Líflegt í skúrnum

Það er alltaf líflegt og góð stemning í skúrnum hjá körlunum í kjallara Hraunbúða. Halldór B. Halldórsson leit þar við í morgun og tók nokkra þeirra tali. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Túrinn gekk vel – eitt atvik stóð þó upp úr

Dekk Thorunn Bk Cr

„Sigurjón frændi hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka afleysingatúr með þeim á Þórunni. Ég hafði tvisvar áður farið túr á skipinu og fannst þetta svo skemmtilegt,“ segir Berglind Kristjánsdóttir sem tók að sér að elda fyrir áhöfnina í síðasta túr ísfisktogarans. Rætt er við Berglindi á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. […]

Sérstakt eftirlit með stöðvunarskyldum

Gatnamot Kirkjuvegur Heidarvegur Umferd Min

Í október koma ökumenn í Vestmannaeyjum til með að verða varir við aukna viðveru lögreglu við stöðvunarskyldur bæjarins. Ástæðan fyrir því er sú að Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar að halda úti sérstöku eftirliti með stöðvunarskyldum. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook-síðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. „Til upprifjunar þá þýðir stöðvunarskylda einfaldlega að þú eigir að […]

Breytt áætlun vegna skoðunar á björgunarbúnaði

Vegna skoðunar á björgunarbúnaði ferjunnar falla niður eftirfarandi ferðir. Fimmtudaginn 2.október kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn. Sunnudaginn 5.október kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjahöfn. Nokkrar vikur er síðan lokað var fyrir bókanir í þessar ferðir og því enginn sem átti bókað, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar […]

Mjúkir brúnir tónar og dempað hár í vetur

Ásta Hrönn Guðmannsdóttir, ein eigenda hárgreiðslustofunnar Sjampó, ræddi við Eyjafréttir um hártískuna í haust/vetur og gaf jafnframt góð ráð um umhirðu hársins í kuldanum. Hún deildi með okkur hvaða litir og stílar njóta vinsælda þessa dagana og hvað skiptir mestu máli til að halda hárinu heilbrigðu yfir vetrarmánuðina.  Þegar spurt er hvað sé vinsælast þegar […]

Veiða bæði fyrir vestan og austan land

hift_bergur_DSC_2920

Ísfisktogararnir Jóhanna Gísladóttir GK, Vestmannaey VE og Bergey VE hafa allir landað góðum afla að undanförnu. Jóhanna Gísladóttir landaði sl. fimmtudag í Grundarfirði og aftur á mánudag í Grindavík en Vestmannaeyjaskipin lönduðu í Neskaupstað á mánudag . Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar um veiðiferðirnar. Smári Rúnar Hjálmtýsson á Jóhönnu Gísladóttur sagði að síðustu […]

Aglowfundur í kvöld, fyrsta október

Aglow samverur eru fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar yfir vetrartímann. Núna í október er áhersla á að standa með og styðja konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein. En þessi barátta snertir okkur á ýmsan hátt, beint eða óbeint, en eftir hverja nótt kemur dagur. Orðskviðir 4.18;   Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, því bjartari sem nær líður hádegi.   Við höldum áfram, […]

Mikilvægt að gefa börnum góða forgjöf inn í lífið

Íris Þórsdóttir, tannlæknir er snúin aftur heim til Vestmannaeyja eftir að hafa búið úti í Frakklandi síðastliðin tvö ár. Íris og maður hennar, Haraldur Pálsson héldu á vit ævintýranna fyrir tveimur árum og fluttu út fyrir landsteinana. Planið var að fara í eitt ár en svo urðu árin tvö. Eru þau nýsnúin til baka ásamt […]

Suðurlandsslagur í Eyjum

Handbolti kvenna 2025

Tveir leikir  fara fram í 4. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Selfyssingum í sannkölluðum Suðurlandsslag. ÍBV hefur farið vel af stað og er með 4 stig af 6 mögulegum. Lið Selfoss er hins vegar á botninum án stiga. Flautað verður til leiks klukkan 18.30 í Íþróttamiðstöðinni í Eyjum. […]

Ítreka nauðsyn þess að varaskip sé tiltækt í landinu

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær var rætt ítarlega um samgöngumál, bæði sjóleiðina sem og flug, og þær áskoranir sem blasa við í þjónustu við íbúa og gesti. Funda með Vegagerðinni Herjólfur kom úr slipp í Hafnarfirði til Eyja í gær (í fyrradag) og hóf áætlunarsiglingar á ný í (gær)morgun. Breiðafjarðarferjan Baldur leysti af á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.