Síðdegisferðin fellur niður

Vegna veðurs og sjólags fellur seinni ferð Herjólfs niður í dag. Frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45. Fram kemur í tilkynningu frá skipafélaginu að ákvörðun sem þessi sé alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnarmeðlima í huga, vonum við að farþegar sýni því skilning. Þeir farþegar sem áttu bókað koma til með […]
Met í sjúkraflugi milli lands og Eyja

Í byrjun árs 2024 tók Norlandair við sjúkraflugi á landinu af Mýflugi sem hafði sinnt fluginu í nokkur ár á undan. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar voru alls 943 sjúkraflug á árinu 2024 með 973 sjúklinga. Það er aukning um 3% í sjúkraflugum á milli áranna 2023 og 2024. Um 44% fluga ársins 2024 voru í […]
Stelpurnar mæta Haukum á Ásvöllum

Tveir leikir fara fram í Olísdeild kvenna í dag. Báðir hefjast þeir klukkan 14.00. Annars vegar mætast Grótta og ÍR og hins vegar er það viðureign Hauka og ÍBV að Ásvöllum. ÍBV hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er ári og er enn án stiga á árinu og vermir enn næstneðsta sæti deildarinnar. Haukaliðið […]
Staðreyndir vegna óhapps í innsiglingu

Vinnslustöðin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óhapps sem varð við komu Hugins VE til Vestmannaeyja í gær, en skipið missti vélarafl í innsiglingunni. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Í gær vildi það óhapp til að aðalvél Hugins drap á sér í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn. Fréttir af atburðinum eru misvísandi en […]
Kannski kominn tími til að við lærum af Færeyingum

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti opnunarávarp á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á Grand hótel í gær. Í ávarpi sínu sagði Eyjólfur að ríkisstjórnin hafi kynnt skýra stefnu um kraftmikla uppbyggingu samgönguinnviða um allt land. Hann sagði uppbygginguna ekki aðeins fjárfestingu í samgöngukerfinu heldur í framtíð landsins. Góðar samgöngur stuðli að aukinni velmegun og bættum lífskjörum. […]
Mannabreytingar í stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja var haldinn sl. þriðjudag. Mannabreytingar urðu á stjórn samtakanna og ákváðu þrír reynslumiklir stjórnarmenn að draga sig í hlé frá stjórnarsetu. Það eru þau Berglind Sigmarsdóttir, Íris Sif Hermannsdóttir og Páll Scheving Ingvarsson. Auk þeirra hætti Jóhann Ólafur Guðmundsson í stjórn eftir árs stjórnarsetu. Í stað þeirra komu í stjórnina þau Ólafur Jóhann Borgþórsson, […]
Alls bárust 3.985 umsagnir

Samantekt um tillögur, hugmyndir og sjónarmið sem bárust í verkefninu Verum hagsýn í rekstri ríkisins hefur verið birt í samráðsgátt. Alls bárust 3.985 umsagnir sem er metfjöldi og um 0,7% þjóðarinnar tók þátt í samráðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Langflestar umsagnir bárust frá einstaklingum en rúmlega 60 bárust frá félagasamtökum og fyrirtækjum. Þá […]
Huginn varð vélarvana í innsiglingunni – uppfært

Síðdegis í dag varð Huginn VE vélarvana í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn. Bæði Lóðsinn og björgunarskipið Þór héldu til aðstoðar, en skipið var austan við Hörgaeyrargarð þegar það varð vélarvana. Uppfært kl. 17.05: Að sögn Sindra Viðarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar drapst á aðalvél skipsins þegar þeir voru að sigla inn innsiglinguna. Áhöfnin náði að kasta akkeri og […]
Andlát: Sigríður Inga Sigurðardóttir

(meira…)
Áfram gular viðvaranir

Í dag er í gildi gul viðvörun á Suðurlandi, Breiðafirði, Faxaflóa, Vestfjörðum og á Miðhálendi. Á Suðurlandi er viðvörunin í gildi til klukkan 18.00 í dag. Næsta gula viðvörun tekur svo gildi samtímis á landinu öllu klukkan 17.00 á morgun, föstudag og gildir hún til klukkan 23.00 á sunnudagskvöld. Í viðvörunarorðum Veðurstofunnar fyrir þá viðvörun […]