Líflegt við höfnina – myndir og myndband

Það var heldur betur líflegt við höfnina í gær, enda verið að undirbúa loðnuvertíð. Menn þurfa að hafa hraðar hendur til að reyna að hitta á loðnuna á réttu þroskastigi. Svo er bara að vona að það komi önnur ganga og það mælist meira svo hægt verði að bæta við kvótann. Óskar Pétur Friðriksson var […]
Auglýst eftir lögreglustjóra

Dómsmálaráðuneytið hefur auglýst embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum laust til umsóknar og er frestur til að sækja um embættið til og með 28. febrúar næstkomandi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir jafnframt að Vestmannaeyjar hafi verið lögreglustjóralausar um hríð, en Karl Gauti Hjaltason, sem gegnt hefur embættinu, var kjörinn á Alþingi í […]
ÍBV mætir ÍR á útivelli

Sautjánda umferð Olísdeildar kvenna klárast í dag með tveimur viðureignum. Í fyrri leik dagsins tekur ÍR á móti ÍBV. ÍR-ingar í fimmta sæti með 11 stig en ÍBV er í því næstneðsta með 7 stig. Leiknar eru 21 umferð í deildinni og er ÍBV þremur stigum á eftir Stjörnunni og tveimur syigum á undan botnliði […]
Liðsstyrkur til ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Þorlákur Breki Baxter hefur gengið til liðs við ÍBV á láni frá Stjörnunni en hann kom til Stjörnunnar frá ítalska liðinu Lecce fyrir tímabilið 2024. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Hann kemur til með að leika með ÍBV til loka tímabilsins en hann ólst upp hjá Hetti og skipti yfir í Selfoss […]
Lítil loðnuvertíð undirbúin

Strax í gær byrjuðu þær útgerðir sem eiga loðnukvóta að undirbúa skip til brottfarar á loðnumiðin. Hafrannsóknastofnun ráðlagði veiðar á 8589 tonnum, en af þeim tonnum verður 4.683 tonn til skiptana til íslenskra skipa. Útgerðirnar í Eyjum eru í óðaönn að undirbúa veiðarnar. Í færslu á facebook-síðu Ísfélagsins í dag segir að eðlilega hafi kurrað […]
Þurfti að fara í kalt bað eftir að vinna 70 milljónir

Tveir skiptu með sér fimmföldum fyrsta vinningi í Lottó um síðustu helgi og fengu tæpar 40 milljónir hvor og höfðu báðir keypt miðana í Lottóappinu. Annar þeirra var í bíltúr ásamt dóttur sinni þegar síminn hringdi og sagði þegar hann sá að það var Íslensk getspá: „Hva, eru þau að hringja í mig? Ég skulda […]
Framkvæmdafréttir

Víða um bæinn eru framkvæmdir í fullum gangi. Má þar nefna framkvæmdir á vegum Vestmannaeyjabæjar við íþróttamannvirki. Þá er unnið að byggingu fjölbýlishúsa og einbýlishúsa. Að ógleymdri uppbyggingu í Viðlagafjöru. Halldór B. Halldórsson leit við á nokkrum stöðum þar sem framkvæmdir standa yfir og má sjá myndband af því hér að neðan. (meira…)
Líklegt að dýpkun taki nokkra daga

Á fundi bæjarstjórnar um miðja viku fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir stöðuna í Landeyjahöfn og samkvæmt Vegagerðinni fór dýpið úr -6 í -3 metra á tveimur dögum í síðustu viku, þann 12. og 13. febrúar. „Leiðindaspá er framundan og almennilegur dýpkunargluggi ekki fyrirsjáanlegur næstu vikuna. Álfsnesið verður þó til taks til að dýpka ef einhverjar […]
Fá aðeins rúmlega helming loðnukvótans

Í dag var greint frá því að Hafrannsóknastofnun ráðleggi veiðar á 8589 tonnum af loðnu. 200 mílur, sjávarútvegsvefur mbl.is greinir frá því að einungis verði 4.683 tonna loðnukvóta ráðstafað til íslenskra skipa af þessum 8589 tonnum sem lögð voru til af Hafró, eða rúm 54%. Vísar miðillinn til tilkynningar á vef Stjórnartíðinda. Þá segir að áður […]
Liðin skiptu með sér stigunum

ÍBV og Afturelding mættust í kvöld í Olísdeild karla. ÍBV leiddi í leikhléi 18 – 16, en afturelding náði að jafna um miðbik síðari hálfleiks 22-22. Jafnræði var með liðunum eftir það en Eyjaliðið komst tveimur mörkum yfir nokkrum sinnum. þegar skammt var eftir komst ÍBV í 35-33 en Afturelding skoraði tvö síðustu mörk leiksins […]