Herjólfur: Frátafir í kvöld

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að Herjólfur stefni til Landeyjahafnar samkvæmt eftirfarandi áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 17:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl 20:15 (áður 20:45) Eftirfarandi ferðir falla niður: Frá Vestmannaeyjum kl 19:30 og 22:00. Frá Landeyjahöfn kl 18:15 og 23:15. Hvað varðar siglingar laugardaginn 19. október. Verður gefin út tilkynning fyrir kl 06:00 […]
Halla Hrund leiðir lista Framsóknar í Suðurkjördæmi

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, hefur í yfirlýsingu ákveðið að færa sig niður í annað sæti framboðslistans Framsóknar í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi segir í yfirlýsingu að formaður sem ekki leggi ekki sjálfan sig að veði fyrir flokkinn sinn sé ekki sannur leiðtogi. Sigurður Ingi býður Höllu Hrund Logadóttur velkomna í öflugan hóp Framsóknarfólks og í […]
Áhersla lögð á ýsuveiði

Bergur VE kom til löndunar í Neskaupstað í gærmorgun og í kjölfarið kom Vestmannaey VE. Afli skipanna var mestmegnis ýsa en einnig dálítill þorskur. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að veitt hafi verið út af Austfjörðum í fínasta veðri. „Við byrjuðum á Glettingi og fengum þar ágætt af ýsu. Síðan var haldið á Gerpsiflak […]
Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins á Selfossi

Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins verður haldið á Selfossi nk. sunnudag. Á þinginu verður valið á framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Framundan er snörp kosningabarátta. Þingmál í þágu Suðurkjördæmis Á Alþingi hef ég lagt fram frumvörp, þingsályktanir og fyrirspurnir sem snerta kjördæmið og vil greina hér frá í stuttu máli. Í Vestmannaeyjum vil ég nefna raforkumál, vatnsveitu og […]
Afturelding valtaði yfir ÍBV

Afturelding fór á topp Olís deildar karla í kvöld er liðið vann stórsigur á ÍBV á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Heimamenn fóru vel af stað í kvöld og komust fljótlega í örugga forystu. Staðan í leikhléi var 19-9. Eyjamenn náðu að minnka muninn í fimm mörk en nær komust þeir ekki. Fóru leikar þannig að Afturelding […]
Fatagámar RKÍ

1. nóvember næstkomandi mun Rauði krossinn í Vestmannaeyjum hætta móttöku á fatnaði í fatagáma RKÍ sem staðsettir hafa verið norðan við húsnæði Eimskips í Vestmannaeyjum. Samkvæmt hringrásarlögum ber sveitafélögum að taka við söfunun á fatnaði. Rauði krossinn í Vestmannaeyjum vill þakka bæjarbúum kærlega fyrir stuðninginn á liðunum árum og einnig þökkum við Eimskip fyrir þeirra […]
Kennarar eru besta fólk

Á þrjátíu ára ferli mínum sem skólahjúkrunarfræðingur hef ég unnið mjög náið með kennurum. Það kom fljótt í ljós að starf kennara er fjölbreytt, skemmtilegt og erfitt. Kennarar eiga allan heiður skilin og ég dáist að þeim. Á hverjum degi koma upp ný verkefni sem oft þarf að leysa með hraði á mannlegan og ljúfan […]
Ásmundur sækist eftir þriðja sæti

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sækist eftir sama sæti á framboðslista flokksins og hann var í fyrir síðustu þingkosningar, þriðja sæti. Hann segir í færslu á facebook-síðu sinni að frá árinu 2013 hafi hann barist ötullega fyrir sjálfstæðisstefnunni og fólkinu í Suðurkjördæmi. „Ég hef talað fyrir þá sem hafa enga rödd eða þora jafnvel […]
Njáll ekki í framboð

„Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér á lista Framsóknar í komandi kosningum.” segir Njáll Ragnarsson, framsóknarmaður og oddviti Eyjalistans aðspurður um hvort hann hyggist gefa kost á sér á lista í komandi kosningum. „Eins og alltaf eru þessar kosningar mikilvægar. Það sem öllu máli skiptir er að næsta ríkisstjórn geti tekist á […]
Georg ekki á lista hjá Flokki fólksins

Georg Eiður Arnarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Þetta staðfestir hann í samtali við Eyjafréttir. Georg hefur tvívegis tekið sæti á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili fyrst í mars–apríl árið 2022 og aftur í maí–júní á þessu ári. Hann hyggst fara betur yfir ákvörðun sína – […]