Fjórtán ný tilfelli – 1500 mættu í skimun Íslenskrar erfðagreiningar

Í dag barst niðurstaða vegna hluta skimunar Íslenskrar erfðagreiningar þar sem 14 sýni greindust jákvæð fyrir COVID-19. Af þeim var helmingur í sóttkví. Stór hluti þessa hóps sem skimaður var fyrri hluta fimmtudags var fólk sem var í sóttkví. Þeir sem settir hafa verið í sóttkví frá upphafi eru 661 og 298 hafa lokið sóttkví. […]

Bakvarðarsveit Hraunbúða

05D0E6D8-1717-492E-9AEE-CB8D19391B61

Hjúkrunar-og dvalarheimilið Hraunbúðir langar að koma á fót sinni eigin bakvarðarsveit í Vestmannaeyjum vegna Covid-19 fari svo að brottfall verði mikið í hópi starfsmanna. Leitað er að heilsuhraustum einstaklingum sem gætu aðstoðað við umönnunar-, eldhús- og ræstingarstörf. Þeir sem áður hafa haft samband er bent á að senda staðfestingu aftur. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast […]

Samkomubann framlengt

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja samkomubann sem átti á ljúka þann 13. apríl til 4. maí en þetta kemur fram í tilkynningu um málið. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á dögunum að hann hafi lagt það til að samkomubannið verði framlengt og samþykkti Svandís þá tillögu. Vestmannaeyjabær sendi frá sér tilkynningu í […]

Skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja eftir páskaleyfi

Áætlað er að hefja kennslu þann 15. apríl skv. því fyrirkomulagi sem var á skólahaldi áður en til fjarkennslunnar kom og er ákvörðunin er tekin í samráði við umdæmislækni sóttvarna. Starfsdagur verður þriðjudaginn 14. apríl og nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar út þann dag.   Við þökkum starfsfólki, nemendum og foreldrum GRV fyrir gott […]

Hvatning til nemenda í GRV

Grunnskólinn í Vestmannaeyjum hefur sent frá sér hvatningarmyndband til nemenda. Þar bregður fyrir ýmsum þjóð þekktum einstaklingum í bland við kunnuglega heimamenn. Í myndbandinu eru nemendum veitt ýmis heilgæði og þá eru nemendur hvattir til að nýta þennan sérkennilega tíman vel til að bæta sig og aðra sjón er sögu ríkari. (meira…)

Tækniáskoranir meistaraflokka ÍBV

Allt íþróttastarf í landinu liggur niðri vegna Covid-19 en það er ekki þar með sagt að íþróttafólk liggi með tærnar upp í loft. Heimaæfingar eru mikið stundaðar hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Leikmenn meistaraflokkanna ÍBV í fótbolta leggja sitt af mörkum og eru með tækniáskoranir til yngri flokka félagsins. Foreldrar og […]

Mikið leitað til Landhelgisgæslunnar vegna veikinda á sjó

Álag á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur aukist síðustu daga og fjölmargar tilkynningar borist um veikindi sjófarenda. Þetta kemur fram frétt á vef Gæslunnar. Varðstjórar hafa því verið milliliðir við hafnir, sóttvarnalækni, lögreglu og heilbrigðisyfirvöld á hverjum stað og leiðbeint áhöfnum báta og skipa vegna slíkra mála. Landhelgisgæslan verður vör við að áhafnir gæti fyllstu varúðar og […]

Aðalfundi ÍBV frestað

Aðalstjórn ÍBV hefur ákveðið að seinka fyrirhuguðum aðalfundi um óákveðinn tíma. Skv. lögum félagsins skal halda fundinn eigi síðar en 1 maí ár hvert en í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar verður honum seinkað. Boðað verður til fundarins með auglýingu síðar. (meira…)

Fjöldi smita kominn í 69, fjórir hafa náð bata

Fjöldi smita vegna COVID-19 er nú 69 í Vestmannaeyjum. Þrír til viðbótar greindust með veiruna í dag og voru þeir allir í sóttkví þegar þeir greindust. Frá fyrsta smiti hefur 57% fólks sem hefur greinst með staðfest smit í Vestmannaeyjum þegar verið í sóttkví þegar það greinist. Fjórir hafa náð bata. Fjöldi einstaklinga sem settur […]

Rúmlega eitt þúsund Eyjamenn í skimun

Skimun­ vegna kór­ónu­veirunn­ar hófst á bíla­stæðinu við íþrótta­miðstöðina í Vestmannaeyj­um klukk­an 10 í morg­un og hef­ur verið nóg að gera. Rúm­lega eitt þúsund manns hafa bókað sig í skimun í Vest­mann­eyj­um á næstu þrem­ur dög­um. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is. Spurður út í þá sem hafa smit­ast seg­ir Hjört­ur að sum­ir fá […]