Minningarstund í Landakirkju

15. október er dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi. Við komum saman og minnumst þeirra sem ekki fengu að dafna með okkur. Minningarstundin fer fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 15. október kl. 20:00. Stundin hefst á því að hlusta á brot úr streymi styrktarfélagsins Gleym mér ei, sem heldur árlega minningarstund sína á […]

Eyjakonur með sigur á Haukum

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti Haukum í fimmtu umferð Olís deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. Leiknum lauk með 18-20 sigri ÍBV. Eyjakonur komust í 0-3 á upphafsmínútum leiksins og voru mest yfir með fimm mörkum 8-13. Staðan í hálfleik 10-13. Eyjakonur héldu sama dampi í síðari hálfleik og voru yfir allan leikinn. […]

Ófært fyrir Herjólf

herjolfur_b-3.jpg

Siglingar Herjólfs falla niður seinnipartinn í dag vegna veðurs og sjólags. Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega okkar og áhafnar í huga, segir í tilkynningu frá skipafélaginu. Þá hefur verið ákveðið að […]

María Pétursdóttir: Ástríða og áhugi alltaf verið til staðar

María Pétursdóttir sem er einn eigandi Hárhússins er mikil áhugakona um allt sem kemur að heimili og hönnun. Áhugi hennar hefur fylgt henni allt tíð og er hún óhrædd við að ganga í hlutina hversu stórir eða smáir sem þeir eru. Maja eins og hún er kölluð er einstaklega mikil smekksmanneskja með afar gott auga […]

ÍBV heimsækir Hauka

Handbolti kvenna 2025

Í kvöld hefst 5. umferð Olís deildar kvenna þegar fram fara þrír leikir. Að Ásvöllum taka heimamenn í Haukum á móti ÍBV. Liðin á svipuðum stað í deildinni. Eyjaliðið í þriðja sæti með 6 stig og Haukar í fimmta sætinu með 5 stig. Leikurinn hefst klukkan 18.30. Þess má geta að hann verður sýndur beint […]

Siglir eina ferð fyrir hádegi

Herjólfur siglir eina ferð til Landeyjahafnar fyrir hádegi. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:15 (Ath áður 10:45). Ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15,14:30, 15:45 falla því niður. Hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn í dag, verður gefin út tilkynning kl. 14:00. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og […]

Birna Berg og Sandra í A-landsliðið

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari A-landslið kvenna hefur valið 19 manna hóp fyrir komandi verkefni í undankeppni EM 2026.  ÍBV á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Birna Berg Haraldsdóttir og Sandra Erlingsdóttir. Landsliðið kemur saman til æfinga mánudaginn 13. október fyrir undirbúning leikja gegn Færeyjum heima, 15. október og Portúgal ytra, 19, október. Hópinn […]

Þorlákur Árnason áfram hjá ÍBV

Knattspyrnuþjálfarinn Þorlákur Árnason verður áfram þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá félaginu. Þetta eru miklar gleðifréttir enda hefur Láki gert frábæra hluti með liðið á leiktíðinni.  Flestir spáðu ÍBV neðsta sæti deildarinnar en liðið hefur siglt lygnan sjó í deildinni í nokkuð langan tíma, þrátt fyrir að meiðsli hafi sett strik í reikninginn hjá liðinu. […]

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur stærst í Suðurkjördæmi

​Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Helsta breyting milli mælinga er að fylgi Framsóknarflokksins eykst um rúmt prósentustig og nær 6% kysu flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,2-1,1 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Slétt 34% kysu Samfylkinguna, rösklega 19%. Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 13% […]

Samstarf um fjölþætta heilsueflingu framlengt

IMG 5063

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Janus Guðlaugsson, forsvarsmaður Janusar heilsueflingar, hafa undirritað nýjan samstarfssamning um verkefnið Fjölþætt heilsuefling 60+ í Vestmannaeyjum – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa. Samstarfið, sem hófst árið 2019, hefur skilað afar góðum árangri og mikilli ánægju meðal þátttakenda. Með nýja samningnum er verkefnið nú opið fyrir íbúa 60 ára og eldri en áður […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.