Eykur aflaheimildir til strandveiða

trillur

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. Þetta kmeur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að svigrúm til aukinna aflaheimilda skapaðist í […]

Laxey: 4 milljarða króna hlutafjáraukning

Laxey, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, hefur lokið seinni hluta hlutafjárútboðs vegna uppbyggingar á öðrum áfanga af sex, með aukningu upp á um 4 milljarða króna. Alls hefur félagið þannig aukið hlutafé um 9 milljarða króna á árinu, en um helmingur þeirrar fjárhæðar kemur frá nýjum fjárfestum. Vegna mikillar eftirspurnar frá […]

„Úrvalsblanda fyrir okkur”

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi sl. laugardag í Grindavík og aftur á þriðudag í Vestmannaeyjum. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson skipstjóri var mjög sáttur við fiskiríið. „Aflinn var tekinn á Pétursey í báðum túrunum og í þeim báðum tók einungis um einn og hálfan sólarhring að fylla skipið. Þarna var hörkuveiði. […]

Hásteinsvöllur orðinn leikfær

Hásteinsvöllur er nú tilbúinn til knattspyrnuiðkunar. Framkvæmdin tafðist vegna þess að það vantaði ífylliefni í völlinn. Nú er það komið og hefur fyrsta æfingin farið fram á vellinum. Bæði kvenna- og karlalið ÍBV eiga heimaleiki framundan. Stelpurnar mæta Grindavík/Njarðvík á morgun og á laugardag kemur karlalið Víkings Reykjavíkur í heimsókn til Eyja. Magnús Sigurðsson, formaður […]

Rýna dóminn og taka í kjölfarið ákvarðanir um næstu skref

vsv_2016-6.jpg

Í dag birtir Vinnslustöðin tilkynningu á heimasíðu sinni vegna dóma sem kveðnir voru upp í gær í makrílmálinu svokallaða. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Í gær kvað Hæstiréttur upp dóma í máli Hugins annars vegar og Vinnslustöðvarinnar hins vegar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum […]

Dómar kveðnir upp í makrílmálum

VSV Makríll (3)

Í dag kvað Hæstiréttur upp dóma í málum Vinnslustöðvarinnar og Hugins (dótturfélags  Vinnslustöðvarinnar) vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 og 2018. Bóta­skylda rík­is­ins í mál­inu hafði verið staðfest í héraðsdómi og í Lands­rétti en Lands­rétt­ur lækkaði bæt­ur til Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að máli Vinnslustöðvarinnar var vísað frá og bætur […]

Strengir lagðir í sjó og á landi

Framkvæmdir eru nú hafnar á lagningu tveggja rafstrengja á milli lands og Eyja. Verið er að spóla sæstrengjunum á milli skipa og þá er unnið að lagningu strengjanna á Nýja hrauni. Halldór B. Halldórsson skoðaði framkvæmdirnar og má sjá myndband hans hér að neðan. (meira…)

Saltfisksala ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV verður með saltfisksölu í dag, miðvikudag. Í boði verður saltfiskur með roði og beinum – upp á gamla mátann. Verð: 3.000 kr/kg. Fullkominn fyrir þá sem kunna að meta ekta bragð og alvöru hráefni, segir í tilkynningu frá deildinni. Salan er sem fyrr segir í dag frá kl. 17:00 til 19:00 á Skipasandi. […]

Hefur haft mikil og jákvæð áhrif á samfélagið í Eyjum

GRV_0099_TMS

Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann lauk nýverið sínu fjórða ári í GRV. Aðalmarkmið verkefnisins er að efla skólastarf, bæta líðan og árangur nemenda í skólanum. Verið er að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir og veita þeim áskoranir miðað við færni þannig að þeir vaxi og dafni í sínu námi. Helga Sigrún Þórsdóttir, deildarstjóri […]

Fundur bæjarstjórnar í beinni

1618. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag kl. 14:00. Hér fyrir neðan útsendingargluggann má sjá dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1 202506119 – Skipulag nefnda og ráða 2 201006074 – Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar. 3 202505030 – Goslokahátíð 2025 Fundargerðir 4 202506008F – Umhverfis- og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.