Hlýtur að draga kröfurnar til baka

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja. Óbyggðanefnd hefur komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í 2. kafla Rekabálks Jónsbókar. Kröfum fjármálaráðherra um […]
Tvö efstu liðin mætast í Eyjum

Heil umferð fer fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Í Eyjum verður sannkallaður toppslagur þegar tvö efstu liðin mætast. KR er á toppnum með 7 stig þegar þrjár umferðir hafa verið leiknar. ÍBV er í öðru sæti með 6 stig, jafn mörg stig og HK og Fylkir en Eyjaliðið er með betri markatölu. Leikurinn í […]
Málið reynst þungbær reynsla fyrir marga

Í dag var greint frá niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna óhapps sem varð í innsiglingunni til Vestmannaeyja þann 17. nóvember 2023 þegar akkeri Hugins VE-55 festist í Vestmannaeyjahöfn og olli skemmdum á neysluvatnslögn og ljósleiðara sem liggja þvert yfir innsiglinguna. Í tilkynningu á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar, móðurfélags Hugins ehf. er niðustaða nefndarinnar rakin og farið yfir […]
Telja frágang akkerisbúnaðar hafi verið ábótavant

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) opinberaði í dag skýrslu vegna óhapps sem varð í innsiglingunni í Eyjum þegar akkeri Hugins VE festist í neysluvatnslögn sem liggur á hafsbotni þvert yfir innsiglinguna. Atvikið átti sér stað í nóvember 2023 og urðu skemmdir á vatnslögninni. Í niðurstöðum nefndarinnar segir að ástæða þess að akkeri skipsins hafi fest í innsiglingunni […]
Funda með þingmönnum um veiðigjöldin

Í dag ætla fulltrúar Útvegsbændafélags Vestmannaeyja að funda með þingmönnum Suðurkjördæmis vegna frumvarps atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda. Að sögn Viðars Elíassonar, formanns Útvegsbændafélags Vestmannaeyja boðuðu þeir oddvita flokkanna í kjördæminu á sinn fund. Spurður um hvað standi til að kynna fyrir þingmönnunum segir hann að þau ætli að sýna þeim með tölulegum staðreyndum hvað gerist […]
Telja tímabært að slétta út “Veltusundið”

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í vikunni umsókn frá ÍBV-íþróttafélagi um að steypa undirstöður fyrir hljóðskúr sem er í brekkunni hjá Brekkusviðinu í Herjólfdal. Einnig var sótt um að lengja Veltusund til austurs og slétta það svæði. Í umsókninni segir: ÍBV-íþróttafélag óskar eftir leyfi til þess að reisa steyptan vegg undir […]
HS vélaverk bauð best í gatnagerð á Hvítingavegi

Eitt mál var á dagskrá fundar framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja á mánudaginn sl.. Þar voru opnuð tilboð í gatnagerð á Hvítingavegi. Fram kemur í fundargerðinni að óskað hafi verið eftir verðtilboðum í gatnagerð í Hvítingaveg samkvæmt samþykktu deiliskipulagi. Tvö tilboð bárust. Annars vegar frá Gröfuþjónustu Brinks upp á kr. 43.908.109,- og hins vegar frá HS […]
Nauðsynlegt að rödd okkar heyrist á þingi

Gísli Stefánsson tók nýverið sæti á Alþingi. Gísli leysti þar af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðisflokksins. Við tókum púlsinn á Gísla, sem einnig situr í bæjarstjórn Vestmannaeyja um veru hans á þingi. Gísli segir aðspurður um hvernig það hafi verið að setjast á þing að það hafi verið mögnuð reynsla. „Á þessum vinnustað er að finna […]
Vertíðarbransinn búinn og við tekur hið árlega skrap

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í Eyjum á sunnudaginn síðastliðinn. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er rætt stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og er hann spurður um hvernig túrinn hafi verið. „Það var ágæt veiði en aflinn var að mestu ýsa. Við byrjuðum á Víkinni og síðan var farið á Ingólfshöfðann. Túrinn tók rúmlega […]
Fór holu í höggi, aðeins 10 ára gamall!

Kristófer Daði Viktorsson fór holu í höggi á 14. holu á golfvellinum hér í Eyjum á dögunum. Hann notaði 6-járn í höggið, sem fór beint ofan í holuna, honum og öðrum í kring til mikillar gleði. Kristófer er aðeins 10 ára gamall og er hann því yngsti kylfingurinn sem hefur náð holu í höggi á […]