Lagið Drottinn ég tilbið þig hreyfði við mörgum

„Drottinn ég tilbið þig er lag sem ég samdi  þegar ég bjó í Eyjum. Þetta er tilbeiðslulag og bæn um frelsun,  Bæn um frelsun bæði hina stærstu og svo freslun frá því sem angrar fólk dagsdaglega. Litlar áhyggjur og vanlíðan sem og miklar,“ segir Eyjakonan Guðrún Erlingsdóttir sem á lag á plötu Guðbjargar Elísu Hafsteinsdóttur, […]

Eyjablikksmótið hófst í dag

Eyjablikksmótið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni um helgina. Mótið hófst fyrr í dag, föstudag og lýkur á sunnudaginn. Á mótinu leikur 5. flokkur karla yngri og 5. flokkur kvenna yngri.  Fyrstu leikirnir hófust klukkan 14:00 í dag og er leikið til 22:00 í kvöld. Í fyrramálið er leikið frá 8:00 til 18:40. Á sunnudaginn hefjast leikir […]

Á KA sjens?

Á sunnudaginn nk., þann 5. október kl. 14:45 (dálítið undarlegur tími, hvers vegna ekki 14:47), mun ÍBV B taka á móti KA í Powerade bikarkeppninni í gamla salnum. Í liði ÍBV B er valinn maður í hverju rúmi, margir hoknir af reynslu með stórt bikarsafn á bakinu. Má þar nefna Teddi, Sigurbergur, Grétar Þór, Fannar […]

 Sæbjörg á enn Íslandsmetið í 100 km hlaupi kvenna

Sæbjörg Logadóttir á að baki glæstan feril í hlaupum. Hún hefur lokið nokkrum maraþonum, ásamt tveimur 100 km hlaupum og á enn þann dag í dag Íslandsmeistaratitil kvenna í 100 km hlaupi, frá 2011. Hún varð því miður að leggja hlaupin til hliðar eftir slys sem hún varð fyrir 2016 og 2018. Við ræddum við Sæbjörgu um […]

Komi ríki þitt – Fyrsta breiðskífa  Guggu Lísu

Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, sem er þekkt undir listamannsnafninu Gugga Lísa, gaf  nýverið  út plötuna Komi ríki þitt. Platan er hennar fyrsta breiðskífa sem kemur út á vínyl, geisladiski og er þegar aðgengileg á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Platan inniheldur sautján lög og þar af eru ellefu þeirra frumsamin eftir Guggu Lísu sjálfa. Tvö þeirra […]

Eyjamenn töpuðu á Selfossi

Karlalið ÍBV í handbolta tapaði naumlega með einu marki gegn Selfossi í fimmtu umferð Olís deildar karla á Selfossi í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en Eyjamenn tóku fljótt forystuna í leiknum. Um miðjan hálfleikinn voru Eyjamenn komnir með fjögurra marka forystu, 6-10. Mest komust þeir sex mörkum yfir en Selfyssingar náðu […]

Mennta- og barnamálaráðherra á menntaviku í dag

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun flytja ávarp við setningu Menntakviku kl. 14:30 í dag í Sögu, nýju húsi Menntavísindasviðs HÍ við Hagatorg. Þar mun hann m.a. kynna og opna nýjan vef MEMM sem inniheldur safn af gagnlegum tækjum og tólum til stuðnings við skólasamfélagið fyrir móttöku barna af erlendum uppruna. Í haust hófst […]

Bæjarráð leggur til lækkun fasteignaskatts

hus_midbaer_bo

Bæjarráð Vestmannaeyja leggur til við bæjarstjórn að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á næsta ári úr 0,235% í 0,225%. Jafnframt verði hlutfallið óbreytt á opinberar stofnanir, 1,320%, en fasteignaskattur á annað húsnæði, þar á meðal atvinnuhúsnæði, lækki úr 1,325% í 1,315%. Með þessari breytingu er stefnt að því að draga áfram úr áhrifum hækkunar fasteignamats á […]

Fyrirhuguð stækkun leikskólalóðar við Kirkjugerði

Kirkjugerdi 24 Tms IMG 6244

Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja kynnti Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fyrirhugaða stækkun leikskólalóðar við leikskólann Kirkjugerði. Í ljósi stækkunar leikskólans og aukins fjölda leikskólabarna er þörf á stærra leiksvæði orðin aðkallandi. Leikskólastjóri Kirkjugerðis og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafa skoðað mismunandi útfærslur og telja að stækkun lóðarinnar til suðurs sé heppilegasti kosturinn. Fram kom […]

Eyjakonur með öruggan sigur á Selfossi

Kvennalið ÍBV í handbolta vann öruggan 31-22 sigur á Selfossi í fjórðu umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í kvöld. Eyjakonur hófu leikinn af krafti og voru fjórum mörkum yfir þegar fimmtán mínútur voru búnar af leiknum. Í hálfleik var staðan 16-12.  Eyjakonur gáfu enn frekar í í seinni hálfleik og komust mest 12 mörkum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.