Þrír sækja um embætti lögreglustjóra í Eyjum

Í síðasta mánuði var embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum auglýst laust til umsóknar eftir að Karl Gauti Hjaltason tók sæti á Alþingi. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu sóttu þrír um embættið. „Umsækjendur um setningu í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum voru eftirfarandi: Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Sverrir Sigurjónsson, landsréttarlögmaður, Vilborg Þ.K. Bergman, lögfræðingur.” Í svari […]
„Sérstök vertíð”

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í heimahöfn á miðvikudaginn. Afli beggja skipa var blandaður; ufsi, ýsa, þorskur og koli. Í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar segir að skipstjórar skipanna hafi báðir verið ágætlega sáttir við aflabrögðin. Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey sagði að það væri aðeins farinn að sjást vertíðarfiskur við Eyjar. „Við […]
Britney Cots áfram í Eyjum

Britney Cots hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Frá þessu er greint í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV. Britney hóf ferilinn með meistaraflokki aðeins 15 ára gömul í Frakklandi og var í æfingahópum yngri landsliða í Frakklandi en spilar nú með A-landsliði Senegal. „Hún tók þátt í Afríkumeistaramótinu sem haldið var […]
Ásthildur Lóa segir af sér sem ráðherra

Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra hefur sagt af sér ráðherraembætti. Ásthildur er jafnframt fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. Síðdegis í dag var greint frá því að hún hefði átt í ástarsambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilt. Þau eignuðust barn saman. „Það er út af því að fyrir 36 árum þá var ég 22 ára […]
Hafa lokið við dýpkun í bili

Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn sl. fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir stöðuna á Landeyjahöfn. Þar greindi hún frá því að samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan á höfninni orðin góð. Um 8 metra dýpi er í hafnarmynninu. Álfsnesið hefur lokið dýpkun í bili en verður til taks ef á þarf að halda. Bæjarstjóri fór jafnframt […]
Eignir Eyglóar verði auglýstar til sölu

Fyrir síðasta fundi bæjarstjórnar lá fyrir afgreiðsla frá stjórn Eyglóar ( eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum) sem samþykkt var á stjórnarfundi 13. mars sl. Í afgreiðslunni segir: „Stjórn Eyglóar samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að eignir Eyglóar verði auglýstar til sölu og að stjórn félagsins fái umboð til þess að ganga frá fyrirvörum […]
Breytingar á stjórn Herjólfs

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sl. þriðjudag var kosning í ráð, nefndir og stjórnir á vegum sveitarfélagsins. Tillaga um skipun aðila í stjórn Herjólfs var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. En hana skipa: Aðalmenn: Páll Scheving sem verður formaður, Rannveig Ísfjörð, Sigurbergur Ármannsson, Helga Kristín Kolbeins og Björg Þórðardóttir. Varamenn verða Sæunn Magnúsdóttir og Einar […]
Halda magnaða tónleika í sundlauginni

Biggi Nielsen, bæjarlistamaður mun halda magnaða tónleika í Sundlaug Vestmannaeyja á morgun, fimmtudaginn 20.mars kl:20:30. Tónleikarnir eru í samstarfi við Fab Lab Vestmannaeyjar í tengslum við Island Ocean Fusion Camp og Distributed Design verkefnið sem styrkt er að Creative Europe áætlun Evrópusambandsins. Biggi mun ásamt hljómsveit spila einstök verk sem innihalda hljóð úr nátttúru Vestmannaeyja […]
Talsvert breytt landslag

Það hefur verið heldur betur líflegt hjá starfsmönnum, Vinnslustöðvarinnar og dótturfélaga á Seafood Expo North America, sem staðið hefur yfir síðustu daga. Seafood Expo North America er stærsta sýning sinnar tegundar í Norður Ameríku. Þúsundir kaupenda og birgja víðs vegar úr heiminum sækja þessa árlegu þriggja daga sýningu í Boston til að styrkja böndin og […]
Reksturinn jákvæður um 597 milljónir

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að ársreikningurinn sýni glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og litlar skuldir. Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 9.509 m.kr. og rekstrargjöld 8.549 m.kr. Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og B hluta) var jákvæð um […]