Örn Óskarsson látinn

Örn Óskarsson, pípulagningameistari og fv. leikmaður ÍBV og landsliðsmaður í knattspyrnu, lést á Landspítalanum 25. nóvember síðastliðinn, 72 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi. Örn fæddist 18. febrúar 1953 í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Óskar Ólafsson pípulagningameistari og Kristín Jónsdóttir. Var Örn næstyngstur tíu systkina. Eftirlifandi eiginkona Arnar er Hulda G. […]

„Sóknargjöld skipta Landakirkju gífurlegu máli“

DSC_1257

Sóknargjöld hafa lengi verið til umræðu í samfélaginu, bæði hvað varðar upphæð, réttlæti og áhrif á starf kirkjunnar. Ritstjóri Eyjafrétta ræddi við sr. Viðar Stefánsson, prest í Landakirkju um hvernig kerfið virkar, hversu mikið það skiptir söfnuðinn og hvað Eyjamenn ættu að hafa í huga áður en skráning í trúfélag er uppfærð þann 1. desember. […]

Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg

Jóhann Ingi Óskarsson

Þar sem ég hef á síðustu misserum farið að tjá mig meira um pólitík langar mig að halda áfram, nú um bæjarmálin. Mér finnst oft eins og umræðan hér í Eyjum sé lágstemmd og að lítið heyrist frá stjórnarandstöðunni. Eins og hún hafi verið dáleidd. Það er eins og meirihlutinn vilji lágmarksumræður svo sem fæstir […]

Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna mikillar ölduhæðar. Brottför frá Vestmannaeyjum verður kl. 07:00 og brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ferðirnar kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30 og 15:45 falla því niður. Farþegar […]

ÍBV heimsækir HK

Tveir leikir fara fram í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign HK og ÍBV í Kórnum klukkan 18.30, en stuttu síðar, klukkan 19.00, mætast Fram og FH í Lambhagahöllinni. Eins og áður segir mætast HK og ÍBV í Kórnum. HK hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og situr […]

Blikur á lofti í atvinnumálum á landsbyggðinni

Sjómenn

Í pistli sem birtur er á vef Starfsgreinasambandsins í dag er varpað skýru ljósi á þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við á fjölda atvinnusvæða á landsbyggðinni. Þar segir: Það að dylst engum sem fylgist með umræðunni að blikur eru á lofti í atvinnumálum og innan aðildarfélaga SGS er um þessar mundir barist á öllum […]

Þjálfun styrkt með nýjum hermi-dúkkum

Nýjar og háþróaðar hermidúkkur hafa verið keyptar á HSU í Eyjum fyrir styrkveitingar frá fyrirtækjum og einstaklingum. Þessi fjárframlög hafa gert kleift að efla þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og styrkja færni í meðhöndlun raunverulegra aðstæðna. Sigurlína Guðjónsdóttir stóð á bakvið söfnun verkefnisins og tókst með sterkum stuðningi samfélagsins að safna fyrir þremur háþróuðum hermi-dúkkum sem geta líkt […]

ASÍ og SGS í Eyjaheimsókn

Verklydsf

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, og Róbert Farestveit hagfræðingur ASÍ, heimsóttu Vestmannaeyjar nýverið að frumkvæði Drífanda stéttarfélags og Sjómannafélagsins Jötuns. Þar tóku á móti þeim Arnar Hjaltalín og Guðný Óskarsdóttir fyrir hönd Drífanda, ásamt Kolbeini Agnarssyni frá Jötni. Baráttumál Eyjamanna á borðinu Á vef Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) er greint frá heimsókninni […]

Revían í Vestmannaeyjum og Mzungu frá Afríku

Ljósmyndir/aðsendar.

Laugardaginn 29. nóvember munu tveir rithöfundar kynna nýjar bækur sínar á Bókasafninu. Una Margrét Jónsdóttir segir sögu revíunnar í bók sinni Silfuröld revíunnar. Þar segir hún m.a. frá hinu líflega starfi Sigurgeirs Schevings á níunda áratug síðustu aldar. Silfuröld revíunnar Una Margrét hefur í tæpan áratug helgað sig rannsóknum á sögu íslensku revíunnar en árið 2019 […]

Tilkynning frá Styrktarsjóði Landakirkju

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjuð að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem styrkt hafa […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.