Hvetja Alþingismenn til að girða sig í brók

Eyverjar hvetja Alþingismenn til að hætta að mæta bara í kaffi og halda tilgangslausa fundi og fara að girða sig í brók. Vestmannaeyjar eru stór hluti af Suðurkjördæmi og reiknum við því með að okkar atkvæði muni skipta máli í komandi alþingiskosningum. Núna er því fullkominn tími til að láta verkin tala. Okkar helsta áskorun […]

Varaafl í Vestmannaeyjum

Í fréttum síðustu daga hefur verið umræða um varaafl í Eyjum í kjölfar rafmagnsleysis um síðustu helgi. Í því sambandi er rétt að skýra aðeins fyrirkomulag þessara mála. Löggjafinn tók þá ákvörðun 2004 að frá 1.1.2005 yrði hlutverk raforkufyrirtækjanna þrískipt. Í fyrsta lagi fyrirtæki á samkeppnismarkaði sem framleiddu og seldu raforkuna, í öðru lagi Landsnet […]

Þyrla sótti sjúkling til Vestmannaeyja

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi til þess að sækja sjúkling til Vestmannaeyja. Ekki var hægt að flytja sjúklinginn með flugvél vegna veðurs. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan hálf tólf í kvöld. ruv.is greindi frá (meira…)

Flutningur á raforku til Eyja kominn í lag

Landsnet hefur lokið viðgerðum á flutningskerfinu. Flutningur á raforku til Eyja er því orðinn eðlilegur. HS Veitur vilja þakka Eyjamönnum fyrir rafmagnssparnaðinn, sem varð til þess að skömmtun var í algjöru lágmarki. (meira…)

Enn þarf að fara sparlega með rafmagn

Ívar Atlason hjá HS veitum segir að enn sé verið að keyra varaafl á fullum afköstum en viðgerð stendur yfir. “Landsnet er að vinna að viðgerð á Hellulínu og Hvolsvallar línu”. Hann biður Eyjamenn að fara sparlega með rafmagn meðan þetta ástand varir. (meira…)

Dýpsta lægð sögunnar á leiðinni?

Nú þegar íbúar á sunnanverðu landinu eru farnir að treysta sér út eftir föstudagslægðina er rétt að fara að fjalla um næstu lægð sem dýpkar nú ört og nálgast landið hratt úr suðvestri. Samkvæmt spám staðnæmist lægðin svo suður af landinu. Vindur verður minni á landinu heldur verið hefur í dag. Þó verður hvasst (yfir […]

Staða loðnuleitar rædd í ríkisstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði grein fyrir stöðu loðnuleitar á ríkisstjórnarfundi í gær. Nýafstaðinn könnunarleiðangar á vegum Hafrannsóknarstofnunar sýnir betra ástand stofnsins en fyrri mælingar bentu til, en gefur þó að mati Hafrannsóknastofnunar ekki tilefni til að leggja til útgáfu kvóta. Á fundinum gerði Kristján Þór grein fyrir því að rannsóknaskipið Árni Friðriksson […]

Skerðing á raforku í Vestmannaeyjum – Íþróttahúsið lokað

Þessa stundina eru Vestmannaeyjar keyrðir á varaafli þar sem Landsnet getur ekki afhent raforku til Eyja. Af þeim sökum þarf að skerða raforku og verður rafmagnslaust í hluta vestubæjar eftir hádegi í dag og fram eftir degi. Íþróttahús Vestmanneyja, þ.m.t. sundlaugin, verður lokað í allan dag vegna skorts á rafmagni. Lágmarksrafmagn er nú tryggt með […]

Sinntu á fjórða tug verkefna (myndir)

Veður er farið að ganga veruleg niður í Vestmannaeyjum og engar aðstoðarbeiðnir borist tið aðgerðastjórnar síða um kl. 11. Aðgerðastjórn hætti því störfum kl. 12 en hún tók til starfa á miðnætti. Á fjórða tug verkefna var sinnt af hendi Björgunarfélags Vestmannaeyja og lögreglu. Ljóst er að viðvaranir og undirbúningur íbúa og eigenda fyrirtækja skipti […]