Steini og Olli buðu best í byggingu vallarhúss

Þann 13. janúar sl. voru opnuð tilboð í vallarhús við endunýjun Hásteinsvallar, segir í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs Þar segir ennfremur að þrjú tilboð hafi borist í verkið. Brynjar Ólafsson framkvæmdastjóri kynnti á fundinum niðurstöður tilboða. Þau voru sem hér segir: Steini og Olli ehf. bauð 57.911.150,-, SA smíðar ehf. buðu kr. 73.714.900,- og tilboð […]
Óskar aðstoðar Þorlák

Knattspyrnuþjálfarinn og Eyjamaðurinn Óskar Elías Zoega Óskarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í fótbolta. Hann mun því vera Þorláki Árnasyni innan handar og mynda þjálfarateymi með honum og Kristian Barbuscak markmannsþjálfara. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. Óskar er 29 ára þjálfari sem lék upp alla yngri flokkana með ÍBV, hann lék […]
Tekist á um listaverkið á fundi skipulagsráðs

Listaverk í tilefni 50 ára goslokaafmælis var tekið fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja. Fundað var á mánudaginn sl. Á fundinum var lögð fram að lokinni kynningu á vinnslustigi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni 50 ára goslokaafmælis Heimaeyjargossins ásamt umhverfisskýrslu áætlunar og nýtt deiliskipulag fyrir […]
Bjarni hættir hjá SASS

Stjórn SASS og Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá samtökunum. Bjarni, sem hefur verið framkvæmdastjóri SASS í tíu ár, hefur þegar látið af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu SASS. „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja upp samtök sveitarfélaga á Suðurlandi sem sinna […]
Verkefnið kynnt bæjarbúum á næstu vikum

„Ég hef heilmikinn skilning á því að fólk mótmæli ef það telur að fyrirhuguð sé röskun á ásýnd Eldfells, eins og sagt er í yfirskrift þessarar undirskriftasöfnunar. Tala nú ekki um ef ég teldi að verið væri að framkvæma stórkostlegt og óafturkræft inngrip í náttúruna eins og sumir halda fram; þá myndi ég sjálfur skrifa […]
Laxey og lúxushótel skapa tækifæri

Okkar maður, Jóhann Halldórsson, sem skrifað hefur pistla á Eyjafréttir.is þar sem hann veltir upp stöðu og framtíð Vestmannaeyja hélt áhugaverðan fyrirlestur við afhendingu Fréttapýramídanna. Jóhann kallar pistla sína Litla Mónakó og vísar til mikillar uppbyggingar í Vestmannaeyjum. Fór hann yfir þá þýðingu sem tilkoma Laxeyjar er fyrir Vestmannaeyjar og þá möguleika sem opnast með […]
Gífurlega ósátt við að vita ekki hvernig þetta mun líta út

Um miðjan síðasta mánuð var sett af stað undirskriftasöfnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Eldfelli. Fram kemur að undirrituð mótmæli fyrirhugaðri röskun á ásýnd, og tilheyrandi kostnaði við gerð listaverks á Eldfelli. Bjartey Hermannsdóttir er ábyrgðarmaður undirskriftalistans. Aðspurð um hvað hafi orðið til þess að hún ákvað að hefja undirskriftasöfnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Eldfelli segir hún að hún hafi verið […]
Sýn Jóa á Hólnum á gosið 1973

Eitt af atriðunum þegar Fréttapýramídarnir voru afhentir í Eldheimum sl. föstudag var upplestur Magnúsar R. Einarssonar, útvarpsmanns, tónlistarmanns og sambýlismanns Kristínar Jóhannsdóttur, safnstjórna Eldheima. Þar las Magnús upp athyglisverða upprifjun föður Kristínar, Jóhanns Friðfinnssonar, Jóa á Hólnum um Heimaeyjargosið 1973 sem hann setti saman úti í Hamborg tæpum 30 árum síðar. Upphaf jarðelda á Heimaey, […]
Reyna Landeyjahafnar-siglingu síðdegis

Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (áður kl 17:00). Ef það gengur eftir er brottför klukkan 20:15 frá Landeyjahöfn. Annars er brottför kl. 19:45 frá Þorlákshöfn, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þá segir að gefin verði út tilkynning á miðlum skipafélagsins um kl 17:00 hvert Herjólfur sigldi. (meira…)
ÍBV fær varnarmann á láni

Knattspyrnumaðurinn Birgir Ómar Hlynsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi út keppnistímabilið 2025. Hann kemur til liðsins frá Þór þar sem hann hefur leikið 89 leiki, langflesta í Lengjudeildinni. Í tilkynningu á heimasíðu ÍBV segir að Birgir sé 23 ára bakvörður sem er uppalinn hjá Þór og hefur leikið þar allan sinn feril, […]