Hafna öllum ásökunum

Oskubill Kubbur Cr

Fyrirtækið Kubbur ehf. staðfestir að embætti héraðssaksóknara hafi framkvæmt húsleit hjá fyrirtækinu í gær vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Í tilkynningu sem birtist á vef fyrirtækisins í morgun kemur fram að yfirheyrslur hafi jafnframt farið fram yfir stjórnendum Kubbs vegna málsins. „Kubbur ehf. hafnar öllum ásökunum um brot á samkeppnislögum,“ segir í tilkynningunni. Fyrirtækið […]

Álfsnes lengur í slipp

Dýpkunarskipið Álfsnes, sem unnið hefur að dýpkun í og við Landeyjahöfn undanfarnar vikur, verður lengur í slippnum í Hafnarfirði en upphaflega var áætlað. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir. Álfsnes fór í slipp á mánudaginn vegna bilunar sem kom upp í skipinu, eins og fram kom í frétt Eyjafrétta í […]

Rithöfundurinn Embla Bachmann á Bókasafninu

Rithöfundurinn Embla Bachmann verður á Bókasafni Vestmannaeyja laugardaginn 1. nóvember, kl 11:00 og kynnir nýja bók sína. Embla hefur á skömmum tíma orðið einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins, þrátt fyrir ungan aldur. Fyrsta bók hennar, Stelpur stranglega bannaðar, sló rækilega í gegn og hlaut mikið lof frá bæði lesendum og gagnrýnendum. Nú er Embla komin með […]

Bæjarráð samþykkir hagræðingu í fræðslumálum

IMG_0123

Í kjölfar nýrra kjarasamninga Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti bæjarráð Vestmannaeyja á fundi sínum tillögur um hagræðingu í fræðslumálum. Markmið tillagnanna er að mæta auknum kostnaði samninganna án þess að skerða þjónustu við nemendur. Á 3236. fundi bæjarráðs var skipaður faghópur til að fara yfir tillögur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um mögulegar hagræðingar. […]

Rannsaka ætluð brot fyrirtækja í úrgangsþjónustu

Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322

Embætti héraðssaksóknara framkvæmdi í dag húsleitir og aðrar rannsóknaraðgerðir vegna ætlaðra brota tveggja fyrirtækja á markaði fyrir úrgangsþjónustu. Aðgerðirnar eru hluti af rannsókn sem byggir á kæru Samkeppniseftirlitsins og beinast að meintum brotum starfsmanna fyrirtækjanna á samkeppnislögum. Fram hefur komið að fyrirtækin sem um ræði séu Terra og Kubbur. Rannsaka samráð um tilboð og markaðsskiptingu […]

Ársþing SASS: Farsæld barna og byggðaþróun í brennidepli

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) stendur nú yfir í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri í Skaftárhreppi. Um 100 fulltrúar frá öllum 15 sveitarfélögum á Suðurlandi sækja þingið, ásamt alþingismönnum, starfsmönnum samtakanna og öðrum opinberum starfsmönnum. Meginmarkmið þingsins er að móta sameiginlegar tillögur og ályktanir í hagsmunagæslu fyrir landshlutann í heild. Á þinginu í ár er sjónum […]

Ágæt aflabrögð hjá ísfisktogurunum

sjomadur_bergey_opf_22

Ísfisktogararnir í eigu Síldarvinnslusamstæðunnar hafa verið á góðu róli í vikunni og allir skilað góðum afla. Samkvæmt upplýsingum á vef Síldarvinnslunnar hafa skipin landað víða, bæði á Austfjörðum og Suðvesturlandi, og eru skipstjórar almennt ánægðir með aflabrögð. Bergey VE landað tvisvar í vikunni Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey VE, segir að landað hafi verið tvisvar […]

Fyrsta snókermót vetrarins

Tómstundarráð Kiwanisklúbbsins Helgafell stendur fyrir snókermóti á næstunni og er skráning hafin. Um er að ræða hið árlega Karl Kristmanns mót. Stefnt er að úrslitakvöldi 7. nóvember og ræðst mótafyrirkomulag að fjölda þátttakenda. Um einstaklingsmót með forgjöf er að ræða og er keppt í riðlum fram að útslætti. Ath. að hámarks forgjöf er 38. Mótsgjald […]

Hex Hex Dyeworks með litríka pop-up búð í Safnahúsinu

Áhugi á handavinnu breyttist í litríkt ævintýri þegar Ásdís Björk Jónsdóttir og Elfar B. Guðmundsson stofnuðu Hex Hex Dyeworks, sem framleiðir handlitað garn úr völdum efnum. Næsta laugardag opna þau litla pop-up búð í anddyri Safnahússins, þar sem gestir geta kynnt sér garnið og handverkið á bak við það. Hex Hex Dyeworks er lítið fjölskyldufyrirtæki […]

Lífleg skákkennsla hjá Taflfélagi Vestmannaeyja 

Taflfélag Vestmannaeyja 18.október Lagf

Skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vestmannaeyja er hafin og hefur farið vel af stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Taflfélagi Vestmannaeyja. Kennslan hófst um miðjan september og fer fram á laugardögum frá kl. 10:30–12:00 í húsnæði félagsins að Heiðarvegi 9, á jarðhæð. Á haustönn 2025 hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag þar […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.