Minning: Stefán Runólfsson

Mikill höfðingi er fallinn í valinn! Stebba Run þekktu þúsundir sem komu á vertíðar til Eyja. Hann varð verkstjóri hjá Einari ríka 16 ára að aldri og tók þátt í byltingunni þegar frystingin ruddi sér rúms og þeirri nýsköpun sem fleytti íslenskum sjávarútvegi og framleiðni hans í fremstu röð í heiminum. Það var þess vegna […]
Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr Epal

Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð […]
ÍBV mætir Stjörnunni í dag

ÍBV leikur í dag gegn Stjörnunni í 13. umferð Olísdeildar karla þegar liðin mætast í Heklu Höllinni klukkan 17:00. Um er að ræða mikilvægan leik fyrir bæði lið sem eru í baráttu um dýrmæt stig. Leikurinn er sá fyrri af tveimur sem fara fram í deildinni í dag, en síðar í kvöld mætast FH og […]
Ástæðan fyrir uppsögn Láka hjá ÍBV

Ástæðan fyrir því að Þorlákur Árnason er hættur sem þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta er sú að Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliðið liðsins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs. Að hans sögn eru þetta augljósir hagsmunaárekstrar og á meðan hann væri við stjórnvöllinn, væri þetta dæmi sem gengi ekki upp. Þorlákur Árnason, staðfesti þetta í samtali við […]
Framkvæmdarúntur um Eyjar

Nokkur fjölbýlishús eru nú í byggingu í Vestmannaeyjum. Halldór B. Halldórsson kíkti við í dag annars vegar á Tangagötuna og hins vegar í Áshamar þar sem nú er unnið að byggingu fjölbýlishúsa. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)
Arnar Pétursson sá rautt í tapi Íslands

Íslenska kvennalandsliðið tapaði gegn Spáni, í annarri umferð milliriðla, á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að vera með forystuna. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 7:7. Íslenska liðið náði þriggja marka forystu, 12:9, en það voru Spánverjar sem fóru með eins marks forskot […]
Minningargjöf og samfélagsstyrkur renna til velferðar heimilisfólks Hraunbúða

Hollvinasamtök Hraunbúða í Vestmannaeyjum hafa undanfarna daga fengið veglega styrki sem renna í áframhaldandi starf til að efla lífsgæði heimilisfólks. Í gær afhentu börn Þóru Magnúsdóttur, Dídíar heitinnar, samtökunum rausnarlega peningagjöf í minningu móður sinnar. Samtökin þakka fjölskyldu Dídíar innilega fyrir hlýhug og stuðning. Samhliða barst samtökunum 300 þúsund króna styrkur frá Vestmannaeyjabæ úr verkefninu […]
Góður gangur í Íslandssíld og Kap komin í jólafrí

Veiðar á Íslandssíld hafa gengið vel hjá Vinnslustöðinni í haust og vinnsla verið nokkuð samfelld þrátt fyrir breytilegt veðurfar síðustu daga. Þetta segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisks hjá Vinnslustöðinni, í samtali við Eyjafréttir. Að hans sögn hófust síldveiðar í lok október og hafa bæði Gullberg og Huginn verið á miðunum síðustu daga. „Í Huginn eru […]
Opið erindi til bæjastjórnar vegna stöðu leikskólamála

Hópur mæðra í Vestmannaeyjum, sem eignuðust börn síðari hluta árs 2024, hefur sent bæjarstjórn ítarlegt bréf þar sem fram koma verulegar áhyggjur af stöðu leikskólamála í bænum. Í bréfinu er meðal annars bent á skort á plássum fyrir börn við 12 mánaða aldur og gagnrýnt að heimgreiðslur nýtist aðeins örfáum fjölskyldum. Eyjafréttir birtir bréfið hér […]
Jólahuggulegheit í Vinaskógi á aðventunni

Dýravinafélagið býður í jólahuggulegheit í Vinaskógi tvo sunnudaga á aðventunni, 7. desember og 14. desember. Opið verður frá klukkan 15 til 18 báða dagana. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur, ristaðar möndlur og ýmislegt annað dúllerí sem gerir stemninguna enn notalegri. Þar að auki verður ratleikur um skóginn fyrir bæði börn og fullorðna […]