Hörkuleikir í 16-liða úrslitum bikarsins

Dregið var í 16-liða úrslit Powerade bikar karla og kvenna í handbolta í hádeginu í dag. Karlalið ÍBV fékk Aftureldingu á útivelli, ÍBV 2 fékk heimaleik gegn KA og kvennalið ÍBV spilar gegn 1. deildarliði  Gróttu í Eyjum. Hér að neðan er hægt að sjá allar viðureignir 16-liða úrslitanna. 16-liða úrslit karla, leikirnir verða spilaðir […]

Á annað hundrað milljónir í viðbótarlaunakostnað

GRV_0099_TMS

Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar fór yfir – á fundi bæjarráðs – drög að skýrslu faghóps sem skipaður var af bæjarráði í maí. Hópurinn hafði það verkefni að fara yfir tillögur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um hagræðingar á fræðslusviði og meta, í samráði við skólastjórnendur, hvaða kostir væru í stöðunni m.t.t áhrifa á […]

Auglýst eftir umsóknum – menning, listir, íþróttir og tómstundir

Bæjarráð Vestmannaeyja auglýsir nú eftir eftir styrkjum til að styðja við og efla menningar-, lista-, íþrótta-, og tómstundatengd verkefni og viðburði. Úthlutun fer fram tvisvar sinnum á ári. Markmið sjóðsins er að efla fjölbreytt mannlíf í Vestmannaeyjum með því að styðja einstaklinga, félagasamtök og listahópa. Með styrkjum er lögð áhersla á að hvetja til sköpunar […]

Þrír kórar takast á við Requiem á allraheilagramessu

Það var vel mætt á Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja í Kiwanis húsinu í síðustu viku. Þar var  vetrarstarf kórsins kynnt um leið og reynt var að lokka inn fleiri karla í þennan  skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur. Súpan smakkaðist hið besta og þarna var að sjá nokkur ný andlit sem vonandi eiga eftir að láta til sín taka i því sem framundan er. „Þar með er vetrardagskráin formlega hafin og mun […]

Eyjamenn fjölmennir á Sjávarútvegssýningunni

Sjávarútvegssýningin 2025 var haldin í Laugardalshöll í síðustu viku og var hún að mati forráðamanna sýningarinnar stærsta  sjávarútvegssýning sem haldin hefur verið á Íslandi. Aðsókn var góð og að venju fjölmenntu Eyjamenn á sýninguna. Þar hittist fólk og rifjaði upp gömul kynni og ný urðu til. Hún stóð undir nafni og sýndi miklar framfarir í tækjum og […]

Hagar sér enn eins og ríki í ríkinu

Uteyjar Karl Gauti 25

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins var fyrstur á mælendaskrá undir liðnum um störf þingsins á þingfundi í dag. Þar ræddi hann þjóðlendumálið, svokallaða. Hann sagði að það væri of langt mál að fara yfir þann hrikalega leiðangur fjármálaráðherra varðandi kröfulýsingar um þjóðlendur, eyjar og sker. Verið að fara í óþarfan og óskiljanlegan leiðangur með tilheyrandi […]

Árgangur 66 náði að toppa sig

„Haustið er að vanda tími árgangsmóta í Vestmannaeyjum en þau eru að margra mati einstök á landsvísu og þótt víðar væri leitað. Hvert árgangsmótið á fætur öðru hefur verið síðustu helgar og í flestum tilfellum er þetta tveggja daga helgi með tilheyrandi fjöri. Einn af þessum árgöngum sem tók síðustu helgi með stæl í Eyjum […]

ÍBV 2 vann Hörð í miklum spennuleik

ÍBV 2 tryggði sér í gær inn í 16-liða úrslit Powerade bikarsins eftir eins marks sigur 36-35 á Herði frá Ísafirði. ÍBV var með yfirhöndina stóran hluta úr leiknum og voru yfir 18-14 í hálfleik.  Harðverjar komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og náðu að jafna leikinn 22-22. Þegar um fjórar mínútu voru eftur af […]

Vestmanneyjahlaupið – Sextíu og átta ára aldursmunur

Vestmannaeyjahlaupið fór fram í fimmtánda árið í röð laugardaginn 6. september.  Alls tóku 128 hlauparar þátt og er sextíu og átta ára aldursmunur á yngsta og elsta þátttakenda. Veðrið var fínt og gleði meðal keppenda. Gaman var að sjá hve margir ungir hlauparar voru með og hvað árangur þeirra var góður. Eva Skarpaas sigraði í 5 km kvenna á […]

Ný stjórn Á.t.V.R. – fjölbreytt dagskrá framundan

Á aðalfundi Á.t.V.R. þann 28. maí sl. var ný stjórn kjörin. Stjórnina skipa: Rúnar Ingi Guðjónsson, formaður, Petra Fanney Bragadóttir, varaformaður, Hjördís Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, ritari og Ófeigur Lýðsson, samfélagsmiðlar. Í tilkynningu frá félaginu segir að félagið undirbúi nú fjölbreytta dagskrá fyrir komandi starfsár. Þar má nefna regluleg söngkvöld, spilavist/spilakvöld, stuðningsmannakvöld með ÍBV […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.