Safnahelgin: Dagskrá dagsins

Safnahelgin heldur áfram í Eyjum. En hvað er á dagskránni í dag? Föstudagurinn 1. nóvember ELDHEIMAR Kl. 14:00 Málþing um Surtsey. Borgþór Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson fjalla um þróun og framtíð Surtseyjar, sem þeir hafa rannsakað um áratuga skeið. Inga Dóra Hrólfsdóttir og Einar E. Sæmundsson segja frá virði heimsminjaskráningarinnar UNESCO. Einstakt færifæri til […]
Öruggur sigur gegn ÍR

ÍBV mætti í kvöld ÍR á útivelli í níundu umferð Olísdeildar karla. Eyjaliðið mætti ákveðnara til leiks og komust í 3-0. Staðan í leikhléi var 22-16 ÍBV í vil og jókst munurinn bara þegar leið á seinni hálfleikinn. Lokatölur 41-31 fyrir Eyjamenn. Daniel Vieira var markahæstur í Eyjaliðinu með níu mörk og Sigtryggur Daði Rúnarsson […]
Heilbrigðisstofnun Suðurlands 10 ára

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð hinn 1. október 2014 og hefur því verið starfrækt í 10 ár. Sameiningin fyrir 10 árum tók til Heilbrigðisstofnana Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands og sinnir HSU því víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Markmiðið með sameiningunni var að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu og samnýta fagþekkingu og hæfni starfsfólks með það fyrir augum að […]
Ásthildur Lóa leiðir áfram hjá Flokki fólksins

Ásthildur Lóa Þórsdóttir alþingismaður og kennari, mun leiða lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Sigurður Helgi Pálmason safnvörður og þáttagerðarmaður skipar 2. sætið, Elín Fanndal félagsliði og varaþingmaður, skipar 3. sætið og Jónas Yngvi Ásgrímsson, stjórnarmaður hjá VR og miðstjórnarmaður ASÍ, það fjórða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Ásthildur Lóa, sem hefur setið á […]
Bifreiðaverkstæði Nethamars opnar á ný

Bifreiðaverkstæði Nethamars hefur opnað á ný. Verkstæðið er til húsa á Flötum, nánar tiltekið númer 21. Þar er einnig rekið vélaverkstæði. Á nýja Nethamri verður boðið upp á Toyota þjónustu ásamt allri almennri viðgerðarþjónustu á öllum helstu bíltegundum. Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurðsson er fluttur aftur heim – reynslunni ríkari – eftir að hafa búið á höfuðborgarsvæðinu. […]
Baðlón og hótel á Skanshöfða

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í byrjun vikunnar var lögð fram tillaga á vinnslustigi vegna breytinga á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna baðlóns og hótels við höfða austan við Skansinn. Einnig var lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi sem felur í sér skipulag fyrir Skansinn, og hótel og baðlón á Skanshöfða auk umhverfismatsskýrslu áætlana. Skipulagslýsing […]
Safnahelgi sett í dag

Dagskrá Safnahelgar hefst í dag með opnun sýninga og setningu. Hver viðburður rekur svo annan allt fram á sunnudag. Hér að neðan má kynna sér dagskránna. Fimmtudagurinn 31. október SAFNAHÚS Kl. 13:30-14:30 Á ljósmyndadeginum sýnum við elstu myndirnar okkar af börnum í leikskólunum í Eyjum í tilefni 50 ára afmælis Kirkjugerðis. STAFKIRKJA Kl 17:00 Formleg […]
Mæta ÍR á útivelli

Níunda umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í fyrsta leik kvöldsins mætast ÍR og ÍBV. Eyjaliðið í sjötta sæti með 9 stig, en ÍR-ingar eru í næst neðsta sæti með 5 stig. Flautað er til leiks klukkan 18.00 í Skógarselinu. Leikir kvöldsins: fim. 31. okt. 24 18:00 9 Skógarsel APÁ/JEL/RST ÍR – ÍBV – […]
Kynna afurðir sínar í Kína

Vinnslustöðin sækir nú sjávarútvegssýninguna í Qingdao, Kína sem haldin er í Hongdao International Convention and Expo Center í Qingdao og hófst í dag. Haft er eftir Birni Matthíassyni, rekstrarstjóra VSV Seafood Iceland sem staddur er á sýningunni á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að markmiðið sé að styrkja þau bönd sem nú þegar eru fyrir í Asíu og […]
Unnur Rán leiðir Sósíalista í Suðurkjördæmi

Félagsfundur Sósíalistaflokksins samþykkti í gærkvöld oddvita listans í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Oddviti listans er Unnur Rán Reynisdóttir, hársnyrtir og hársnyrtikennari. Þá var listinn fyrir Suðurkjördæmi einnig samþykktur í heild sinni, segir í tilkynningu frá flokknum. Unnur Rán er fjögurra barna móðir, búsett í Reykjanesbæ en uppalin á Flúðum í Hrunamannahrepp. Unnur Rán vinnur á […]