Bikarleikur á Þórsvelli

Eyja 3L2A1461

Í dag hefjast 16-liða úrslit bikarkeppni kvenna. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Völsungi. ÍBV sló Gróttu út í síðustu umferð á meðan Völsungur sló Einherja út. ÍBV liðið sem kunnugt er í Lengjudeildinni en Völsungur er í 2. deild. Leikið verður á Þórsvelli í dag og hefst bikarlekurinn klukkan 17.00. Leikir dagsins: (meira…)

Tap gegn KR

Eyja 3L2A1713

ÍBV mátti þola tap gegn KR í gærkvöldi í Bestu deild karla. Enduðu leikar 4-1. KR náði forystunni um miðjan fyrri hálfleik en Eyjamenn jöfnuðu skömmu síðar. Var þar að verki Sigurður Arnar Magnússon sem átti laglegan skalla að  marki sem endaði í netinu. KR bætti svo við öður marki sínu fyrir leikhléi og var […]

Laxey á meðal gesta á Seafood Expo í Barcelona

Eins og greint var frá á dögunum fór hópur frá Vinnslustöðinni á Seafood Expo Global, stærstu sjávarútvegssýningu heims, sem fór fram dagana 6.- 8. maí. Sýningin er haldin árlega og hefur Vinnslustöðin vanalega verið með bás á sýnungunni síðastliðin ár. Með þeim á svæðinu í ár var einnig hópur frá Laxey, þó án eigin báss, […]

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar

24 DSC 4724

Landeyjahöfn er orðin fær á ný, en ófært var þangað í allan gærdag. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. sem send var út rétt fyrir klukkan 8 segir að Herjólfur hafi siglt til Landeyjahafnar fyrstu ferð og er því áætlun dagsins eftirfarandi: Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00, 12:00, 14:30, 1:00, 19:30 og 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn […]

Strákarnir mæta KR á útivelli

Eyja 3L2A1533

Sjötta umferð Bestu deildar karla hefst í dag, en alls eru fjórir leikir í dag og í kvöld. Þar á meðal er viðureign KR og ÍBV á AVIS vellinum. Liðin eru jöfn að stigum í fjórða og fimmta sæti. Bæði hafa þau sótt 7 stig úr fyrstu 5 leikjunum. Það má því búast við hörku […]

Fyrsti maí – Tónlistarveisla í boði Tónlistarskólans

„Tónlistarskólinn hefur séð um tónlistarflutning í 1. maí kaffi verkalýðsfélaganna um langt árabil. Í dag er það stéttarfélagið Drífandi sem sér alfarið um kaffið og hefur samstarf skólans og Drífanda verið farsælt og með ágætum,“ segir Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskólans sem stóð fyrir mikilli tónlistarveislu í AKÓGES þann 1. maí sl. „Það er frábært tækifæri […]

Ellefu verkefni hlutu styrk

Viltu Hafa Ahrif Vestm Fb P

Í dag undirrituðu Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og Hrefna Jónsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs samninga við styrkþegar vegna verkefna sem hlutu styrk. Í apríl síðastliðnum auglýsti bæjarráð Vestmannaeyja í tengslum við síðari úthlutun ársins á styrkjum vegna ,,Viltu hafa áhrif” eftir umsóknum. Markmiðið sjóðsins er að styrkja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarfsemi í Vestmannaeyjum með […]

​Neistinn vekur athygli erlendis – Drengir inn úr kuldanum

Barn Lestur IMG 2602

​Mikil umræða hefur verið um menntamál og fyrir skömmu heimsótti Guðmundur Ingi Kristinsson, menntamálaráðherra Vestmannaeyjar og kynnti sér verkefnið Kveikjum neistann sem hleypt var af stokkunum í Grunnskólanum árið 2021. Ræddi hann við fólk sem kemur að verkefninu. Síðdegisútvarpið á Bylgjunni ræddi í gær við Svövu Þórhildi Hjaltalín læsisfræðing, grunnskólakennara og verkefnastjóra Kveikjum neistann við […]

Hvíta húsið býður upp á steinamálun

Hvíta húsið býður upp á skapandi steinamálun um helgina fyrir börn og fullorðna laugardag og sunnudag (10. og 11. maí) milli klukkan 13 og 16. Þetta er tilvalið tækifæri til að gera sér glaðan dag, njóta samveru og leyfa hugmyndafluginu að ráða för. Aðgangseyrir er 1500 kr (allt efni innifalið á staðnum). Börn þurfa að […]

Herjólfur til Þorlákshafnar í dag

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45 (Áður ferð kl. 20:45). Ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30, 15:45, 18:15, 19:30 og 23:15 falla niður. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.