Haldið til veiða eftir veðurofsann

Ísfisktogarar í Síldarvinnslusamstæðunni eru um þessar mundir að halda til veiða að loknum þeim veðurofsa sem ríkt hefur síðustu dagana. Togararnir hafa legið í höfn í um það bil vikutíma. Frá þessu er greint í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Gullver NS hélt til veiða frá Seyðisfirði í gærkvöldi. Þórhallur Jónsson skipstjóri sagðist vera ósköp feginn […]
Felldu tillögu um íbúakönnun

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja var tekist á um gerð minnisvarða eða listaverks sem til stendur að setja við og upp á Eldfell. Þar var talsvert bókað um málið og ljóst að ekki eru allir á einu máli um málið. Minnihlutinn lagði til að vísa málinu til íbúakosningar/könnunar. Í bókun frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins segir „Áfram […]
Stelpurnar úr leik í bikarnum

ÍBV og Valur mættust í gær í 8-liða úrslitum Powerade bikarsins í handbolta. Valsstúlkur byrjuðu leikinn betur og leiddu í leikhléi 14-8. Gestirnir héldu forystunni og uppskar sigur 24-20 og er komið í undanúrslit bikarkeppninnar sjöunda árið í röð. Birna Berg Haraldsdóttir var lang atkvæðamest hjá ÍBV en hún var með níu mörk auk þess […]
Krafa um tafarlaus viðbrögð vegna lokana á flugbrautum

Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi hefur sent frá yfirlýsingu vegna lokunar flugbrauta 13 og 31 á Reykjavíkurflugvelli. Yfirlýsingin var send til borgarstjóra Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu, Isavia og innviðaráðherra. Í yfirlýsingunni segir að þann 10. janúar sl. hafi verið tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta, 13 – 31, […]
Lífshlaupinu ýtt úr vör

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Alma D. Möller heilbrigðisráðherra fluttu ávarp við setningu Lífshlaupsins í Barnaspítala Hringsins í gær. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem ætlað er að stuðla að aukinni daglegri hreyfingu, þátttakendum til heilsubótar. Auk ráðherra tóku Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Guðrún Aspelund settur landlæknir og […]
Bikarleikur í kvöld

8-liða úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna í handknattleik fara fram í kvöld. Í Eyjum tekur ÍBV á móti bikarmeisturum Vals. Flautað verður til leiks í Eyjum klukkan 18.00. Leikir dagsins: Dagur Tími Leikur 06. feb. 25 18:00 ÍBV – Valur 06. feb. 25 19:30 ÍR – Haukar 06. feb. 25 19:30 Fram – Stjarnan 06. feb. 25 20:00 Víkingur – Grótta (meira…)
Vísuðu málinu aftur til bæjarins

Í lok janúar kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli þar sem deilt er um ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja beiðni kæranda um aðgang að verðtilboðum sem bárust vegna raforkukaupa Vestmannaeyjabæjar. Sveitarfélagið heldur því fram að óheimilt sé að afhenda gögnin samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, því þau innihaldi m.a. upplýsingar um einingarverð sem […]
Metnaðarfull verkefni sem munu nýtast Idunn Seafoods

Í síðasta mánuði var hugmyndasamkeppni SFS og HR haldin. Keppnin gengur undir nafninu Vitinn en hét áður Hnakkaþon. Vitinn er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur verið haldin árlega síðan 2015. Nemendur Háskólans koma sér saman í tveggja til fimm manna liðum sem leysa svo verkefni sem sett er fyrir […]
Rauð viðvörun í gildi

Seinni rauða viðvörunin tók gildi núna klukkan 8 á Suðurlandi og gildir hún til kl. 13.00 í dag. Farið er að hvessa verulega í Eyjum og má sjá á vindmælingum í Stórhöfða að vindstyrkur var að mælast nú á áttunda tímanum 28 m/s og mældist sterkasta hviðan 37 m/s. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands […]
Fór í 50 metra á sekúndu á Stórhöfða

Mesti vindur á landinu í dag mældist á Stórhöfða. Þar var vindur 39.1 á níunda tímanum og var mesta hviða 50,3 m/s. Þetta kemur fram á nýjum vef Veðurstofunar, gottvedur.is. Veðrið er nú aðeins farið að ganga niður og mældist vindur á tíunda tímanum 34 m/s. Minnt er á að önnur rauð viðvörun tekur gildi […]