Margfaldur Íslandsmeistari í pílu með námskeið fyrir konur

Laugardaginn 24. maí næstkomandi mætir Ingibjörg Magnúsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í pílu til Eyja og verður með námskeið fyrir konur sem eru að stíga sín fyrstu skref í pílukasti. Ingibjörg er með áralanga reynslu í íþróttinni, bæði sem keppandi og þjálfari, og hefur meðal annars keppt við stór nöfn á borð við Fallon Sherrock. Auk námskeiðsins mun […]

Ennisrakaðir hafa engu gleymt

„Við stofnuðum hljómsveitina, Ennisrakaðir skötuselir árið 1988 og var hún hugarfóstur mitt og afsprengi af dansiballahljómsveitinni 7- Und sem var feykivinsæl á þessum árum. Þeir fóru víða um land og vorum við með hálftíma til þriggja kortera konsert með Ennisrökuðum á hverju balli. Fyrsta platan kom út árið 1989 og spiluðum við á þjóðhátíðinni sama […]

Veðurblíða á Víkingahátíð

K94A2432

Eyjamenn hafa margir hverjir orðið varir við víkinga á vappi um bæinn um helgina. Haldin var Víkingahátíð á túninu við Safnahús í tengslum við Safnadaga. Víkingafélagið Rimmugýgur úr Hafnarfirði ásamt nýstofnuðu Víkingafélagi Vilborgu sem starfrækt er hér í Vestmannaeyjum. Reistu víkingarnir lítið víkingarþorp við Sagnheima og voru víkingar gráir fyrir járnum á vappinu. Auk þess sem […]

Einstaklega vel heppnaðir tónleikar – myndir

Karlakor 2025 IMG 7759

Karlakór Vestmannaeyja hélt sína árlegu vortónleika í Eldheimum á föstudagskvöld. Gestir tónleikanna að þessu sinni voru Karlakór Hveragerðis. Vel var mætt og góð stemning í salnum. „Tónleikarnir heppnuðust einstaklega vel og fóru tónleikagestir glaðir og ánægðir heim sem er aðalatriðið. Ég er mjög stoltur af strákunum mínum sem stóðu sig með stakri prýði. Karlakór Hveragerðis […]

ÍBV fær botnliðið í heimsókn

Eyja 3L2A1791

Í dag hefst 7.umferð Bestu deildar karla, en þá fara fram þrír leikir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti KA. Eyjamenn í áttunda sæti með 7 stig en KA er á botninum með 4 stig. Liðin töpuðu bæði í síðustu umferð. Eyjamenn gegn KR á útivelli og KA tapaði fyrir Breiðablik á heimavelli. Flautað verður […]

Forgangsmálið reyndist ekki sett í forgang

IMG_0977

Svo virðist sem ekkert hafi gerst í máli sem setja þurfti í forgang að lagfæra fyrir tæpu ári síðan. Um er að ræða göngustíginn á Heimaklett. Eyjafréttir fjölluðu um málið í september sl. og þar kom fram að það væri mat starfshóps sem falið var að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Eyjum að […]

Eyjaskinna dregin fram við opnun Fágætissafns

„Eyjaskinna er skinnbók sem gerð var fyrir norðan fyrir Þorstein Víglundsson og er gestabók sem dregin er fram við hátíðleg tækifæri. Fyrsta færslan er frá 1938. Bjarni Guðjónsson, bróðir Ásmundar greifa skar út forsíðuna sem er hið mesta listarverk,“ segir Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss um hina merkilegu bók sem liggur frammi þegar Fágætissafnið verður opnað […]

Afkoma samstæðunnar yfir áætlun

yfir_bæ_opf_g

Þriggja mánaða uppgjör Vestmannaeyjabæjar var lagt fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Fram kemur í fundargerð að lögð hafi verið fyrir bæjarráð drög að þriggja mánaða rekstraryfirliti Vestmannaeyjabæjar. Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu þrjá mánuði ársins um 12,3% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 5,4% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu þrjá […]

Hvatningarverðlaun afhent og styrkjum úthlutað

Styrkhafar Verdlaunahafar Vestm Is 2

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Vestmannaeyja voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í Einarsstofu. Við sama tækifæri voru samningar undirritaðir við þá sem hlutu styrki úr Þróunarsjóði leik-, grunn- og tónlistarskóla fyrir árið 2025. Aníta Jóhannsdóttir, formaður fræðsluráðs, afhenti verðlaunin og undirritaði samningana fyrir hönd fræðsluráðs, að því er segir í frétt á vef bæjaryfirvalda. Hvatningarverðlaun fræðsluráðs […]

HSU tryggt nýtt tölvusneiðmyndatæki

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur tryggt Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rúmlega 140 milljóna króna fjárveitingu til kaupa á nýju tölvusneiðmyndatæki. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar er haft eftir Díönu Óskarsdóttur, forstjóra HSU að nýtt tölusneiðmyndatæki muni skipta sköpum í þjónustu við sjúklinga, einkum við greiningu og meðferð bráðatilfella. Fjármagnið gerir HSU kleift […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.