Eyjakonur með góðan sigur á botnliðinu

Kvennalið ÍBV vann góðan 5-2 sigur á botnliði Aftureldingar þegar liðin mættust í 14. umferð Lengjudeildar kvenna á Hásteinsvelli í kvöld. Leikurinn byrjaði frekar rólega en heimakonur brutu ísinn á 21. mínútu þegar Allison Lowrey fylgdi á eftir sínum eigin skalla eftir góða fyrirgjöf Helenu Heklu Hlynsdóttur. Eyjakonur tvöfölduðu forystuna á 39. mínútu eftir frábært […]

Fjallaferð með Halldóri B.

Höfnin HBH

Í dag býður Halldór B. Halldórsson okkur upp á skemmtilega fjallaferð um Eggjarnar. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)

Ágæt veiði á Víkinni og Höfðanum

eyjarn

Ísfisktogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum eldsnemma í morgun. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag en báðir voru þeir sáttir við þessa fyrstu veiðiferð eftir Þjóðhátíð. Jón Valgeirsson á Bergey sagði að túrinn hefði verið stuttur og gengið vel. „Við tókum aflann á Víkinni og það var […]

Farþegafjöldinn meiri en í fyrra og bílaflutningar aldrei verið meiri

Bidrod Bbilar Herj 2022

Það hefur verið nóg að gera hjá áhöfn og starfsfólki Herjólfs í júlímánuði og ferjan sigldi átta ferðir á dag milli lands og Eyja. Við hittum Ólaf Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóra Herjólfs, sem segir síðasta mánuð hafa verið með þeim allra stærstu í sögu ferjunnar. „Við fluttum tæplega 86 þúsund farþega í júlí, sem er næstmesti […]

Styrkleikar Krabbavarnar og Krabbameinsfélagsins í Herjólfsdal

Krabbavörn og Krabbameinsfélagið standa fyrir Styrkleikum í Herjólfsdal dagana 9. til 10. Ágúst, laugadag og sunnudag. Á Styrkleikunum gefst aðstandendum dýrmætt tækifæri til að sýna stuðning í verki. Þátttakendur koma saman fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein. Þátttakendur skiptast á að ganga í heilan sólarhring, en hver og einn þátttakandi gerir eins mikið og […]

Toppliðið tekur á móti botnliðinu

Eyja 3L2A6841

Í kvöld fer fram heil umferð í Lengudeild kvenna. Í fyrsta leik kvöldsins tekur ÍBV á móti Aftureldingu á Hásteinsvelli. Liðin eru á sitthvorum enda töflunnar. Eyjaliðið í toppsætinu með 31 stig úr 12 leikjum. Afturelding á botni deildarinnar með einungis 3 stig úr 13 leikjum. Fyrri leikur þessara liða endaði með stórsigri ÍBV, 8-0. […]

Er ekki kominn tími á áfanga 2 í Landeyjahöfn?

Þann 20. júlí sl. voru 15 ár frá því Landeyjahöfn var tekin í notkun. Þann dag 2010 sigldi Herjólfur III fyrstu ferðina frá Eyjum til Landeyjahafnar með gesti og fjölda Eyjamanna í blíðskaparveðri. Var nokkur mannfjöldi saman kominn við höfnina til fagna komu skipsins. Þar á meðal ráðherrar, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og fleiri sem fluttu ræður af […]

Gengið í sólarhring til styrktar krabbameinssjúkum

Styrkleikarnir – Einstök upplifun – Heill sólarhringur í Herjólfsdal Styrkleikar Krabbameinsfélagsins er heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd. Þeir verða haldnir í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum í Herjólfsdal á laugardaginn nk. 9. ágúst og standa í heilan sólarhring. Verða þeir settir klukkan 12.00 á laugardaginn og verður slitið klukkan 11.45 á sunnudaginn. Krabbameinsfélagið er í samstarfi við […]

Sigurður Bragason í þjálfarateymi ÍBV

Sigurður Bragason hefur skrifað undir samning og kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla í handbolta. Sigurður verður þar með aðstoðarmaður Erlings Birgis Richardssonar sem tók í sumar við liðinu af Magnúsi Stefánssyni en Magnús leysti Sigurð af sem þjálfari kvennaliðsins. Á facebook síðu ÍBV kemur fram að: “Sigurður sé vel að sér í handboltaheiminum og […]

Samfylkingin stærst í Suðurkjördæmi

​Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga að fylgi Samfylkingarinnar eykst um nær þrjú prósentustig og fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar um næstum tvö prósentustig. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,2-0,8 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar fyrir utan lækkun hjá Sósíalistaflokki.  Tæplega 35% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.