Tilkynning frá Styrktarsjóði Landakirkju

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjuð að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem styrkt hafa […]

Heimsótti alla framhaldsskóla landsins á innan við tveimur mánuðum

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sótti heim Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu í liðinni viku. Lauk þar með heimsókn ráðherra í alla 27 opinberu framhaldsskóla landsins á síðustu sjö vikum. Aldrei fyrr hefur ráðherra heimsótt alla skólana á eins skömmum tíma. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið heimsóknanna hafi verið að ræða málefni framhaldsskóla við […]

Vestmannaeyjabær auglýsir útboð á nýrri vallarlýsingu

Vestmannaeyjabær hefur auglýst eftir tilboðum í framkvæmd Hásteinsvallar. Verkið felur í sér umfangsmikla uppsetningu á nýjum ljósamöstrum og nútímalegri LED flóðlýsingu á knattspyrnuvellinum. Útboðsverkið inniheldur hönnun, útvegun, uppsetningu og frágang á ljósamöstrum ásamt á LED flóðlýsingu. Gert er ráð fyrir að lokaskil verks verði 30. júní 2026. Útboðsgögn eru öllum aðgengileg rafrænt og án endurgjalds […]

Sala jólasælgætis að hefjast

Aðventan er á næsta leiti og eins og undanfarin ár hefja félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli sölu á jólasælgæti þá. Þetta er aðalfjáröflun klúbbsins og rennur allur ágóði sölunnar beint í styrktarsjóð Kiwanisklúbbsins. Markmið Kiwanis er að styðja mikilvæg samfélagsverkefni. Sérstaklega þau sem gagnast börnum og hefur klúbburinn lagt metnað í að styrkja fjölbreytt og góð […]

Samfélagið í brennidepli í nýju blaði Eyjafrétta

Nýtt tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fjölbreyttu og áhugaverðu efni þar sem lesendur fá innsýn í samfélagsmál, viðskipti, mannlíf, listir og menningu í Vestmannaeyjum. Í blaðinu er m.a. ítarleg umfjöllun um stöðu sértækrar frístundaþjónustu fyrir fötluð börn, þar sem Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fer yfir […]

Sveit TV í 4. sæti á Íslandsmótinu í atskák

Skak Ads 20251124 190831

Íslandsmót skákfélaga í atskák fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur við Faxafen dagana 24.–25. nóvember. Alls tóku 12 sex-manna sveitir þátt í mótinu, frá átta skákfélögum, og sendu sum félög fleiri en eina sveit til keppni. Tímamörk skákanna voru 10 mínútur á mann auk fimm sekúndna viðbótar fyrir hvern leik. Tefldar voru níu umferðir eftir […]

Erla Hrönn og Friðrika Rut spiluðu með u-15 á Englandi

Þær Erla Hrönn Unnarsdóttir og Friðrika Rut Sigurðardóttir, leikmenn ÍBV í fótbolta, hafa dvalið síðustu daga á Englandi og leikið með u-15 ára landsliði Íslands á UEFA Development mótinu. Í fyrsta leiknum, á móti Englandi, kom Erla Hrönn inn á í hálfleik. Leiknum lauk með 1-2 tapi. Þær voru báðar í byrjunarliðinu í leik númer […]

Ísfisktogarar á Austfjarðamiðum

sjomadur_bergey_opf_22

Ísfisktogararnir Gullver NS, Bergey VE og Vestmannaey VE hafa að undanförnu lagt stund á veiðar á Austfjarðamiðum og hafa þeir allir landað í vikunni. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar. Þórhallur Jónsson, skipstjóri á Gullver, sagði að landað hefði verið 76 tonnum á Seyðisfirði á mánudaginn. „Þetta var nánast eingöngu þorskur og ýsa. Við […]

Mikil áhrif á orkukostnað í Eyjum

DSC_1472

Landsnet stefnir að því að hætta að bjóða upp á skerðanlegan flutning rafmagns til Vestmannaeyja um næstu áramót, samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Íris Róbertsdóttir, hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá HS Veitum um áhrif breytingarinnar á sveitarfélagið. Í svörum fyrirtækisins kemur fram að niðurfelling skerðanlegs flutnings muni hafa veruleg áhrif á rekstur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.