Setja metnað í plokkdaginn 2024

Stóri plokkdagurinn er sunnudaginn 28. apríl málið var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Veturinn hefur verið vindasamur og mikið hefur fokið til. Vestmannaeyjabær hyggst setja metnað í plokkdaginn 2024 og standar fyrir sameiginlegu átaki sem mun enda með að boðið verður uppá grillveislu á Stakkagerðistúni. Einnig hvetur bærinn til sérstaks átaks […]

Katrín býður til hádegisfundar á Einsa Kalda

Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, býður til súpufundar og samtals á veitingastaðnum Einsa Kalda í Vestmannaeyjum, mánudaginn 22. apríl klukkan 12.00. Allir Eyjamenn eru velkomnir á fundinn. Katrín mun jafnframt heimsækja fólk og fyrirtæki í Eyjum þennan mánudag, áður en hún heldur til lands að nýju.   (meira…)

Rútuferðir í Kaplakrika

Undanúrslitarimman hjá karlaliði ÍBV gegn FH hefst á sunnudag klukkan 17:00. Boðið verður upp á hópferð á leikinn í samstarfi við Ísfélag og Herjólf. Þeir sem vilja skrá sig getað gert það hér: https://forms.gle/i3crDny5ihusDrWUA Farið verður með 12:00 ferðinni upp á land á sunnudag. (meira…)

Hákon Daði framlengir hjá Hagen

Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sagði frá því í gærkvöldi á Facebook að hann hafði skrifað undir þriggja ára samning við þýska handknattleiksliðið Eintracht Hagen á dögunum. Greint er frá þessu á vefnum handbolti.is. Hann hefur leikið með liðinu síðan í lok september á samningi sem gildir út leiktíðina. Hákon Daði sagði við handbolta.is í byrjun mars að […]

Þjóðhátíð dreifist inn í miðbæ

Fyrir Umhverfis- og skipulagsráði Vestmannaeyja lágu umsóknir frá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja ÍBV um afnot af Herjólfsdal vegna hátíðarhalda á Þjóðhátíð. Einnig óskar ÍBV-Íþróttafélag eftir afnotum af portinu við Hvítahúsið fyrir Húkkaraball sem mun standa frá 23:00-4:00. Að lokum er sótt um leyfi til skemmtanahalds á bílastæði i eigu Ísfélags við Miðstræti fyrir dagdagskrá sem hluta af Þjóðhátíð […]

Viltu hafa áhrif?

Opið er fyrir ábendingar, tillögur og styrkumsóknir vegna síðari úthlutunar “Viltu hafa áhrif 2024?” Markmið Markmiðið með styrkjunum er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á nærsamfélagið með góðum verkefnum. Fjölmargar góðar umsóknir og ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. Má […]

Halla Tómasdóttir á Tanganum

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi verður með opið hús á veitingastaðnum Tanganum í kvöld klukkan 20:00. Hún hvetur alla til að líta við og ræða málin. Frábært tækifæri til að kynnast Höllu og því sem hún stendur fyrir.     (meira…)

Petar Framlengir

Markvörðurinn Petar Jokanovic hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Petar hefur verið einn af lykilmönnum síðustu ár og meðal annars verið bikarmeistari og nú síðast Íslandsmeistri með ÍBV. (meira…)

1500 FRÆ

Meðmæli eru frækorn. Við erum að sá og fjárfesta til framtíðar. Við munum enn fremur uppskera eins og við sáum. Ef við sáum þeirri hegðun að frambjóðendur verði að vera þekkt andlit, með reynslu úr pólitík eða opinberri þjónustu – þá uppskerum við eftir því. Umsóknarkröfum ætti þá að breyta til samræmis hið snarasta sem […]

Landaður afli í mars 60 þúsund tonn

Landaður afli í mars var rúm­lega 60 þúsund tonn sem er 77% minna en í mars 2023, að því er fram kem­ur á vef Hag­stofu Íslands. Sam­drátt­ur varð í nær öll­um fisk­teg­und­um. Mest munar þó um að engin loðna veiddist í mars þetta árið en hún var meginuppistaða af heildaraflanum í mars í fyrra. Heildarafli á […]