Minningarstund í Landakirkju

15. október er dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi. Við komum saman og minnumst þeirra sem ekki fengu að dafna með okkur. Minningarstundin fer fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 15. október kl. 20:00. Stundin hefst á því að hlusta á brot úr streymi styrktarfélagsins Gleym mér ei, sem heldur árlega minningarstund sína á […]
Eyjakonur með sigur á Haukum

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti Haukum í fimmtu umferð Olís deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. Leiknum lauk með 18-20 sigri ÍBV. Eyjakonur komust í 0-3 á upphafsmínútum leiksins og voru mest yfir með fimm mörkum 8-13. Staðan í hálfleik 10-13. Eyjakonur héldu sama dampi í síðari hálfleik og voru yfir allan leikinn. […]
Ófært fyrir Herjólf

Siglingar Herjólfs falla niður seinnipartinn í dag vegna veðurs og sjólags. Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega okkar og áhafnar í huga, segir í tilkynningu frá skipafélaginu. Þá hefur verið ákveðið að […]
María Pétursdóttir: Ástríða og áhugi alltaf verið til staðar

María Pétursdóttir sem er einn eigandi Hárhússins er mikil áhugakona um allt sem kemur að heimili og hönnun. Áhugi hennar hefur fylgt henni allt tíð og er hún óhrædd við að ganga í hlutina hversu stórir eða smáir sem þeir eru. Maja eins og hún er kölluð er einstaklega mikil smekksmanneskja með afar gott auga […]
ÍBV heimsækir Hauka

Í kvöld hefst 5. umferð Olís deildar kvenna þegar fram fara þrír leikir. Að Ásvöllum taka heimamenn í Haukum á móti ÍBV. Liðin á svipuðum stað í deildinni. Eyjaliðið í þriðja sæti með 6 stig og Haukar í fimmta sætinu með 5 stig. Leikurinn hefst klukkan 18.30. Þess má geta að hann verður sýndur beint […]
Siglir eina ferð fyrir hádegi

Herjólfur siglir eina ferð til Landeyjahafnar fyrir hádegi. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:15 (Ath áður 10:45). Ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15,14:30, 15:45 falla því niður. Hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn í dag, verður gefin út tilkynning kl. 14:00. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og […]
Birna Berg og Sandra í A-landsliðið

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari A-landslið kvenna hefur valið 19 manna hóp fyrir komandi verkefni í undankeppni EM 2026. ÍBV á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Birna Berg Haraldsdóttir og Sandra Erlingsdóttir. Landsliðið kemur saman til æfinga mánudaginn 13. október fyrir undirbúning leikja gegn Færeyjum heima, 15. október og Portúgal ytra, 19, október. Hópinn […]
Þorlákur Árnason áfram hjá ÍBV

Knattspyrnuþjálfarinn Þorlákur Árnason verður áfram þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá félaginu. Þetta eru miklar gleðifréttir enda hefur Láki gert frábæra hluti með liðið á leiktíðinni. Flestir spáðu ÍBV neðsta sæti deildarinnar en liðið hefur siglt lygnan sjó í deildinni í nokkuð langan tíma, þrátt fyrir að meiðsli hafi sett strik í reikninginn hjá liðinu. […]
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur stærst í Suðurkjördæmi

Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Helsta breyting milli mælinga er að fylgi Framsóknarflokksins eykst um rúmt prósentustig og nær 6% kysu flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,2-1,1 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Slétt 34% kysu Samfylkinguna, rösklega 19%. Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 13% […]
Samstarf um fjölþætta heilsueflingu framlengt

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Janus Guðlaugsson, forsvarsmaður Janusar heilsueflingar, hafa undirritað nýjan samstarfssamning um verkefnið Fjölþætt heilsuefling 60+ í Vestmannaeyjum – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa. Samstarfið, sem hófst árið 2019, hefur skilað afar góðum árangri og mikilli ánægju meðal þátttakenda. Með nýja samningnum er verkefnið nú opið fyrir íbúa 60 ára og eldri en áður […]