpunum að hefjast

Undanúrslit í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik hefjast í dag klukkan 18:00 með leik Vals og ÍBV í N1 höllinni við Hlíðarenda. Ljóst er að verkefnið verður krefjandi fyrir Eyjastelpur en lið Valst er ógnar sterkt. Liðin mættust þrívegis í deildinni í vetur og er skemmst frá því að segja að Valur bar sigur úr […]

Herjólfur kaupir fasteign

Hluthafi samþykkti á aðalfundi Herjólfs ohf. þann 10. apríl sl., að tillögu stjórnar Herjólfs ohf., kauptilboð sem stjórnin og eigendur fasteignarinnar Básaskersbryggju 2, hluti jarðhæðar hafa undirritað. Um mikilvæga eign er að ræða á hafnarsvæði við Básaskersbryggju sem er þjónustusvæði Herjólfs. Bæjarráð samþykti á fundi sínum kauptilboðið fyrir sitt leyti og vísar ákvörðuninni til staðfestingar […]

LAXEY lýkur 6 milljarða hlutafjárútboði með innkomu öflugra innlendra og erlendra fjárfesta með mikla reynslu af fiskeldi

default

LAXEY, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, lauk í síðustu viku sex milljarða hlutafjáraukningu og lauk þar með fjármögnun á 4.500 tonna framleiðslu á laxi á landi, sem mun einnig innihalda seiðastöð og framleiðslu á stórseiðum. Með lokun þessarar fjármögnunarlotu hefur LAXEY alls safnað meira en 12 milljörðum króna í hlutafé. Blue […]

Tilraunir á rauðátu hefjast í sumar

„Það er gaman að sjá þetta verða að veruleika og okkur hlakkar mikið til að prófa fullvaxin veiðarfæri“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja sem  hefur tekið rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson á leigu í sumar til tilraunaveiða á rauðátu. „Alls eru þetta allt að 10 til 14 dagar sem við skiptum í tvennt, líklega vika í […]

Þjónusta fyrirtæki innanlands og utan

Í kófinu opnuðust augu margra fyrir möguleikum fjarvinnu. Kom það ekki til af góðu, fjöldatakmarkanir, boð og bönn og lokanir sem settu skorður á rekstur fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Fjarvinna var ekki ný af nálinni en til að bjarga því sem bjargað varð byrjaði fólk að vinna heima. Það gafst vel og hefur […]