Fóru yfir helstu þætti fjarvöktunarkerfisins Dignio

Nýverið var haldinn fræðsludagur fyrir hjúkrunardeildarstóra heilsugæslna HSU á vegum Öryggismiðstöðvarinnar. Þar var farið var yfir helstu þætti fjarvöktunarkerfisins Dignio. Heilbrigðisstofnun Suðurlands var fyrsta stofnunin á Íslandi sem innleiddi Dignio kerfið í fjarheilbrigðisþjónustu í sína heimahjúkrun í samvinnu með Öryggismiðstöðinni. Margrét Björk Ólafsdóttir og Anna Margrét Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingar á heilsugæslunni Selfossi hafa haldið utan um […]
Jafnt í Suðurlandsslagnum

Það var allt í járnum í baráttunni um Suðurland, þegar ÍBV tók á móti Selfossi í Eyjum. Leiknum lyktaði með jafntefli 24-24. ÍBV var með forystuna framan af leiknum og leiddu í leikhléi 13-11. Í þeim síðari jafnaðist leikurinn og voru lokamínúturnar æsispennandi. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst í dag, skoraði níu mörk og Sunna […]
Blíðuveður en kalt

Það er sannkallað blíðuveður á Heimaey í dag. Algjör stilla en hitinn er rétt fyrir ofan frostmark. Á morgun er gert ráð fyrir að það verði norðaustan 3-8 m/s á Suðurlandi. Léttskýjað og hiti um eða rétt yfir frostmarki að deginum. Halldór B. Halldórsson flaug yfir eyjuna í dag og má sjá myndbandið hér að […]
Í hverju var endurskoðunin fólgin?

Á fimmtudaginn sendi óbyggðanefnd frá sér yfirlýsingu vegna endurskoðaðra þjóðlendukrafna fjármála- og efnahagsráðherra. Endurskoðunin er vegna eyja og skerja umhverfis landið. Meðal krafna eru að ríkið eignist allar úteyjarnar í Vestmannaeyjaklasanum. Sjá einnig: Ríkið ásælist enn úteyjarnar Jóhann Pétursson er annar tveggja lögmanna Vestmannaeyjabæjar í málinu. Hann segir í samtali við Eyjafréttir að það jákvæða […]
Suðurlandsslagur í Eyjum

Heil umferð fer fram í Olís deild kvenna í dag. Um er að ræða 5. umferð Íslandsmótsins. Í Eyjum verður háður Suðurlandsslagur þegar lið Selfoss kemur í heimsókn. ÍBV um miðja deild með 5 stig á meðan Selfoss er með 2 stig í næst neðsta sæti. Leikurinn er svokallaður bleikur leikur til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyja. Í […]
Ráðgjöf um engar loðnuveiðar

Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Þessi ráðgjöf er samhljóma fyrirliggjandi upphafsráðgjöf sem byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2023. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2025. Ráðgjöfin byggir á niðurstöðum bergmálsmælinga á loðnustofninum á rannsóknarskipunum […]
Systurskipin fylgdust að

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE hafa fiskað fyrir austan land undanfarnar vikur og oftast landað aflanum í Neskaupstað. Í síðustu viku lönduðu skipin þó í Eyjum. Í gær komu þau síðan bæði til Neskaupstaðar og lönduðu þar fullfermi. Í veiðiferðinni fylgdust skipin að og öfluðu svipað, en aflinn var nær alfarið þorskur og ýsa, […]
Frá heilsugæslu HSU í Eyjum

Í tilkynningu frá heilsugæslu HSU Vestmannaeyjum sem birt er á heimasíðu stofnunarinnar er bæjarbúum þakkað fyrir almennt góðar viðtökur við breyttu aðgengi að heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta þjónustuna með því að beina erindum í réttan farveg, auka framboð bókanlegra tíma, stytta biðtíma og draga úr álagi starfsfólks. Nú sem […]
Stórsöngkona og málþing meðal hápunkta á safnahelgi

Tidy Rodriguers stórsöngkona frá Grænhöfðaeyjum og málþing um Surtsey verða meðal hápunkta á safnahelginni 31. október til 3. nóvember nk. Í ár eru 20 ár frá því að safnahelgin var fyrst haldin í Eyjum. Það stendur mikið til á þessari 20. safnahelgi. Hátíðin hefst að vanda í Stafkirkjunni síðdegis á fimmtudeginum og í framhaldinu opnar […]
Eyjamenn lögðu Hauka

ÍBV komst í kvöld upp í fjórða sæti Olís deildar karla er liðið lagði Hauka í Eyjum. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og leiddu stóran hluta fyrri hálfleiks. Staðan í leikhléi var 15-14 Haukum í vil. Í síðari hálfleik komu Eyjamenn ákveðnari til leiks og munaði þar mestu um Dag Arnarsson sem kom sterkur inn. Svo […]