Andlitsblindur

MyndGJÁ

Það er vinalegt í Vestmannaeyjabæ. Haustið er komið og rútínan komin í fullan gang. Kótilettukvöldið í Höllinni, Lundaballið og Þorlákshöfn. Allt eins og það á að vera. Ég hef nú þegar náð að lifa af fjóra vetra í Eyjum og get með sanni sagt að það er ekkert leiðinlegt við veturinn í Vestmannaeyjum. Samfélagið hreinlega […]

Vara við áhrifum fjárlagafrumvarps á heimili og velferðarkerfi

Althingishus Tms Cr 2

Alþýðusamband Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpi komandi árs. Þetta kemur fram í ítarlegri umsögn ASÍ um frumvarpið, þar sem sambandið lýsir áhyggjum af áhrifum aðgerðanna á heimili landsins og velferðarkerfið í heild. Niðurskurður bitnar á veikustu hópunum Í umsögninni er vakin athygli á svonefndum „hagræðingaraðgerðum“ […]

Ísfisktogararnir með góðan afla

bergey_opf

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa bæði verið að veiðum fyrir austan og vestan landið að undanförnu. Jóhanna Gísladóttir GK landaði á Djúpavogi á sunnudag og er að landa í Grindavík í dag. Vestmannaey VE landaði í Grundarfirði á mánudag og var síðan að landa í Hafnarfirði í gær. Þá landaði Bergey VE í Neskaupstað í fyrradag. […]

Hrekkjavakan nálgast

Hrekkjavakan nálgast óðum og margir farnir að huga að skreytingum og búningum. Hrekkjavakan verður haldin að þessu sinni þann 31. október á milli kl. 18-20. Þá munu krakkar ganga á milli húsa og safna nammi. Sérstakur Facebook-hópur hefur verið stofnaður þar sem hægt er að finna allar helstu upplýsingar um hrekkjavökuna, deila hugmyndum, spyrja spurninga […]

Nær öll heimili í Vestmannaeyjum komin með ljósleiðara

Míla gekk nýverið frá kaupum á fjarskiptainnviðum Eyglóar í Vestmannaeyjum. Kaupin fela í sér sameiningu ljósleiðarakerfa Mílu og Eyglóar á svæðinu.  Uppsetning heimila nú innifalin  „Auk þess að þjóna öllum fjarskiptafyrirtækjum til jafns bjóðum við upp á innifalda uppsetningu við tengingu, svo nær öll heimili ættu nú að geta haft greiðan aðgang að hröðum, öruggum […]

Fjórir leikmenn ÍBV í liði ársins í neðri hlutanum

Lið ársins úr liðum í  neðri hlutanum í Bestu deild karla var valið í útvarpsþættinum Fótbolti.net. ÍBV á þar flesta fulltrúa eða fjóra talsins auk þess sem Þorlákur Árnason var valinn þjálfari ársins í neðri hlutanum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Sigurður Arnar Magnússon, Arnór Ingi Kristinsson, Marcel Zapytowski og Alex Freyr Hilmarsson. Hallgrímur Mar […]

Vestmannaeyjar í dag

Einmuna blíða var í Eyjum í dag. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér til að mynda og fer hann með okkur vítt og breitt um Eyjuna. Byrjar hjá Urðavita, flýgur yfir Viðlagafjöru. Því næst á hafnarsvæðið og þar fáum við að sjá framkvæmdirnar á Gjábakkabryggju. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Innilauginni lokað vegna viðhalds

Sundlaug Opf 20250320 203232

Vegna endunýjunar á hreinsikerfi sundlaugarinnar verður innilaugin lokuð frá og með 20. október. Á meðan á lokuninni stendur verður einnig farið í viðgerðir á yfirfallsrennum og kanti sundlaugarinnar. Þetta segir í tilkynningu sem birt er á heimasíðu bæjaryfirvalda. Þar segir jafnframt að reiknað sé með að framkvæmdir taki um sex vikur og er stefnt að […]

Sex umsagnir bárust um deiliskipulag við Rauðagerði

raudagerdi_deiliskipulag

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fjallaði nýverið um tillögu að deiliskipulagi við Rauðagerði. Tillagan var kynnt á vinnslustigi frá 26. ágúst til 17. september 2025 í samræmi við skipulagslög. Alls bárust sex umsagnir vegna málsins sem teknar hafa verið saman og metnar í samantekt sem lögð var fyrir ráðið. Nýtt íbúðarhúsnæði á lóð Rauðagerðis Á lóðinni […]

Gamla kertavélin gefst upp – hæfingin fær meira rými

Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð fyrir fólk með fötlun og öryrkja, hefur hætt framleiðslu á ákveðnum tegundum kerta. Stóra kertaframleiðsluvélin, sem lengi hefur verið í notkun, hefur verið tekin úr rekstri. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, staðfestir þetta í samtali við Eyjafréttir. Hann segir að kertaframleiðslan hafi reynst stofnuninni dýr í rekstri og illa […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.