Fjölmennt á flugeldabingói ÍBV

Það var þéttsetinn bekkurinn á flugeldabingói ÍBV sem fór fram í Höllinni gær. Dekkað var upp fyrir 600 manns en þó nokkur fjöldi varð að vera með spjöld sín á lærum sínum, slík var mætingin. Hlutverk bingóstjóra var að venju í höndum Grétars Þórs Eyþórssonar og Theodórs Sigurbjörnssonar. Óskar Pétur Friðriksson skellti sér með myndvélina […]
Gul viðvörun á Suðurlandi og Suðausturlandi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og á Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í kvöld kl. 22:00 og gildir fram til 31 des. kl. 10:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-20 m/s undir Eyjafjöllum og snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Hægari vindur annars staðar á svæðinu […]
Þurfa að sigla eftir sjávarföllum

Ljóst er að eftir siglingar Herjólfs til Landeyjahafnar í dag og niðurstöðu dýptarmælingar sem fór fram í morgun að dýpið í höfninni hefur farið minnkandi eftir veðrið síðustu daga líkt og má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Ljóst er að sigla þarf eftir sjávarföllum næstu daga. Álfsnesið er á leiðinni til Landeyjahafnar og hefst […]
Upphitun undir gervigrasið á Hásteinsvelli – fjárfesting í framtíð barna og samfélags

Framundan eru stórar framkvæmdir sem munu hafa mikil áhrif á íþróttastarf og samfélagið í Vestmannaeyjum. Lagning gervigrass á Hásteinsvöll er löngu tímabær og mikilvæg, en hún má ekki vera hálfkláruð. Að sleppa því að leggja hitalagnir undir völlinn núna væri skammsýn ákvörðun sem gæti haft í för með sér aukinn kostnað og minni nýtingu í […]
Í vetrarbúning

Í dag fáum við að sjá Vestmannaeyjar í vetrarbúningi. Stillt veður og fallegt um að litast. Halldór B. Halldórsson sýnir okkur eyjarnar úr lofti. (meira…)
Litla Mónakó – Gleðibankinn

Óhætt er að fullyrða að landeldi á Íslandi fari með vindinn í bakið inní nýtt ár. Af nógu er að taka þegar að árið er gert upp og ófáir áfangarnir sem landeldisfyrirtækin hafa náð. Eitt af því sem stendur þó uppúr verður að teljast nýleg bankafjármögnun sem bæði First Water og Laxey hafa tryggt sér […]
Slippurinn tekur sitt síðasta tímabil

Eftir 13 ár er nú komið að tímamótum. Veitingastaðurinn Slippurinn í Vestmannaeyjum mun ljúka sínu síðasta tímabili næsta sumar. Síðustu ár hefur Slippurinn verið leiðandi á sviði íslenskrar matargerðar með áherslu á náttúru, árstíðabundna matargerð og sjálfbærni. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Þegar við stofnuðum Slippurinn árið 2012 höfðum við ekki hugmynd um hversu mikil […]
Gamlársgöngu/hlaup 2024

Hin árlega Gamlársganga verður farin á gamlársdag en gengið er til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyja. Farið verður af stað klukkan 11:00 og verður gengið, nú eða hlaupið frá Steinstöðum. Allir þátttakendur fara leiðina á sínum hraða. Hlaupið eða gangan endar svo á veitingastaðnum Tanganum og boðið verður uppá súpu og brauð. Aðgangseyrir er 2000 kr. á […]
Norðlæg átt um áramót

Það styttist í áramót og ekki úr vegi að líta yfir veðurhorfurnar á þessum síðustu dögum ársins og hvernig muni viðra á landann á áramótunum. Lítum fyrst á veðurspánna fyrir næsta sólarhing á Suðurlandi. Segir í spá Veðurstofunnar: Breytileg átt 3-8 m/s og él, en snjókoma við ströndina síðdegis. Frost 1 til 7 stig. Norðan […]
Kæra ákvörðunina til matvælaráðuneytis

Bergur-Huginn ehf. hefur lagt fram kæru til matvælaráðuneytisins vegna ákvörðunar Fiskistofu um að svipta togara félagsins Vestmannaey VE-54 leyfi til að veiða í tvær vikur í byrjun næsta árs fyrir vigtunarbrot. Fréttavefurinn mbl.is greinir frá. Fram kemur í umfjölluninni að útgerðarfélagið krefjist þess að ákvörðun Fiskistofu verði ógilt en að öðrum kosti að fresta refsingunni […]