Viljum fela Guði bæði skip og áhöfn

„Það er alltaf mikil gleði þegar skip eru blessuð. Það er samt vert að geta þess að það er ekki sjálfsagt en er gert því við viljum fela Guði bæði skip og áhöfn. Setja á hann allt okkar traust,“ sagði séra Viðar Stefánsson þegar hann blessaði skip og áhöfn Heimaeyjar VE 1 í gær. „Það […]
Spennandi að taka við nýju skipi

„Þetta gekk allt eins og í sögu á heimleiðinni og allt eins og það átti að vera,“ sagði Ólafur Einarsson,“ skipstjóri á Heimaey VE. „Það gekk frábærlega og auðvitað er þetta stökk upp á við. Allt miklu stærra, öflugra og meira pláss.“ Ólafur sagði eftirvæntingu fylgja því að byrja veiðar á nýju skipi. „Þá kemur […]
Ný Heimaey VE er af annarri kynslóð

Ný Heimaey kostaði rúma 5 milljarða en til samanburðar var hagnaður Ísfélagsins í fyrra 2,1 milljarður. „Ég býð ykkur hjartanlega velkomin hingað til að skoða nýtt skip Ísfélagsins sem fengið hefur nafnið Heimaey VE 1. Þetta er fjórða skipið sem Ísfélagið og forverar þess gera út með nafninu Heimaey. Það er ávallt hátíðleg stund í […]
Guðmundur Fertram heimsækir Eyjamenn

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis og stofnandi fyrirtækisins er einn frummælenda á opnum fundi sem Eyjafréttir standa fyrir í Akóges í dag. Fundurinn er um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem er nú í meðförum Alþingis. Guðmundur hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og sagði m.a. í umsögn sem hann sendi atvinnuveganefnd þingsins að frumvarpið muni með „einu pennastriki“ soga […]
Ómetanlegt að fá fram þessi sjónarmið

Víðir Reynisson þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna var fyrir skemmstu á ferð í Vestmannaeyjum. Segja má að Víðir hafi sterka tengingu við byggðamál og eins við öryggi samfélaga þar sem hann starfaði lengi á sviði almannavarna. Ritstjóri Eyjafrétta settist niður með Víði þegar hann kom til Eyja og ræddi við hann um þingstörfin og þau mál […]
Tímabundinn samningur gerður við World Class

Búið er að gera tímabundinn samning við Laugar ehf (World Class) varðandi opnun heilsuræktar í núverandi aðstöðu íþróttamiðstöðvarinnar. Kom þetta fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar í dag. Búast má því við að ný heilsurækt muni opna innan skamms í íþróttahúsinu. ,,Eins og áður hefur komið fram var útboð um uppbyggingu og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja […]
Heimaey blessuð – myndir

Nýjasta skip Ísfélagsins, Heimaey VE var til sýnis fyrir gesti og gangandi í dag. Áður en að því kom var skipið blessað af séra Viðari Stefánssyni og tók Ólafur Einarsson skipstjóri einnig þátt í blessuninni. Fjöldi manns mætti í kjölfarið til að skoða þetta glæsilega skip auk þess að þiggja léttar veitingar í tilefni dagsins. […]
Magni, Bergur Páll og Halldór heiðraðir

„Ég vil byrja á því að óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með þennan frábæra dag. Hér hjá okkur eru reynsluhlaðnir menn sem kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að veltast um allan sjó og fer vel á því að sýna þeim heiður í tilefni dagsins,“ sagði Guðni Hjálmarsson sem stýrði […]
Áhöfn Þórs heiðruð fyrir mikið björgunarafrek

Við athöfn á Stakkagerðistúni á sjómannadaginn var áhöfnin á björgunarskipinu Þór heiðruð sérstaklega fyrir björgunarafrek. „Þann 5. júní í fyrra björguðu þeir áhöfn seglskútu með harðfylgi og drógu skútuna til hafnar í norðan stormi, allt að 34 metrum á sekúndu og sex metra ðlduhæð,“ sagði Guðni Hjálmarsson sem stýrði atöfninni. „Með öll segl rifin, nánast […]
Enn hægt að laga og nálgast hlutina af skynsemi

„Það er mikilvægt að fyrirtækin og stjórnvöld séu að ræða um sömu hlutina og vandað sé til verka. Þegar mesta hækkunin á auðlindagjöldum bitnar á fyrirtækjum í Vestmannaeyjum segir það sig sjálft að slíkt hefur áhrif og hefur í raun þegar haft það,“ segir Einar Sigurðsson stjórnarformaður Ísfélagsins hf. aðspurður hvers hann sakni í umræðunni […]