Einingahúsið tekur á sig mynd

Við sögðum frá því hér á síðunni fyrir helgi að verið væri að hífa einingar á nýtt einingarhús við Vesturveginn. Nú er búið að hífa allar einingarnar á og húsið komið í þrjár hæðir. Ljósmyndari Eyjafrétta smellti nokkrum myndum af húsinu í gær. Sjá einnig: Myndir: Nýtt einingahús híft á grunn við Vesturveg (meira…)

Eyjamenn sækja FH heim

Sverrir Páll

Í dag hefst 20. umferð Bestu deildar karla er fram fara tveir leikir. Í Hafnarfirði taka heimamenn í FH á móti ÍBV. FH-ingar í sjötta sæti með 25 stig á meðan Eyjamenn eru með 24 stig í áttunda sæti. Gengi ÍBV hefur verið upp og ofan undanfarið. Leikurinn er báðum liðum mikilvægur því bæði lið […]

Eyjakonur unnu Ragnarsmótið á Selfossi

Kvennalið ÍBV í handbolta tryggði sér Ragnarsbikarinn eftir 11 marka sigur á Selfossi í Sethöllinni í dag. Leikurinn var úrslitaleikur og endaði 33-22 ÍBV í vil. Fyrri hálfleikurinn var frekar jafn en Eyjakonur voru mikið sterkari aðilinn í þeim síðari. ÍBV hafði áður sigrað Víking og Aftureldingu sannfærandi. Þetta er annað æfingamótið sem stelpurnar sigra, […]

Grunnskólinn settur – Kveikjum neistann megin stefið

Nemendur í Grunnskóla Vestmmannaeyja eru samtals 534 og kennarar og annað starfsfólk telur 122, samtals 656 sem gerir Grunnskólann að særsta vinnustað í Vestmannaeyjum. Þar af eru í Hamarsskóla 180 nemendur og starfsmannafjöldi 52. Þar eru 52 nemendur og 14 starfsmenn á fimm ára deildinni og 74 nemendur og tíu starfsmenn á frístund. Í Barnaskólanum eru 354 nemendur og […]

Bandaríska sjónvarpsstöðin PBS sýnir þátt um pysjubjörgunina í Eyjum

Pysja Lundi Skjask Youtube 25

Bandaríska sjónvarpstöðin PBS heldur út vinsælum þætti sem nefnist Nature eða Náttúran. Í gegnum árin hefur Nature fært fegurð og undur náttúrunnar inn á bandarísk heimili og orðið að viðmiði náttúrusöguþátta í bandarísku sjónvarpi. Þáttaröðin hefur hlotið meira en 600 viðurkenningar frá sjónvarpsiðnaðinum, alþjóðlegum kvikmyndasamtökum um dýralíf, foreldrasamtökum og umhverfissamtökum – þar á meðal 10 […]

​Óska eftir lóð undir aðra seiðaeldisstöð

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja var tekin fyrir umsókn frá Laxey um stækkun iðnaðarsvæðis og lóðar í Viðlagafjöru. Í umsókninni er óskað eftir heimild til að hefja vinnu við skipulagsbreytingar sem fela í sér að landnotkunarreit efnistökusvæðis E-1, 5,1 hektari, falli undir landnotkunarreit iðnaðarsvæðis I-3 og að lóð fyrirtækisins nái yfir efnistökusvæði E-1. […]

Myndir: Nýtt einingahús híft á grunn við Vesturveg

Í morgun vakti athygli bæjarbúa í Vestmannaeyjum þegar stórir kranar hófu að hífa nýtt hús í einingum ofan á grunn við Vesturveg. Fram kom í tillögu að breyttu skipulagi að gert sé ráð fyrir fyrir tveggja hæða húsi auk kjallara á lóð við Vesturveg 6 þar sem geti verið allt að 5 íbúðir. Grunnflötur byggingareits […]

Úlli Open haldið í sjötta sinn um síðustu helgi

Ulli Open IMG 7860

Um síðustu helgi fór fram minningarmótið Úlli Open 2025 í Vestmannaeyjum. Mótið er haldið til minningar um Gunnlaug Úlfar Gunnlaugsson, Úlla pípara. Er þetta í sjötta sinn sem mótið er haldið. Frá upphafi hefur Krabbavörn í Vestmannaeyjum notið ágóðans sem safnast, en allur ágóði af mótinu rennur óskiptur til þessa mikilvæga félags. Mótið er styrkt […]

Ný staðföng á ljósleiðaranet Eyglóar

linuborun_0423

Fram kemur í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar að eftirfarandi staðföng hafi nú bæst við ljósleiðaranet Eyglóar: Brekastígur 15B Dverghamar 42, Dverghamar 8 Goðahraun 9 Hólagata 11 Hrauntún 31 Höfðavegur 34 Illugagata 8 Kirkjuvegur 28 – 3 þræðir Ofanleitisvegur 19 Vestmannabraut 19 Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi […]

Sérfræðingar vs. heilbrigð skynsemi

gea_opf

Aðeins nokkrir dagar í að nýtt fiskveiðiár hefjist, en ég hef að undanförnu verið að velta fyrir mér þessu með blessaða sérfræðingana okkar. Ef við byrjum á veðurfræðingunum, þá er það nú einu sinni þannig að flestir þekkja það að veðurspá viku fram í tímann stenst yfirleitt ekki. Þess vegna þótti mér svolítið skondið í fyrra […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.