Skipalyftan: Þjónar bæði byggingariðnaði og sjávarútvegi

„Skipalyftan hefur rekið verslun í langan tíma og í dag erum við með verslun sem þjónar fleiri greinum heldur en sjávarútveginum t.d. byggingariðnaðinum,“ segir Stefán Örn Jónsson, framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Skipalyftunnar. Verslunin er í húsi fyrirtækisins inni á Eiði og er vöruúrval meira en margan grunar. Og alltaf eru reynsluboltarnir, Tómas Hrafn Guðjónsson og […]
Ákvæði í Jónsbók frá 1281 til bjargar?

Framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nefndin sé ekki að taka afstöðu til einstakra krafna þrátt fyrir að nefndin telji að ríkið eigi almennt ekki tilkall til þeirra eyja og skerja sem fyrir landi liggja og eru innan tveggja kílómetra fjarlægðar frá fastalandinu. Eins og áður hefur komið fram hefur nefndin […]
ÍBV fær Hauka í heimsókn

Úrslitakeppni Olís deildar kvenna heldur áfram í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Haukum. Haukar unnu fyrsta leikinn í einvíginu nokkuð örugglega, 26-20. Eyjaliðið verður því að vinna í dag til að tryggja sér oddaleik að Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 16.00 en FanZone opnar klukkan 15:00 í gamla sal og verða til sölu hamborgarar […]
Börn á öllum aldri nutu samveru og útivistar – myndir

Hin árlega páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins fór fram í blíðskaparveðri í gær – á skírdag. Mæting var góð og börn á öllum aldri nutu samveru og útivistar á Skansinum. Í færslu á facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins er öllum þeim sem mættu þakkað fyrir með óskum um gleðilega páska. Óskar Pétur Friðriksson myndaði fjörið á Skansinum í gær. (meira…)
Hreggviður Óli heimsmeistari í GÚRKU

Heimsmeistaramótið í Gúrku var haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum í gær. Mótið var í boði Vina Ketils bónda og voru 75 þátttakendur skráðir til leiks. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Vinanna. Heimsmeistari í GÚRKU árið 2025 er Hreggviður Óli Ingibergsson og er hann jafnframt fyrsti heimsmeistarinn á þessu sviði. Við óskum Hregga til hamingju með […]
Erum alltaf opnir fyrir skemmtilegum verkefnum

Fyrirtækið Rafmúli ehf. var stofnað árið 2002. Frá þeim tíma hefur Rafmúli ehf. öðlast traust sem þjónustuaðili fyrir sum af stærstu fyrirtækjum landsins. Þar má nefna Síldarvinnsluna í Neskaupstað, Vinnslustöð Vestmannaeyja, Alur álbræðslu í Reykjanesbæ og Kölku í Reykjanesbæ svo fátt eitt sé nefnt. Framkvæmdastjóri og eigandi Rafmúla ehf. er Bergsteinn Jónasson. Bergsteinn segir í […]
Sjálfvirknin orðin meiri í fiskvinnslunni

Richard Bjarki Guðmundsson rafvirki hefur unnið hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum frá janúar 2012 eða í um 13 ár. Rikki eins og hann er oftast kallaður er fæddur hér í Vestmannaeyjum árið 1980 og er giftur Ástu Hrönn Guðmannsdóttur, hárgreiðslukonu og saman eiga þau þrjú börn; Söru Dröfn, Birnir Andra og Heklu Hrönn. Að loknu stúdentsprófi […]
ÍBV valtaði yfir Víking Reykjavík

Eyjamenn eru komnir í 16-liða úrslit bikarkeppninnar eftir öruggan 3-0 sigur á Víking Reykjavík. Jafnræði var með liðunum framan af og var markalaust í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks kom Omar Sowe ÍBV yfir eftir góðan undirbúning Olivers Heiðarssonar. ÍBV jók forystuna skömmu síðar og var þar að verki Alex Freyr Hilmarsson. Eyjamenn bættu við […]
Erum sorgmædd yfir vinnubrögðunum

Á dögunum kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð þar sem kröfu kærenda er hafnað um að felld verði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 11. september 2024 um að samþykkja tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Vestmannaeyja, 2. áfanga, vegna lóðar nr. 51 við Strandveg. Til stendur að reisa þar fjölbýlishús ofan á það […]
Óskar og Lauga og börn una sér vel á Nýja Sjálandi

Óskar Sigurðsson og Gunnlaug Sigurðardóttir eru fædd og uppalin í Vestmannaeyjum en hleyptu fljótt heimdraganum og hafa í dag gert heiminn allan að starfsvettvangi sínum. Hafa sett sig niður á Nýja Sjálandi í bænum Tauranga þar sem þau hafa byggt upp kirkju og söfnuð og una hag sínum vel með börnunum þremur. Benjamín er 27 […]