„Virkilega ánægjuleg kvöldstund ár hvert”

IMG 7403

Það var heldur betur góð stemning í matsal Vinnslustöðvarinnar á föstudaginn sl.. Þar var hið árlega þorrablót haldið til heiðurs fyrrverandi starfsmönnum VSV og mökum þeirra. Góð mæting var á blótið, á sjöunda tug gesta mætti og átti saman notalega kvöldstund, segir í frétt á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Sigurgeir Brynjar, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar ávarpaði gesti og rakti […]

Hætta starfsemi gæsluvallar

Barn_leikskoli_IMG_1970_minni

Fræðsluráð Vestmannaeyja tók fyrir starfsemi gæsluvallarins. Fram kemur í fundargerð að málið hafi áður verið til umræðu vegna dræmar nýtingar. Síðustu ár hefur meðtaltal barna sem sótt hafa úrræðið fækkað verulega, eða frá 22 börnum að meðaltali árið 2018 í 7,5 börn að meðaltali síðasta sumar. Tilurð gæsluvalla sem sumarúrræði er barns síns tíma og […]

Selfoss sigraði Suðurlandsslaginn

handb_sunna_ibv_2022_opf

Selfoss vann Suðurlandsslaginn í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag. Leikið var á Selfossi. Eftir góðan fyrri hálfleik Eyjakvenna, sem leiddu í leikhléi 12-7, minnkaði heimaliðið hægt og sígandi muninn þegar leið á seinni hálfleikinn og eftir spennandi lokakafla stóð Selfoss upp með sigurinn, 24-22. ÍBV hefur enn ekki unnið leik á árinu og er […]

Guðný Emilíana syngur lagið I defy

Guðný Emilíana Tórshamar flutti lag á tónleikum í desember eftir hina virtu færeysku söngkonu Guðríði Hansdóttur, sem ber heitið I Defy. Guðný segir á facebook að lagið hafi heillað hana við fyrstu hlustun. Hún segir jafnframt að það séu spennandi ár framundan hjá henni, bæði á tónleikasviðinu og í stúdíóupptökum á nýju efni sem kemur […]

“Við sem heima sitjum”

Föstudagskvöldið 24. janúar nk. verða tónleikar í Eldheimum þar sem við ætlum að hafa notalega kvöldstund með tónlist sem var vinsæl bæði fyrir og eftir gosið 1973, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Við ætlum að syngja og leika lög eftir Bítlana, Gunnar Þórðarson, Bob Dylan, Oddgeir Kristjánsson, Carol KIng, Bee Gees, Sigfús Halldórsson og fleiri […]

Suðurlandsslagur í dag

Eyja 3L2A8293

Tólfta umferð Olís deildar kvenna klárast í dag með tveimur viðureignum. Á Selfossi taka heimamenn á móti ÍBV í sannkölluðum Suðurlandsslag. Selfoss er í fjórða sæti með 9 stig en Eyjaliðið er í næstneðsta sæti með 6 stig. Leikurinn á Selfossi hefst klukkan 14.30 í dag. Leikir dagsins: sun. 19. jan. 25 13:30 12 Heklu […]

Breytt áætlun síðdegis

bidrod_bbilar_herj_2022

Herjólfur ohf. hefur gefið út uppfærða áætlun seinni partinn í dag, laugardag en áður hafði verið gefið út að sigla ætti tvær ferðir í Þorlákshöfn. Í tilkynningu frá skipafélaginu segir að aðstæður í Landeyjahöfn hafi batnað þegar leið á daginn og því stefnir Herjólfur á að sigla til Landeyjahafnar seinni partinn í dag.  Brottför frá […]

Fara yfir stöðu heilbrigðismála í Eyjum

Sjukrabill Sjukraflutnings IMG 7895 Lag

Bæjarráð ræddi stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi en starfseminni er stýrt af Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Opinber umræða undanfarið af atvikum sem komið hafa upp á Suðurlandi valda óneitanlega áhyggjum af stöðunni í fjórðungnum hvað varðar umgjörð og þjónustustig við íbúa sveitarfélaganna sem þar eru, segir í fundargerð bæjarráðs. Bæjarráð fól bæjarstjóra að óska eftir […]

Herjólfur til Þorlákshafnar í dag

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00,13:15, 14:30,15:45, 18:15, 19:30, 22:00,23:15 falli niður.  Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á […]

Ragna Sara áfram með ÍBV

Eyjakonan Ragna Sara Magnúsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um tvö ár, hún hefur verið lykilmaður hjá liðinu síðustu ár eða allt frá því að hún vann sér fast sæti í byrjunarliðinu árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins. Ragna, sem er fædd árið 2003, er uppalin hjá ÍBV og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.