Aðalfundur Farsæls

Aðalfundur smábátafélagsins Farsæls verður haldinn þriðjudaginn 7. október kl. 16:30 á efri hæð Fiskmarkaðs Vestmannaeyja. Arthúr Bogason mætir á fundinn. Heitt verður á könnunni, segir í tilkynningu og er allir smábátasjómenn hvattir til að mæta á fundinn, sem og þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig í smábátaútgerð. (meira…)
Eyjamenn töpuðu gegn Skagamönnum

Karlalið ÍBV tapaði gegn Skagamönnum í 25. umferð Bestu deildar karla í Eyjum í dag. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Eyjamenn áttu fleiri skot tilraunir en áttu erfitt með að hitta markið. Þegar var komið fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks dró til tíðinda þegar Gísli Laxdal Unnarsson fékk boltann úti hægri […]
Fjallið taldi ekki eftir sér að leita þingmenn uppi

Ef Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs er tilvitnun sem oft er gripið til og á við þingmenn Suðurkjördæmis og bæjarstjórn Vestmannaeyja. Í nýliðinni kjördæmaviku á Alþingi var Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins í kjördæminu sá eini sem sá sér fært að mæta til Eyja. Hefur verið öflugur talsmaður Vestmanneyinga á þingi og vill greinilega rækta sambandið. […]
Mikilvægt að sjómenn séu rétt tryggðir – alltaf

Tryggja vátryggingamiðlun, elsta miðlun landsins sem hefur starfað í 30 ár, sérhæfir sig í heilsutryggingum og sértækum sjómannatryggingum. Verkefnastjóri heilsutrygginga hjá Tryggja, Agnes Hildur Hlöðversdóttir, segir mikilvægt að sjómenn hafi öflugar tryggingar sem taka tillit til áhættu sem fylgir starfi á sjó. Hvað eru sjómannatryggingar? Aðspurð segir Agnes að sjómannatryggingar séu sérsniðnar tryggingar fyrir þá […]
ÍBV og ÍA mætast í Eyjum

Tveir leikir fara fram í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Skagamönnum sem hafa verið á mikilli siglingu undanfarið. ÍBV á toppi neðri hlutans með 33 stig en ÍA er í þriðja sæti með 28 stig. Leikurinn í dag er næst síðasti heimaleikur ÍBV á tímabilinu en ÍBV […]
Lagið Drottinn ég tilbið þig hreyfði við mörgum

„Drottinn ég tilbið þig er lag sem ég samdi þegar ég bjó í Eyjum. Þetta er tilbeiðslulag og bæn um frelsun, Bæn um frelsun bæði hina stærstu og svo freslun frá því sem angrar fólk dagsdaglega. Litlar áhyggjur og vanlíðan sem og miklar,“ segir Eyjakonan Guðrún Erlingsdóttir sem á lag á plötu Guðbjargar Elísu Hafsteinsdóttur, […]
Eyjablikksmótið hófst í dag

Eyjablikksmótið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni um helgina. Mótið hófst fyrr í dag, föstudag og lýkur á sunnudaginn. Á mótinu leikur 5. flokkur karla yngri og 5. flokkur kvenna yngri. Fyrstu leikirnir hófust klukkan 14:00 í dag og er leikið til 22:00 í kvöld. Í fyrramálið er leikið frá 8:00 til 18:40. Á sunnudaginn hefjast leikir […]
Á KA sjens?

Á sunnudaginn nk., þann 5. október kl. 14:45 (dálítið undarlegur tími, hvers vegna ekki 14:47), mun ÍBV B taka á móti KA í Powerade bikarkeppninni í gamla salnum. Í liði ÍBV B er valinn maður í hverju rúmi, margir hoknir af reynslu með stórt bikarsafn á bakinu. Má þar nefna Teddi, Sigurbergur, Grétar Þór, Fannar […]
Sæbjörg á enn Íslandsmetið í 100 km hlaupi kvenna

Sæbjörg Logadóttir á að baki glæstan feril í hlaupum. Hún hefur lokið nokkrum maraþonum, ásamt tveimur 100 km hlaupum og á enn þann dag í dag Íslandsmeistaratitil kvenna í 100 km hlaupi, frá 2011. Hún varð því miður að leggja hlaupin til hliðar eftir slys sem hún varð fyrir 2016 og 2018. Við ræddum við Sæbjörgu um […]
Komi ríki þitt – Fyrsta breiðskífa Guggu Lísu

Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, sem er þekkt undir listamannsnafninu Gugga Lísa, gaf nýverið út plötuna Komi ríki þitt. Platan er hennar fyrsta breiðskífa sem kemur út á vínyl, geisladiski og er þegar aðgengileg á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Platan inniheldur sautján lög og þar af eru ellefu þeirra frumsamin eftir Guggu Lísu sjálfa. Tvö þeirra […]