Skipalyftan: Þjónar bæði byggingariðnaði og sjávarútvegi

„Skipalyftan hefur rekið verslun í langan tíma og í dag erum við með verslun sem þjónar fleiri greinum heldur en sjávarútveginum t.d. byggingariðnaðinum,“ segir Stefán Örn Jónsson, framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Skipalyftunnar. Verslunin er í húsi fyrirtækisins inni á Eiði og er vöruúrval meira en margan grunar. Og alltaf eru reynsluboltarnir, Tómas Hrafn Guðjónsson og […]

Ákvæði í Jóns­bók frá 1281 til bjargar?

Fram­kvæmda­stjóri Óbyggðanefnd­ar seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að nefnd­in sé ekki að taka af­stöðu til ein­stakra krafna þrátt fyr­ir að nefnd­in telji að ríkið eigi al­mennt ekki til­kall til þeirra eyja og skerja sem fyr­ir landi liggja og eru inn­an tveggja kíló­metra fjar­lægðar frá fasta­land­inu. Eins og áður hefur komið fram hefur nefndin […]

ÍBV fær Hauka í heimsókn

Úrslitakeppni Olís deildar kvenna heldur áfram í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Haukum. Haukar unnu fyrsta leikinn í einvíginu nokkuð örugglega, 26-20. Eyjaliðið verður því að vinna í dag til að tryggja sér oddaleik að Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 16.00 en FanZone opnar klukkan 15:00 í gamla sal og verða til sölu hamborgarar […]

Börn á öllum aldri nutu samveru og útivistar – myndir

Hin árlega páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins fór fram í blíðskaparveðri í gær – á skírdag. Mæting var góð og börn á öllum aldri nutu samveru og útivistar á Skansinum. Í færslu á facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins er öllum þeim sem mættu þakkað fyrir með óskum um gleðilega páska. Óskar Pétur Friðriksson myndaði fjörið á Skansinum í gær. (meira…)

Hreggviður Óli heimsmeistari í GÚRKU

Heimsmeistaramótið í Gúrku var haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum í gær. Mótið var í boði Vina Ketils bónda og voru 75 þátttakendur skráðir til leiks. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Vinanna. Heimsmeistari í GÚRKU árið 2025 er Hreggviður Óli Ingibergsson og er hann jafnframt fyrsti heimsmeistarinn á þessu sviði. Við óskum Hregga til hamingju með […]

Erum alltaf opnir fyrir skemmtilegum verkefnum

Fyrirtækið Rafmúli ehf. var stofnað árið 2002. Frá þeim tíma hefur Rafmúli ehf. öðlast traust sem þjónustuaðili fyrir sum af stærstu fyrirtækjum landsins. Þar má nefna Síldarvinnsluna í Neskaupstað, Vinnslustöð Vestmannaeyja, Alur álbræðslu í Reykjanesbæ og Kölku í Reykjanesbæ svo fátt eitt sé nefnt. Framkvæmdastjóri og eigandi Rafmúla ehf. er Bergsteinn Jónasson. Bergsteinn segir í […]

Sjálfvirknin orðin meiri í fiskvinnslunni

Richard Bjarki Guðmundsson rafvirki hefur unnið hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum frá janúar 2012 eða í um 13 ár. Rikki eins og hann er oftast kallaður er fæddur hér í Vestmannaeyjum árið 1980 og er giftur Ástu Hrönn Guðmannsdóttur, hárgreiðslukonu og saman eiga þau þrjú börn; Söru Dröfn, Birnir Andra og Heklu Hrönn. Að loknu stúdentsprófi […]

ÍBV valtaði yfir Víking Reykjavík

Eyja_3L2A1623

Eyjamenn eru komnir í 16-liða úrslit bikarkeppninnar eftir öruggan 3-0 sigur á Víking Reykjavík. Jafnræði var með liðunum framan af og var markalaust í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks kom Omar Sowe ÍBV yfir eftir góðan undirbúning Olivers Heiðarssonar. ÍBV jók forystuna skömmu síðar og var þar að verki Alex Freyr Hilmarsson. Eyjamenn bættu við […]

Erum sorgmædd yfir vinnubrögðunum

Tolvun 20250415 141209

Á dögunum kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð þar sem kröfu kærenda er hafnað um að felld verði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 11. september 2024 um að samþykkja tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Vestmannaeyja, 2. áfanga, vegna lóðar nr. 51 við Strandveg. Til stendur að reisa þar fjölbýlishús ofan á það […]

Óskar og Lauga og börn una sér vel á Nýja Sjálandi

Óskar Sigurðsson og Gunnlaug Sigurðardóttir eru fædd og uppalin í Vestmannaeyjum en hleyptu fljótt heimdraganum og hafa í dag gert heiminn allan að starfsvettvangi sínum. Hafa sett sig niður á Nýja Sjálandi í bænum Tauranga þar sem þau hafa byggt upp kirkju og söfnuð og una hag sínum vel með börnunum þremur. Benjamín er 27 […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.