Sjóstangaveiðimót í Eyjum

Nú stendur yfir Hvítasunnumót Sjóve í sjóstangaveiði. Halldór B. Halldórsson fylgdist með veiðimönnunum undirbúa sig fyrir róðurinn og smábátunum fara út eldsnemma í morgun í brakandi blíðu. Og svo aftur þegar komið var í land og aflanum landað. Er þetta fyrri dagurinn en haldið er aftur til veiða á sama tíma í fyrramálið. (meira…)

Grétar Þór byrjaði 15 ára á sjó

„Ég hef alltaf heillast af sjónum og sjómennsku. Alveg frá því ég var gutti. Afi Hörður var mikið til sjós og mig hefur alltaf dreymt um að starfa á sjó. Líkar vel. Þetta er akkorðsvinna og heillar meira en að mæta í vinnu klukkan átta og hætta klukkan fjögur,“ segir Grétar Eyþórsson háseti á Sigurði […]

Frábær hljómsveit í Eldheimum í kvöld

„Hljómsveitin okkar heitir Skógarfoss og við spilum norræna þjóðlagatónlist. Við verðum með tónleika í Eldheimum í kvöld og byrja þeir klukkan átta. Þeir verða í einn á hálfan tíma og við munum kenna nokkra dansa sem tengjast tónlistinni,“ sagði Ellie Gislason, fiðluleikari hljómsveitarinnar í samtali við Eyjafréttir. Á hún, eins og aðrir meðlimir sveitarinnar ættir […]

Tengsl Utah og Vestmannaeyja efld á afmælisári

Í morgun var haldin afar áhugaverð ráðstefna í Sagnheimum í tilefni þess að í ár eru 170 ár liðin frá því að Íslendingar settust fyrst að í Vesturheimi. Elsta Íslendingabyggðin er í  bænum Spanish Fork, Utah en þar settust þrír einstaklingar að þann 7. september 1855. Það voru þau hjónin Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir […]

Tónlistakonan Eló situr fyrir svörum

Elísabet Guðnadóttir eða Eló eins og hún er kölluð var á dögunum valin bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025. Elísabet er fædd og uppalin hér í Eyjum og er komin úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Hún byrjaði snemma í tónlistarskóla og fór í framhaldinu í frekara nám. Hún stundaði meðal annars nám í tónlistarskóla í Sydney í Ástralíu og þar […]

Truflar ekki leikjaplanið að missa Hásteinsvöll

default

Í gær var greint frá því hér á Eyjafréttum að enn sé beðið eftir efni til að setja í Hásteinsvöll og er hann því ekki leikfær. Áætluð afhending á innfylliefninu er eftir 2 vikur, sagði í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni. Framundan er TM-mót ÍBV og koma til Eyja 112 lið til að taka […]

Metfjöldi tilkynninga til barnaverndar

róla-001

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs á fimmtudaginn fór deildarstjóri velferðarmála hjá Vestmannaeyjabæ yfir stöðu barnaverndarþjónustu árið 2024. Fram kemur að tilkynningar hafi aldrei verið eins margar eða 306 tilkynningar sem bárust barnaverndarþjónustu Vestmannaeyja árið 2024. Flestar tilkynningar voru um vanrækslu gagnvart barni eða um 157.  Tilkynningar sem bárust um áhættuhegðun barns voru 93 og 56 […]

Fyrsta löndun eftir sjómannadagshelgi

Vestmannaey V Landar 20220717 111132

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til Grindavíkur í fyrrakvöld að lokinni fyrstu veiðiferð eftir sjómannadagshelgi. Það aflaðist vel í veiðiferðinni og var fullfermi landað í gær. Rætt er við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar í dag. Þar er hann fyrst spurður hvernig veðrið hefði verið. „Til að byrja með var mjög hvasst. Þetta voru […]

ÍBV og Keflavík skildu jöfn

6. umferð Lengjudeildar kvenna kláraðist í kvöld þegar Eyjakonur tóku á móti Keflavík á Þórsvelli. Eyjakonur byrjuðu leikinn vel og strax á 10. mínútu var Lilja Kristín Svansdóttir búin að koma heimakonum yfir. Allison Clark átti þá góða sendingu í gegn á Allison Lowrey sem náði að koma boltanum á fjær þar sem Lilja Kristín […]

Ríkisstjórn myndar gjá milli landsbyggðar og höfuðborgar

Það var mikill fengur að fá Guðmund Fertram Sigurjónsson, stofnanda og forstjóra líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði á ráðstefnu Eyjafrétta í Akóges um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gær.  Kerecis byggði Guðmundur upp ásamt góðu fólki og var  Kerecis í fyrra selt til danska stórfyrirtækisins Coloplast á rúmlega 175 milljarða króna. Rástefnuna sóttu um 80 manns og kom margt athyglisvert […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.