Lagið Drottinn ég tilbið þig hreyfði við mörgum

„Drottinn ég tilbið þig er lag sem ég samdi þegar ég bjó í Eyjum. Þetta er tilbeiðslulag og bæn um frelsun, Bæn um frelsun bæði hina stærstu og svo freslun frá því sem angrar fólk dagsdaglega. Litlar áhyggjur og vanlíðan sem og miklar,“ segir Eyjakonan Guðrún Erlingsdóttir sem á lag á plötu Guðbjargar Elísu Hafsteinsdóttur, […]
Eyjablikksmótið hófst í dag

Eyjablikksmótið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni um helgina. Mótið hófst fyrr í dag, föstudag og lýkur á sunnudaginn. Á mótinu leikur 5. flokkur karla yngri og 5. flokkur kvenna yngri. Fyrstu leikirnir hófust klukkan 14:00 í dag og er leikið til 22:00 í kvöld. Í fyrramálið er leikið frá 8:00 til 18:40. Á sunnudaginn hefjast leikir […]
Á KA sjens?

Á sunnudaginn nk., þann 5. október kl. 14:45 (dálítið undarlegur tími, hvers vegna ekki 14:47), mun ÍBV B taka á móti KA í Powerade bikarkeppninni í gamla salnum. Í liði ÍBV B er valinn maður í hverju rúmi, margir hoknir af reynslu með stórt bikarsafn á bakinu. Má þar nefna Teddi, Sigurbergur, Grétar Þór, Fannar […]
Sæbjörg á enn Íslandsmetið í 100 km hlaupi kvenna

Sæbjörg Logadóttir á að baki glæstan feril í hlaupum. Hún hefur lokið nokkrum maraþonum, ásamt tveimur 100 km hlaupum og á enn þann dag í dag Íslandsmeistaratitil kvenna í 100 km hlaupi, frá 2011. Hún varð því miður að leggja hlaupin til hliðar eftir slys sem hún varð fyrir 2016 og 2018. Við ræddum við Sæbjörgu um […]
Komi ríki þitt – Fyrsta breiðskífa Guggu Lísu

Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, sem er þekkt undir listamannsnafninu Gugga Lísa, gaf nýverið út plötuna Komi ríki þitt. Platan er hennar fyrsta breiðskífa sem kemur út á vínyl, geisladiski og er þegar aðgengileg á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Platan inniheldur sautján lög og þar af eru ellefu þeirra frumsamin eftir Guggu Lísu sjálfa. Tvö þeirra […]
Eyjamenn töpuðu á Selfossi

Karlalið ÍBV í handbolta tapaði naumlega með einu marki gegn Selfossi í fimmtu umferð Olís deildar karla á Selfossi í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en Eyjamenn tóku fljótt forystuna í leiknum. Um miðjan hálfleikinn voru Eyjamenn komnir með fjögurra marka forystu, 6-10. Mest komust þeir sex mörkum yfir en Selfyssingar náðu […]
Mennta- og barnamálaráðherra á menntaviku í dag

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun flytja ávarp við setningu Menntakviku kl. 14:30 í dag í Sögu, nýju húsi Menntavísindasviðs HÍ við Hagatorg. Þar mun hann m.a. kynna og opna nýjan vef MEMM sem inniheldur safn af gagnlegum tækjum og tólum til stuðnings við skólasamfélagið fyrir móttöku barna af erlendum uppruna. Í haust hófst […]
Bæjarráð leggur til lækkun fasteignaskatts

Bæjarráð Vestmannaeyja leggur til við bæjarstjórn að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á næsta ári úr 0,235% í 0,225%. Jafnframt verði hlutfallið óbreytt á opinberar stofnanir, 1,320%, en fasteignaskattur á annað húsnæði, þar á meðal atvinnuhúsnæði, lækki úr 1,325% í 1,315%. Með þessari breytingu er stefnt að því að draga áfram úr áhrifum hækkunar fasteignamats á […]
Fyrirhuguð stækkun leikskólalóðar við Kirkjugerði

Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja kynnti Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fyrirhugaða stækkun leikskólalóðar við leikskólann Kirkjugerði. Í ljósi stækkunar leikskólans og aukins fjölda leikskólabarna er þörf á stærra leiksvæði orðin aðkallandi. Leikskólastjóri Kirkjugerðis og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafa skoðað mismunandi útfærslur og telja að stækkun lóðarinnar til suðurs sé heppilegasti kosturinn. Fram kom […]
Eyjakonur með öruggan sigur á Selfossi

Kvennalið ÍBV í handbolta vann öruggan 31-22 sigur á Selfossi í fjórðu umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í kvöld. Eyjakonur hófu leikinn af krafti og voru fjórum mörkum yfir þegar fimmtán mínútur voru búnar af leiknum. Í hálfleik var staðan 16-12. Eyjakonur gáfu enn frekar í í seinni hálfleik og komust mest 12 mörkum […]