Hlýtur að fara að lagast

Vestmannaey 22

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði 45 tonnum í Vestmannaeyjum í gær að loknum stuttum túr. Helmingur aflans var þorskur en síðan var töluvert af ýsu og ufsa í aflanum. Egill Guðni Guðnason skipstjóri sagði í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að þetta hafi verið erfiður túr. „Þetta var einungis tveggja sólarhringa túr en hann var erfiður, veðrið […]

Sigurður Smári til Laxey

Siggi Smari

Búið er að ráða Sigurð Smára Benónýsson til starfa hjá Laxey. Frá þessu er greint á facebook-síðu fiskeldisfyrirtækisins. Sigurður er með sveins- og meistarabréf í húsasmíði og lauk námi í byggingafræði frá Vitus Bering í Horsens, Danmörku. Frá árinu 2007 hefur hann einnig verið löggildur mannvirkjahönnuður. Sigurður hefur áralanga reynslu á sviði skipulags- og byggingarmála. […]

Fóru yfir heilbrigðismálin í Eyjum með ráðherra

20200522 153258

Bæjarráð Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum þann í janúar að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að fara yfir stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum. Sá fundur var sl. mánudag í heilbrigðisráðuneytinu. Á fundinum var farið yfir mönnun grunnþjónustu HSU í Vestmannaeyjum og stöðu starfsstöðvarinnar almennt. Staða sjúkraflugs og sjúkraþyrlu var rædd og hvort fyrirsjáanlegar breytingar væru […]

Vilja fund með Vegagerðinni til að fara yfir stöðuna í Landeyjahöfn

alfsnes_landey_vegagerdin_is

Bæjarráð Vestmannaeyja fór yfir stöðuna í samgöngum á milli lands og Eyja á fundi sínum í gær. Í síðustu viku var tilkynnt að innviðaráðuneytið hafi tryggt Vegagerðinni fjármagn til að framlengja samningi við Mýflug og var ríkistyrktu flugi til Vestmannaeyja þannig framlengt um tvær vikur og flogið fram í miðjan mars. Samgöngur við Vestmannaeyjar hafa […]

Kristín hjá Deloitte: 44 ára starfsreynsla

Kristín Gunnarsdóttir er Eyjamaðurinn að þessu sinni, en hún er starfsmaður hjá Deloitte þar sem hún hefur starfað í bráðum 44 ár. Kristín hefur margra ára reynslu hjá fyrirtækinu og er sannkölluð fyrirmynd í starfi, þar sem hún hefur ávallt sinnt starfi sínu að mikilli fagmennsku. Er við hæfi að hún sé Eyjamaðurinn í blaði […]

Jafntefli fyrir norðan

ÍBV sótti KA heim í gær í Olísdeild karla. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn leiddu í leikhléi 19-17. ÍBV komst tveimur mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiks en KA jafnaði og var jafnræði með liðunum það sem eftir lifði leiks. KA-menn skoruðu síðasta mark leiksins þegar um hálf mínúta var eftir […]

Mars Aglowsamvera í kvöld

Mars Aglow samveran verður í kvöld  5.  mars  kl. 19.30 í safnaðarheimili Landkirkju. Því miður féll febrúarfundurinn niður vegna veðurs – rauð viðvörun um allt land. Við stefnum að því að hafa mars fundinn á svipuðum nótum og febrúarfundurinn átti að vera.      Við munum eiga gott samfélag saman. Byrjum með hressingu,  syngum saman  og  heyrum […]

Ekki lengur við það unað að Landeyjahöfn nýtist ekki eins og vonir stóðu til

20240210_173143_landeyjahofn_gardur_0224

Samgöngur milli lands og Eyja bar á góma í störfum þingsins á Alþingi í dag. Það var Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sem tók þar til máls og gerði að umtalsefni stöðu samgangna á milli lands og Eyja. Karl Gauti sagði þar að samgöngur við Vestmannaeyjar hafi komið enn og aftur til umræðu um síðustu […]

Herjólfur fellir niður seinni ferðir dagsins

Seinni ferðir dagsins sem áætlaðar voru frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45 falla niður vegna veðurs – og sjólags. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnarmeðlima í huga, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá […]

Sjálfstæðisflokkur bætir við sig í Suðurkjördæmi

Í gær voru birtar niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga þær að fylgi Samfylkingarinnar eykst um ríflega fjögur prósentustig á sama tíma og fylgi Miðflokks minnkar um tæplega þrjú prósentustig og fylgi Flokks fólksins og Viðreisnar minnkar um rúmlega tvö prósentustig. Breyting á fylgi annarra flokka milli mælinga er 0,1-1,0 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.