Litla Mónakó – Íbúðaverð í Vestmannaeyjum rýkur upp

IMG 2534

Svona gæti fyrirsögnin litið út í Vestmannaeyjum þegar að árið er gert upp, ef sagan endurtekur sig. Ekki ósvipuð fyrirsögn og Rúv birti í kjölfar mikils uppgangs fiskeldis á Vestfjörðum. „Viðskipti með íbúðir á Vestfjörðum hafa tekið kipp að undanförnu og er árleg velta hærri þar en á sambærilegum svæðum. Fasteignaverð á Vestfjörðum hefur jafnframt […]

Frátafir á Eiðinu eru töluvert minni en í Gjábakkafjöru

Eidid_TMS_20220816_132327

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í liðinni viku frumathugun á staðsetningum á stórskipakanti í Vestmannaeyjum. Skýrsluna vann Vegagerðin. Skýrslan byggist á því að grjót til uppbyggingar sé aðgengilegt í Vestmannaeyjum og ef svo er ekki raunin verður kostnaður umtalsvert meiri. Forsendur fyrir framlagi frá hafnarbótasjóði byggjast m.a. á fjárhagslegri hagkvæmni framkvæmda. […]

Botnbaráttuslagur í Garðabæ

Eyja ÍBV Fram 3L2A8202 1024x682

18. umferð Olís deildar kvenna klárast í dag er fram fara tveir leikir. Í Garðabæ tekur Stjarnan á móti ÍBV í sannkölluðum botnbaráttuslag. ÍBV í næstneðsta sæti með 7 stig en Stjarnan í sætinu fyrir ofan með 10 stig. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í Heklu Höllinni í Garðabæ. Leikir dagsins: sun. 16. mar. 25 14:00 […]

Hverjir sögðu hvað

Oddvitar Sudurkj 2025 Fin

Í vikunni var greint frá því að búið sé að leggja fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni á fyrirhugaðri gangaleið milli lands og Vestmannaeyja. Flutningsmenn tillögunnar eru Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Karl Gauti sagði í samtali við Eyjafréttir að hann hafi boðið öllum […]

„Þakklæti er okkur efst í huga”

DSC 0927

„Þakklæti er okkur efst í huga vegna frábærrar mætingar á Hippahátíðina er Krabbavörn hélt í gærkvöld.” Svona hefst tilkynning frá karlaklúbbi Krabbavarnar og stjórn Krabbavarnar sem í gær hélt Hippahátíð í Höllinni. Í tilkynningunni segir jafnframt að þátttaka hafi verið umfram væntingar. Karlaklúbbur Krabbavarnar ásamt stjórn þakkar öllu okkar frábæra fólki, velunnurum, styrkjendum og öllum […]

Vertíðarfiskurinn ekki kominn á hefðbundnar slóðir

Sjomadur Bergey Opf 22

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Aflinn var mjög blandaður; þorskur, ýsa, ufsi og rauðspretta. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að vertíðarfiskurinn sé ekki enn kominn á hefðbundin vertíðarmið. „Við hófum veiðar í túrnum á Planinu vestan við Eyjar en færðum okkur síðan á Landsuðurhraunið í Háfadýpinu. Á […]

Stórskipakantur í Vestmannaeyjahöfn

vestmanaeyjahofn_24_hbh_fb

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs var tekin fyrir skýrsla sem Vegagerðin hefur unnið fyrir ráðið um hvar mögulegt er að byggja upp stórskipakant í Vestmannaeyjahöfn með tilliti til frátafa og kostnaðar, segir í grein frá Dóru Björk Gunnarsdóttur, hafnarstjóra á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar fer hún yfir mat á frátöfum og kostnaði við stórskipakant í […]

Vilja hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni milli lands og Eyja

default

Í dag var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni á fyrirhugaðri gangaleið milli lands og Vestmannaeyja. Flutningsmenn tillögunnar eru Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Þar segir að Alþingi álykti að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta vinna þrepaskipta rannsókn á jarðlögum […]

„Á að vera aðgengilegur, sýnilegur og girnilegur fyrir öll“

IMG 7308 2

„Við þurfum að stefna að því að gera holla valkostinn að auðveldasta kostinum“ sagði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í ræðu hjá embætti landlæknis í gær þegar kynntar voru nýjar íslenskar ráðleggingar um mataræði. Slíkar ráðleggingar voru fyrst gefnar út árið 1986 en hafa síðan þá verið endurskoðaðar fjórum sinnum. Í nýju ráðleggingunum er aukin áhersla […]

Embla semur við ÍBV

Embla Ibvsp

Eyjakonan Embla Harðardóttir hefur samið við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027. Fram kemur í frétt á vefsíðu ÍBV að Embla hafi spilað upp alla yngri flokkana hjá ÍBV og verið lykilmaður í sínum liðum síðustu ár. Embla er 18 ára gömul. Hún hefur leikið 26 meistaraflokksleiki fyrir ÍBV. Þrettán þeirra lék hún í Lengjudeildinni […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.