Standa áfram fyrir gangbrautavörslu

Nemendur í 10. bekk í GRV munu standa fyrir gangbrautavörslu á nokkrum fjölförnum gangbrautum á morgnana í svartasta skammdeginu með það fyrir augum að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá GRV og Landsbankanum. Þar segir jafnframt að þetta sé frábært verkefni sem eflir samfélagsvitund og […]
Fín aflabrögð hjá Vinnslustöðvarskipunum

Það var líflegt um að litast á hafnarsvæðinu í morgun. Gullberg VE á leið á miðin og Huginn VE á leið til hafnar. Á meðan var verið að landa úr Breka VE. Allt að gerast, sem sagt, segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar – vsv.is. Huginn var með um 480 tonn af Íslandssíld. Breki var […]
Geti kostað allt að 2200 milljónir

Eitt af brýnustu málum Vestmannaeyja er að hingað verði lögð ný neysluvatnslögn, þar sem eina lögnin sem hingað flytur vatn er löskuð. Eyþór Harðarson, Íris Róbertsdóttir, Njáll Ragnarsson og Páll Magnússon voru skipuð af bæjaryfirvöldum í svokallaðan vatnshóp – hóp sem fer með þessi mál fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar. Ritstjóri Eyjafrétta ræddi við tvö fyrst nefndu […]
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1610. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag kl. 14:00. Fjölmörg mál eru á dagskrá fundarins, en hæst ber fyrri umræða um fjárhagsáætlun næsta árs. Hér að neðan má sjá útsendingu frá fundinum og þar fyrir neðan má kynna sér dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202403122 – Fjárhagsáætlun 2025 -fyrri umræða- 2. […]
Aglow samvera í kvöld

Aglow samvera verður í kvöld kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Við áttum góða kvöldstund í byrjun október þar sem konur sem fóru á Aglow ráðstefnu sögðu frá því markverðasta sem fyrir augu og eyru bar. Á næsta fundi mun Þóranna M. Sigurbergsdóttir segja frá ferð sinni til Mið Asíu, en hún fór til Kirgistan og […]
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30, 15:45 hafa verið felldar niður. Hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn í dag, verður gefin út tilkynning fyrir kl. 15:00. Á þessum árstíma er alltaf hætta […]
Bikarleiknum frestað

Vegna veðurs hefur leik HK og ÍBV í Poweraid bikar kvenna sem fram átti að í kvöld verið frestað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Handknattleikssambandinu. Þar segir jafnframt að nýr leiktími sé á morgun, miðvikudaginn 6.nóvember kl.18.00. ÍBV mætir HK í bikarnum – Eyjafréttir (meira…)
Auglýsa forvalsútboð á vatnslögn

Vestmannaeyjabær birtir í dag á heimasíðu sinni tilkynningu þar sem auglýst er forvalsútboð á vatnslögn. Fram kemur að bæjaryfirvöld áformi að kaupa nýja 12,5 km neysluvatnsleiðslu til sjávar frá suðurströnd Íslands til Vestmannaeyja. Kaupandi (Vestmannaeyjabær) óskar eftir verðtilboði í hönnun og framleiðslu á neysluvatnsleiðslu á hafi úti. Forvalsútboðsgögn og nánari upplýsingar má sjá hér. Aðeins […]
27 fjölmiðlaveitur fá rekstrarstuðning

Alls bárust 30 umsóknir um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla og samtals var sótt um rekstrarstuðning að fjárhæð 936,8 milljónir kr. Þremur umsóknum var synjað þar sem þær uppfylltu ekki öll skilyrði fyrir rekstrarstuðningi skv. lögum um fjölmiðla. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á vef fjölmiðlanefndar. Í lögum um fjölmiðla kemur fram að […]
Ófært í Landeyjahöfn

Næstu tvær ferðir Herjólfs, frá Vestmannaeyjum kl. 12:00 og 14:30 og frá Landeyjahöfn kl. 13:15 og 15:45 falla niður vegna aðstæðna í Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað í þessar ferðir koma til með að fá símtal frá fulltrúum Herjólfs til þess að færa bókun sína. Tilkynning verður gefin út kl. 15:00 í dag vegna siglinga […]