Eyjablóð um aldir fram

Rás atburða skilaði mér í sæti á lista Miðflokksíns í Suðurkjördæmi og þar með var ég kominn í framboð í Vestmannaeyjum. Mér rennur blóðið til skyldunnar í orðsins fyllstu merkingu. Svo ég geri lítillega grein fyrir tengslum mínum við Eyjarnar leyfi ég mér geta þess að foreldrar mínir Ísleifur Pálsson og Ágústa Jóhannsdóttir voru bæði […]
Fyrstu ferðir dagsins í Landeyjahöfn

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar a.m.k. fyrstu tvær ferðir dagsins. Brottför frá Eyjum: 07:00 og 09:30. Landeyjahöfn brottför: 08:15 og 10:45, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað varðar siglingar eftir hádegi verður gefin út tilkynning um kl 11:00. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir […]
Þingmannsefnin fengu skýr skilaboð frá Eyjamönnum

Í kvöld fór fram framboðsfundur í Höllinni. Að fundinum stóðu Vestmannaeyjabær, Eyjafréttir og Tígull. Í pallborði voru fulltrúar allra framboða sem bjóða fram í Suðurkjördæmi. Á annað hundruð Eyjamenn mættu á fundinn og var spurningum beint til frambjóðenda frá skipuleggjendum fundarins og úr sal. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða. Ályktun Fundarmenn gera þá lágmarkskröfu til […]
Bæði lið töpuðu

Bæði kvenna- og karlalið ÍBV töpuðu leikjum sínum í kvöld. Stelpurnar gegn Val á útivelli og strákarnir á heimavelli gegn Fram. Lokatölur hjá stelpunum voru 29-21. Staðan í leikhléi var 16-8. Hjá ÍBV skoraði Birna Berg Haraldsdóttir sjö mörk og Sunna Jónsdóttir gerði fimm mörk. Valur er með fullt hús stiga á toppnum en ÍBV […]
Veiðiferðin fékk óvænt endalok

Á mánudagsmorgun kom Vestmannaey VE með Gullver NS í togi til Neskaupstaðar og sólarhring síðar kom Bergur VE þangað til löndunar. Rætt er við skipstjóra skipanna þriggja á vef Síldarvinnslunnar. Þar er haft eftir Þórhalli Jónssyni, skipstjóra á Gullver að þeir hafi verið að veiðum á Tangaflaki þegar kælivatnsdæla fyrir aðalvélina bilaði. „Við vorum komnir […]
Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur stærstir í Eyjum

Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn hafa mesta fylgið í Vestmannaeyjum þegar rúmar tvær vikur eru til þingkosninga. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Maskína framkvæmdi fyrir Eyjafréttir. Könnunin var gerð dagana 6-11. nóvember. Um 55% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar “Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?” völdu annað hvort Sjálfstæðisflokkinn eða […]
Ótrúleg eftirvænting

Ótrúleg eftirvænting er í Eyjum og raunar um land allt eftir Stóra Lundaballinu sem haldið verður á laugardaginn næstkomandi. Þegar Eyjafréttir höfðu samband við skipuleggjendur kom fram að miðasala gangi vel og má segja að nú fari hver að verða síðastur til að ná sér í miða þar sem einungis örfáir miðar eru eftir. „Veiðifélagið […]
X24: Framboðsfundur í dag

Í dag verður opinn fundur með oddvitum allra stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi. Fundað verður í Höllinni kl. 17:30, húsið opnar kl. 17:00. Fundurinn er haldinn í samvinnu Vestmannaeyjabæjar, Eyjafrétta og Tíguls og eru bæjarbúar hvattir til að mæta. Oddvitar flokkana eru: Halla Hrund Logadóttir – Framsóknarflokkurinn Guðbrandur Einarsson – Viðreisn Guðrún Hafsteinsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn Ásthildur Lóa […]
Kvenna og karlalið ÍBV spila í kvöld

Bæði kvenna- og karlalið ÍBV eiga leiki í kvöld. Stelpurnar mæta Val á útivelli á meðan strákarnir taka á móti Fram í Eyjum. Valur er á toppi Olísdeildar kvenna en ÍBV í fimmta sæti eftir 8 umferðir. Í Olísdeild karla eru Fram og ÍBV með jafn mörg stig í fjórða til fimmta sæti. Flautað er […]
Gul viðvörun á föstudag og laugardag

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið á föstudag og laugardag. Norðan áhlaup norðanlands. (Gult ástand). Tekur viðvörunin gildi föstudaginn 15 nóv. kl. 06:00 og gildir til 17 nóv. kl. 00:00. Í viðvörunarorðum segir: Stormur eða rok á norðanverðu landinu. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll. Einnig er […]