Álfsnes væntanlegt úr slipp á sunnudag

Sanddæluskipið Álfsnes er væntanlegt úr slipp í Reykjavík næstkomandi sunnudag eftir umfangsmeiri viðgerðir en upphaflega var gert ráð fyrir. Viðgerðir hófust eftir að skipið var tekið upp í slipp í Reykjavík, en í ljós kom að verkefnið væri umfangsmeira en áætlað hafði verið. Af þeim sökum hefur slippdvölin tekið lengri tíma en upphaflega var gert […]
Veturinn heilsar með viðvörunum

Fyrsti vetrardagur var síðastliðinn laugardag. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrstu lægð vetrarins en hún nálgast nú landið. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 28. okt. kl. 18:00 og gildir til kl. 12:00 á miðvikudag. Í viðvörunarorðum segir: Líkur á snjókomu eða […]
Jóhanna Jóhanns um föstur

Jóhanna Jóhannsdóttir hefur alla tíð verið haldin ástríðu fyrir hreyfingu, heilsu og vellíðan. Hún byrjaði ferilinn í jazzballett en áhuginn þróaðist fljótt yfir í alhliða líkamsrækt, líkamlega og andlega heilsu og kennslu. Þegar eróbikk var nýtt á Íslandi fann hún sína hillu og heillaðist af algjörlega, hún lærði hún eróbikk í bílskúrnum hjá Ingveldi Gyðu […]
Lokahóf fótboltans – verðlaunahafar og myndir

Lokahóf meistaraflokka ÍBV í fótbolta var haldið í gærkvöld. Þar var mikið um dýrðir og einstaklega góð stemning. Óskar Jósúa fór með veislustjórn og matur kvöldsins var í höndum Einsa Kalda. Það má með sanni segja að lokahóf knattspyrnudeildar hafi verið einstaklega skemmtilegt enda miklu að fagna. Veitt voru verðlaun fyrir árangur sumarsins en það […]
Framkvæmdir hafnar við Áshamar 77

Jarðvegsvinna er hafin við Áshamar 77 þar sem rísa mun nýtt fjölbýlishús með bílakjallara. Framkvæmdirnar eru í samræmi við nýlega samþykkta skipulagsbreytingu sem markar næsta skref í þróun íbúðabyggðarinnar við Hamarsskóla. Tillagan að breyttu deiliskipulagi fyrir Áshamar 75 og 77 var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í maí síðastliðnum og síðar staðfest af bæjarstjórn Vestmannaeyja. […]
Strákarnir unnu en stelpurnar töpuðu

Karlalið ÍBV tók á móti KA í áttundu umferð Olís deildar karla í Eyjum í dag. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Eyjamanna. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Eyjamenn þó alltaf skrefinu á undan. Staðan 18-17 í hálfleik. Síðari hálfleikur spilaðist svipað og sá fyrri. Eyjamenn voru með forystuna allan leikinn og […]
Eyjamenn töpuðu síðasta leik tímabilsins

Karlalið ÍBV í fótbolta tók á móti KA í 27. umferð Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í dag. Leiknum lauk með 3-4 sigri KA manna. Leikurinn var hinn fjörugasti og var það Vicente Valor sem skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu. Oliver Heiðarsson renndi boltanum á Vicente sem lagði boltann snyrtilega í fjærhornið. Það […]
Þrír leikir hjá ÍBV í dag

Það verður líf og fjör í íþróttum Eyjanna í dag þar sem lið ÍBV leika þrjá leiki í mismunandi greinum. Fyrst mætast ÍBV og KA í knattspyrnu á Hásteinsvelli kl. 12:00, þar sem heimamenn leita eftir mikilvægum stigum í lokaleik mótsins, en sigurvegari leiksins hlýtur Forsetabikarinn. Rétt er að taka fram að KA nægir jafntefli […]
Búnir á síldveiðum í bili

Vinnslustöðin lauk um síðustu helgi vinnslu frá síðustu löndunum af norsk-íslenskri síld og hefur þar með formlega lokað þeirri vertíð. „Við kláruðum að vinna restina af NÍ-síldinni um helgina,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali við vefsíðu fyrirtækisins. Hann segir að nú séu teknar við kolmunnaveiðar og eru skipin farin til veiða. „Bátarnir eru á kolmunna […]
Hafna öllum ásökunum

Fyrirtækið Kubbur ehf. staðfestir að embætti héraðssaksóknara hafi framkvæmt húsleit hjá fyrirtækinu í gær vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Í tilkynningu sem birtist á vef fyrirtækisins í morgun kemur fram að yfirheyrslur hafi jafnframt farið fram yfir stjórnendum Kubbs vegna málsins. „Kubbur ehf. hafnar öllum ásökunum um brot á samkeppnislögum,“ segir í tilkynningunni. Fyrirtækið […]