Vorsýning fimleikafélagsins

Fimleikafélagið Rán heldur sína árlegu vorsýningu á morgun, fimmtudaginn 5. júní klukkan 17:00. Að sögn Nönnu Berglindi yfirþjálfara fimleikafélagsins verður þema sýningarinnar að þessu sinni „Mamma Mia“ og munu nemendur frá 1. bekk og upp úr sýna afrakstur vetrarins. Búast má við flottri sýningu eins og undanfarin ár og eru bæjarbúar hvattir til að mæta […]
Gerðu margvíslegar athugasemdir

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu á dögunum umsögn um frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórhækkun á veiðigjaldi. Athugasemdirnar eru margvíslegar, eins og þegar frumvarpið var sett í samráðsgátt stjórnvalda. Nýjar athugasemdir og ítarefni hafa bæst við og er rétt að vekja athygli á nokkrum þeirra, segir í fréttatilkynningu frá SFS. Yfirlýsing frá Norges Sildesalgslag, sem stýrir uppboðsmarkaði fyrir […]
Útgerðarfélagið Hellisey bauð hæst

Skapast hefur skemmtileg hefð með Sjómannabjórnum sem drengirnir á Brothers Brewery standa fyrir á hverjum sjómannadegi. Hann var að þessu sinni helgaður Braga Steingrímssyni, trillukalli á Þrasa VE með meiru og keypti útgerðin ásamt Phoenix Seafood flöskuna á uppboði á Sjómannahátíðinni í Höllinni á laugardagskvöldið. Útgerðarfélag Þrasa VE heitir því virðulega nafni, Útgerðarfélagið Hellisey og […]
Ný Heimaey til sýnis í dag

Í dag á milli klukkan 17 og 19 verður nýtt skip Ísfélagsins, Heimaey VE opið fyrir gestum og gangandi. Þar verður hægt að skoða þetta nýjasta skip íslenska flotans. Í tilkynningu á facebook-síðu Ísfélagsins segir að tilhlökkun sé að sjá sem flesta um borð í nýja skipinu. Skipið var smíðað af Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen […]
Ha! Nei!, getur ekki verið!

„Ha nei!, ha nei!, getur ekki verið!“ endurtók vinningshafinn aftur og aftur eftir að hann sá vinningsmerkið við miðann sinn inn á lotto.is. Hann starði lengi á töluna við merkið – því hún gat varla verið dagsetning – en hann átti jafn erfitt með að trúa því að þetta væri raunveruleg vinningsupphæð sem hann hefði […]
Opinn fundur um veiðigjöld

Fátt brennur heitar á íbúum sveitarfélaga sem byggja allt sitt á sjávarútvegi en ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hækka veiðigjöld umtalsvert á bolfisk og uppsjávarfisk. Næstkomandi fimmtudag standa Eyjafréttir fyrir opnum fundi í Akóges um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra fengu boð á fundinn en þær hafa báðar tilkynnt um forföll. Einnig fengu allir þingmenn […]
Fullkominn björgunarhringur um borð í Herjólf

Áhöfn og starfsfólki Herjólfs ohf leggur mikla áherslu öryggi farþega og áhafnar í siglingum með Herjólfi. Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ítrekar mikilvægi öryggismála um borð. „Það er ekki aðeins lögð áhersla á að öryggisbúnaður um borð í skipinu standist gildandi lög, því Herjólfur vill vera öðrum fyrirmynd og þess vegna er meiri og betri […]
Hressó hættir – Eftirsjá en líka þakklæti

Það voru tímamót þegar Hressó lokaði eftir 30 ár á föstudaginn, 30. maí sl. Í þrjá áratugi hefur Líkamsræktarstöðin Hressó verið ein af stoðum samfélagsins í Eyjum. Hjartað í Hressó hefur verið frá upphafi systurnar Anna Dóra og Jóhanna Jóhannsdætur sem opnuðu Hressó á þrettándanum 1995. Þangað hafa þúsundir sótt líkamlegan og andlegan styrk og […]
Hádegisferðir Herjólfs falla niður

Vegna hvassviðris í Vestmannaeyjum falla niður ferðir kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Þar segir jafnframt að vindur eigi að fara minnkandi þegar líða tekur á […]
Ekki orðið sjóslys við Vestmannaeyjar í 23 ár

Geir Jón Þórisson – Minningarorð við minnisvarða drukknaðra og hrapaða á Sjómannadegi: „Ég vil óska öllum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og öllum öðrum er mál mitt heyra, gleðilegan sjómannadag. Hér í Eyjum höfum við vanist því að gera þennan dag hátíðlegan og skemmtilegan og það skulum við ávallt hafa í heiðri,“ sagði Geir Jón Þórisson sem […]