Líflegt í skúrnum

Það er alltaf líflegt og góð stemning í skúrnum hjá körlunum í kjallara Hraunbúða. Halldór B. Halldórsson leit þar við í morgun og tók nokkra þeirra tali. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Túrinn gekk vel – eitt atvik stóð þó upp úr

„Sigurjón frændi hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka afleysingatúr með þeim á Þórunni. Ég hafði tvisvar áður farið túr á skipinu og fannst þetta svo skemmtilegt,“ segir Berglind Kristjánsdóttir sem tók að sér að elda fyrir áhöfnina í síðasta túr ísfisktogarans. Rætt er við Berglindi á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. […]
Sérstakt eftirlit með stöðvunarskyldum

Í október koma ökumenn í Vestmannaeyjum til með að verða varir við aukna viðveru lögreglu við stöðvunarskyldur bæjarins. Ástæðan fyrir því er sú að Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar að halda úti sérstöku eftirliti með stöðvunarskyldum. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook-síðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. „Til upprifjunar þá þýðir stöðvunarskylda einfaldlega að þú eigir að […]
Breytt áætlun vegna skoðunar á björgunarbúnaði

Vegna skoðunar á björgunarbúnaði ferjunnar falla niður eftirfarandi ferðir. Fimmtudaginn 2.október kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn. Sunnudaginn 5.október kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjahöfn. Nokkrar vikur er síðan lokað var fyrir bókanir í þessar ferðir og því enginn sem átti bókað, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar […]
Mjúkir brúnir tónar og dempað hár í vetur

Ásta Hrönn Guðmannsdóttir, ein eigenda hárgreiðslustofunnar Sjampó, ræddi við Eyjafréttir um hártískuna í haust/vetur og gaf jafnframt góð ráð um umhirðu hársins í kuldanum. Hún deildi með okkur hvaða litir og stílar njóta vinsælda þessa dagana og hvað skiptir mestu máli til að halda hárinu heilbrigðu yfir vetrarmánuðina. Þegar spurt er hvað sé vinsælast þegar […]
Veiða bæði fyrir vestan og austan land

Ísfisktogararnir Jóhanna Gísladóttir GK, Vestmannaey VE og Bergey VE hafa allir landað góðum afla að undanförnu. Jóhanna Gísladóttir landaði sl. fimmtudag í Grundarfirði og aftur á mánudag í Grindavík en Vestmannaeyjaskipin lönduðu í Neskaupstað á mánudag . Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar um veiðiferðirnar. Smári Rúnar Hjálmtýsson á Jóhönnu Gísladóttur sagði að síðustu […]
Aglowfundur í kvöld, fyrsta október

Aglow samverur eru fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar yfir vetrartímann. Núna í október er áhersla á að standa með og styðja konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein. En þessi barátta snertir okkur á ýmsan hátt, beint eða óbeint, en eftir hverja nótt kemur dagur. Orðskviðir 4.18; Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, því bjartari sem nær líður hádegi. Við höldum áfram, […]
Mikilvægt að gefa börnum góða forgjöf inn í lífið

Íris Þórsdóttir, tannlæknir er snúin aftur heim til Vestmannaeyja eftir að hafa búið úti í Frakklandi síðastliðin tvö ár. Íris og maður hennar, Haraldur Pálsson héldu á vit ævintýranna fyrir tveimur árum og fluttu út fyrir landsteinana. Planið var að fara í eitt ár en svo urðu árin tvö. Eru þau nýsnúin til baka ásamt […]
Suðurlandsslagur í Eyjum

Tveir leikir fara fram í 4. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Selfyssingum í sannkölluðum Suðurlandsslag. ÍBV hefur farið vel af stað og er með 4 stig af 6 mögulegum. Lið Selfoss er hins vegar á botninum án stiga. Flautað verður til leiks klukkan 18.30 í Íþróttamiðstöðinni í Eyjum. […]
Ítreka nauðsyn þess að varaskip sé tiltækt í landinu

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær var rætt ítarlega um samgöngumál, bæði sjóleiðina sem og flug, og þær áskoranir sem blasa við í þjónustu við íbúa og gesti. Funda með Vegagerðinni Herjólfur kom úr slipp í Hafnarfirði til Eyja í gær (í fyrradag) og hóf áætlunarsiglingar á ný í (gær)morgun. Breiðafjarðarferjan Baldur leysti af á […]