Fjölbreytt vetrarstarf Landakirkju hafið

Vetrarstarf Landakirkju er hafið og er eitthvað um að vera flesta daga vikunnar. Ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi því dagskráin er mjög fjölbreytt. Hér kemur dagskrá Landakirkju þennan veturinn. Því stjórna prestarnir, séra Guðmundur Örn og Viðar Stefánsson. Mánudagur 15:00 – Kirkjustarf fatlaðra (aðra hverja viku). 16:30 – Barnakórsæfing. 18:30 – Vinir […]

Magnús Bragason- Geri mitt besta og nýt dagsins

Magnús Bragason hefur um árabil verið virkur í samfélaginu hér í Eyjum og lagt sitt af mörkum á hinum ýmsum sviðum. Hann er á meðal skipuleggjenda Vestmannaeyjahlaupsins og The Puffin Run, auk þess að standa að Lundaballinu. Við fengum að heyra aðeins í Magnúsi og varpa nokkrum spurningum til hans. Fjölskylda: Við Adda eigum þrjá […]

Ráðherra telur ástandið í samgöngum vera „að mörgu leyti mjög gott“

Á þingfundi í dag var á dagskrá óundirbúin fyrirspurn um stöðu samgangna til Vestmannaeyja, þar sem Karl Gauti Hjaltason spurði Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra hvernig ríkið hyggist tryggja öruggar og reglulegar ferðir milli lands og Eyja. Verið er að vinna í að Baldur fái leyfi fyrir úthafssiglinga Karl Gauti lýsti þar stöðu ferða milli lands og […]

Líflína mín til Eyja er vaður sem heldur

Raggi á Látrum var einn af peyjunum á Vestmannabrautinni. Hann var hægur, hreinn og beinn en alvörugefinn. Hann var meira fyrir bókina, læs áður en hann kom í skóla og lærði dönsku af lestri dönsku blaðanna og gat því talað við Ripp, Rapp og Rupp á undan hinum peyjunum. Í kjallaranum á Látrum var hann oft með hreyfimyndasýningar sem voru […]

Draumalið sem gæti strítt þeim stóru

Guðmundur Ásgeir Grétarsson, 28 ára varaformaður ÍBV B, auglýsingastjóri ÍBV, starfsmaður Vestmannaeyjabæjar og einn mesti áhugamaður handboltans á Íslandi hefur síðustu daga komið sér upp sínu draumaliði í handboltanum og er valinn maður í hverju rúmi. Já, draumaliðið ÍBV B gæti strítt öllum liðum í Olísdeildinni. Hann vill ekki sleppa hendinni af Kára Kristjáni þó hann sé genginn til liðs við Þór […]

Sjaldgæfur erfðasjúkdómur tók yfir líf Ragnars Þórs

Ragnar Þór Jóhannsson er 36 ára Eyjamaður sem hefur á síðustu árum þurft að takast á við sjaldgæfan og lífs breytandi erfðasjúkdóm, Peutz-Jegher sem hefur haft mikil áhrif á hans daglegt líf. Ragnar er giftur Bjarteyju Kjartansdóttur og saman eiga þau þrjú börn, þau Líam, París og Chloé. Veikindi Ragnars bönkuðu fyrst upp á sumarið 2021 og í framhaldi […]

Aðför að lífeyrisréttindum sjómanna

Áhugaverð grein um lífeyrismál sem birtist í Morgunblaðínu í dag Árás er hafin á lífeyrisréttindi þeirra sem vinna ein erfiðustu og hættulegustu störf landsins – sjómanna og verkafólks. Ríkisstjórnin undir forystu Kristrúnar Frostadóttur hefur boðað að afnema svokallað jöfnunarframlag vegna örorku, sem er eitt mikilvægasta úrræði lífeyriskerfisins til að tryggja jöfnuð á milli þeirra sem […]

Hvar er plan B?

Baldur

Ég hef stundum ekki af ástæðulausu fullyrt að það erfiðasta og leiðinlegasta við hverja utanlandsferð sé ferðin á milli Eyja og Keflavíkur. Ég var einmitt að koma erlendis frá og er ein þeirra sem áttu bókað með seinni ferð Baldurs, sem var verið að fella niður rétt áðan. Ég hef allan skilning fyrir því að […]

Segja sjálfstæði og fagmennsku skólastarfsins í hættu

IMG_5764

Skólameistarar íslenskra framhaldsskóla lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhuguðum kerfisbreytingum sem færa fjármála- og mannauðsvald frá skólunum og telja þær ógna sjálfstæði og fagmennsku skólastarfsins. Þeir gagnrýna skort á samráði og gagnsæi í ferlinu, telja breytingarnar ekki stuðla að bættri þjónustu við nemendur og starfsfólk og benda á að kostnaður við nýjar stjórnsýslueiningar sé óljós […]

Gular viðvaranir víðast hvar

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 19.00 á morgun og gildir hún til kl. 6.00 á föstudagsmorgun. Segir í viðvörunarorðum að búist sé við talsverðri eða mikilli […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.