Eyjafréttir komnar út

Út er komið fjórða tölublað Eyjafrétta. Blaðið er fjölbreytt en inn í blaðinu er einnig aukablað frá Drífanda – stéttarfélagi í tilefni af 1. maí. Í Eyjafréttum er meðal annars umfjöllun og myndir frá Hljómey. Þá svarar Terra til um sorpmálin. Sjávarútvegurinn er einnig fyrirferðamikill í blaðinu, en bæði Ísfélag og Vinnslustöð héldu nýverið aðalfundi […]

Fótboltinn á fullt

5 Fl IBV 20250424 150646 (1)

Fótboltinn er nú allur að komast á fullt. Þó nokkuð er síðan að Besta deild karla hófst og er Lengjudeild kvenna að hefjast um helgina. Betur er fjallað um meistaraflokka ÍBV í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem nú er dreift til áskrifenda. Undanfarnar vikur hafa yngri flokkar einnig verið að leika æfingaleiki bæði hér heima í […]

Tap á rekstri Vinnslustöðvarinnar í fyrra

Adalfundur_VSV_2025_IMG_7660

Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. fyrir árið 2024 var haldinn í húsakynnum félagsins í gær. Helstu tölur félagsins eru eftirfarandi: Velta samstæðunnar var 177 milljónir evra, eða jafnvirði liðlega 26 milljarða króna. Tap félagsins var 3,5 milljónir evra eða jafnvirði 500 milljóna króna. Bókfærðar heildareignir félagsins námu 422 milljónum evra, eða jafngildi 61 milljarðs króna. Þar af […]

Vestmannaeyingar eiga Vestmannaeyjar

Nýlega birtist í fréttum að Óbyggðanefnd hefði komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í  2. kafla Rekabálks Jónsbókar. Kröfum fjármálaráðherra um eyjar og sker þar sem þetta […]

„Góð veiði í bongóblíðu”

Tms 20250429 091158

Bergur VE og Vestmannaey VE, hafa fiskað vel að undanförnu. Túrar skipanna hafa verið góðir og stuttir. Bæði skipin lönduðu fullfermi í Grindavík á laugardaginn og síðan lönduðu þau aftur fullfermi í Eyjum á mánudaginn. Rætt var við skipstjórana á síðu Síldarvinnslunnar og eru þeir spurðir nánar út í veiðina. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, […]

1. maí blað Drífanda

Fyrsti maí – einnig kallaður verkalýðsdagurinn – er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Í Eyjum fögnum við 1. maí í Akóges og minnumst þess að í ár eru 50 ár liðin frá Kvennafrídeginum og mun dagurinn taka mið af því. Húsið opnar kl. 14:00 og verður tekið á móti börnum á öllum aldri með andlitsmálningu og blöðrum. […]

Aggan – Frítt smáforrit sem tryggir öryggi sjómanna

Smáforritið Agga, á vegum nýsköpunarfyrirtækisins Alda Öryggi, býðst íslenskum smábátasjómönnum þeim að kostnaðarlausu. Um er að ræða sérhannað öryggisstjórnunarkerfi, sem nútímavæðir, auðveldar og einfaldar allt utanumhald öryggismála smábáta. Forritið heldur öllum upplýsingum er varðar öryggismál bátsins á einum stað. Þetta kemur fram í tilkynningu. Nú eru leyfðir fleiri veiðidagar og má því búast við aukinni […]

Framúrskarandi vörur og þjónusta á sanngjörnu verði hjá Parka

,,Parki hefur í 37 ár, allt frá árinu 1988 haft viðskiptavininn í öndvegi. Markmið okkar frá fyrsta degi hefur verið að veita viðskiptavinum okkar vandaða og faglega ráðgjöf um allt sem lýtur að innréttingum híbýla. Skiptir þá engu hvort um er að ræða heimili, verslanir, skrifstofur eða annars konar verslunar- og þjónustuhúsnæði, við finnum réttu […]

Gleðilegt lundasumar

Lundar Opf DSC 7718

Lundinn settist upp 16. apríl og þar með var komið sumar hjá mér eins og vanalega, og lundinn heldur í hefðirnar og sest upp á tímabilinu 13-20 apríl. Ég man reyndar eftir því fyrir mörgum árum síðan að hann lá í svarta þoku og rigningu alla þessa viku og það endaði með því að ég gerði […]

Breytingar hjá Húsasmiðjunni og Blómaval í Vestmannaeyjum

Húsasmiðjan og Blómaval í Vestmannaeyjum gera nú breytingar á versluninni sem miða að því að einfalda rekstur og bæta þjónustu við viðskiptavini í byggingavörum. Þessar breytingar fela í sér að afskorin blóm og pottaplöntur verða ekki lengur hluti af vöruúrvali verslunarinnar. Áfram mikið úrval fyrir heimilið og garðinn „Við munum áfram bjóða úrval af ræktunarvöru, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.