Vilja ráða stjórnanda við Höfnina vegna mikilla framkvæmda hjá Vestmannaeyjabæ

Skipurit Vestmannaeyjahafnar var til umræðu í framkvæmda- og hafnarráði á þriðjudag. Starfshópur sem skipaður var á 236. fundi framkvæmda- og hafnarráðs skilaði minnisblaði um skipulag Vestmannaeyjahafnar þar sem fram koma hugmyndir að breyttu skipulag á starfsemi hafnarinnar. Tvær hugmyndir eru lagðar fram, annars vegar að ráðinn verði sérstakur hafnarstjóri sem heyrir beint undir bæjarstjóra eða […]
ÍBV fékk áminningur og sekt

ÍBV var í gær sektað um 150.000 krónur og fékk áminningu frá Mótanefnd HSÍ vegna vankanta á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Coca cola bikarnum. Fram kemur á Visi.is að á meðal þess sem ekki var í lagi var að leikmenn þurftu að ganga í gegnum áhorfendaskarann á leið til búningsherbergja og svo var […]
Eyjamenn bornir þungum sökum

Ummæli sem Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður hjá Stöð 2 lét falla í beinni útsendingu á mánudagskvöld hafa vakið athygli víða. Guðjón lýsti leik Selfoss og Aftureldingar í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í Olís deild karla ásamt Guðlaugi Arnarsyni. Í umræðu um svokallað „Júggabragð“ lætur Guðjón eftirfarandi orð falla: „Eyjamenn eru klókir í þessu þeir gera þetta mikið, takið eftir.“ […]
Blátindur er friðaður

Í óveðrinu 14. febrúar gerðist það meðal annars að í Vestmannaeyjum flaut hinn sögufrægi vélbátur Blátindur upp, slitnaði frá bryggju og sökk í höfninni. Þegar þetta er skrifað hafa ekki borist fregnir af til hvaða ráða Vestmannaeyjabær ætlar að grípa varðandi bátinn. Ljóst er að hann hefur orðið fyrir miklu tjóni en hægt væri að […]
Gunnar Júlíusson listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar

Eyjapeyinn (og núverandi Álftnesingur og þar með Garðbæingur) Gunnar Júlíusson hefur í áraraðir verið afkastamikill grafískur hönnuður og myndlistarmaður. Hann er nú listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar en listamenn í myndlistarfélaginu Grósku í Garðabæ halda til skiptis sýningar þar, einn mánuð í senn. Með þessari grein má sjá nokkrar myndir Gunnars á sýningunni. „Ég er […]
Hollvinasamtök Hraunbúða

Nú er nýtt starfsár hafið hjá Hollvinasamtökunum og af því tilefni viljum við minna aðeins á okkur, um leið og við þökkum fyrirtækjum og einstaklingum fyrir frábæran stuðning á síðasta ári. Allur sá stuðningur fer í að bæta upplifun og líðan heimilisfólks á Hraunbúðum. Til að upplýsa ykkur um fyrirliggjandi verkefni á þessu ári viljum […]
Ný lögreglubifreið í Eyjum (myndir)

Lögreglan í Vestmannaeyjum tók nýverið í notkun nýja lögreglubifreið að gerðinni MERCEDES-BENZ – VITO TOURER. Bílnum er ætlað að leysa af 24 ára gamla Ford Econoline bifreið lögreglunnar sem var tekinn úr þjónustu og komið fyrir á Lögregluminjasafninu fyrir stuttu. Lögreglumenn sem Eyjafréttir ræddu við létu vel af bílnum og sögðu hann þægilegan í akstri. […]
Bærinn hefur greitt 566 milljónir með rekstri hraunbúða

Málefni Hraunbúða voru rædd á fundi bæjarráðs í gær. Undanfarin ár hefur Vestmannaeyjabær lagt töluvert fé til reksturs Hraunbúða, dvalar- og hjúkrunarheimili, þrátt fyrir að ríkinu beri að fjármagna þann rekstur á fjárlögum. Framlög Vestmannaeyjabæjar til rekstursins hafa aukist frá ári til árs án þess að bærinn geti haft þar áhrif á. Í lok árs […]
Vinnslustöðin bauð fyrrverandi starfsmönnum á Þorrablót (myndir)

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum bauð um liðna helgi starfsfólki sem hafði látið af störfum vegna aldurs hjá fyrirtækinu til Þorrablóts. Þetta er í þriðja skiptið sem fyrrverandi starfsmenn hittast með þessum hætti og blóta saman Þorra. Mætingin var góð að sögn Þórs Vilhjálmssonar sem koma að skipulagningu blótsins. „Það var mjög góð mætin liðlega 50 manns. […]
Goslokanefnd 2020

Bæjarráð skipaði í gær í þau Ernu Georgsdóttur, Grétar Þór Eyþórsson, Sigurhönnu Friðþórsdóttur og Þórarinn Ólason í Goslokanefnd fyrir árið 2020. Með nefndinni starfar Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar. (meira…)