Heimila lundaveiði 25. júlí – 15. ágúst

Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum. Veiði verður heimil dagana 25. júlí – 15. ágúst 2025. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí – 15. […]
Ráðast þarf í brýnar umbætur og lagfæringar á aðbúnaði

Á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var tekið fyrir mál af fundi framkvæmda- og hafnarráðs sem vísað var til bæjarráðs. Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafi setið fundinn í málinu og fylgt eftir minnisblaði er varðar aðstöðu og umhverfi sorpmóttökustöðvar við Eldfellsveg. Fyrir liggur að ráðast þarf í brýnar umbætur og lagfæringar […]
Vosbúð færði hollvinasamtökum Hraunbúða styrk

Vosbúð nytjamarkaður færði hollvinasamtökum Hraunbúða 200.000 króna styrk í dag. Tilgangur hollvinasamtakanna er að bæta aðstöðu og upplifun þeirra sem þar dvelja, með því að styðja við úrbætur á vistarverum og skapa hlýlegt og mannvænt umhverfi. Framlagið frá Vosbúð er því mikilvæg innspýting í áframhaldandi starf og skilar sér beint til þeirra sem þurfa á […]
Tinna Ósk verslunarstjóri Icewear

ICEWEAR hefur starfað frá árinu 1972 og lagt áherslu á útivistarfatnað yst sem innst. Vegur Icewear hefur vaxið með hverju ári og er orðið eitt öflugasta fyrirtækið á þessu sviði hér á landi. Icewear opnaði í Vestmannaeyjum árið 2017, fyrst í Básum en er í dag í glæsilegu og rúmgóðu húsnæði í Baldurshaga við Bárustíg. […]
Landsliðsstelpurnar á TM mótinu

Landsliðið og Pessuliðið léku sinn árlega leik á TM mótinu í ár. Leikurinn fór fram á Þórsvelli í frábæru veðri. Það var Landsliðið sem byrjaði leikinn betur og komust í 3-0 en Pressuliðið náði að jafna leikinn í seinni hálfleik og leikurinn endaði 3-3. Kolfinna Lind Tryggvadóttir og Arna Hlín Unnarsdóttir leikmenn ÍBV voru báðar valdar […]
Eyjamenn ekki fleiri í 30 ár

Íbúum Vestmannaeyja fjölgaði um 47 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2024 til 1. júlí 2025, samkvæmt tölum sem eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi. Þann fyrsta júlí sl. stóð íbúafjöldinn í Vestmannaeyjum í 4.765. Á vefsíðu Þjóðskrár eru gefnar upp tölur aftur til ársins […]
Aðstaða fyrir 140 m ekjufraktskip

„Þeir frá Krönum ehf. eru að vinna fyrir okkur að endurbyggingu Gjábakkakants eftir að í ljós kom að þilið er ónýtt,“ sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri Vestmannaeyja um framkvæmdir í norðurhöfninni. Er verið að reka niður stálþilið en undanfarið hafa starfsmenn Krana keyrt efni með bryggjukantinum. „Nýr kantur verður þannig að ekjufraktskip eða Róróskip geta […]
Tyrkjaránsdagur 12. júlí 2025

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum mun að venju í júlímánuði bjóða upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu, drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu […]
Þetta er góður dagur fyrir okkur Eyjamenn

„Í kvöld var Vestmannaeyjastrengur 5 (VM5) tekin á land í Eyjum, nú eru bæði VM4 og VM5, nýjir rafstrengir Landsnets, komir á land í Eyjum. Fyrsta hluta framkvæmdanna er lokið,“ segir Íris Róbertsdóttir á Fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi þegar langingaskipið Aura kom að landi í Eyjum. „Tveir nýir rafstrengir hafa verið baráttumál okkar Eyjamanna undan farin ár enda mikið gengið á varðandi raforkuöryggi okkar. Þetta verður alger […]
Fyrsti þingmaður okkar fer á kostum

„Ég er mjög hugsi eftir þessi ummæli 1. þingmanns Suðurkjördæmis, stjórnarþingmannsins Ásthildar Lóu Þórsdóttur á þinginu í gær. Þar gerir hún gerir lítið úr þeim 26 sjávarútvegssveitarfélögum sem hafa skilað inn umsögn af því að þau eru ekki meirihluti sveitarfélaga á landinu og þá á ekki að hlusta á þeirra áhyggjur,“ segir Íris Róbertsdóttir á Fésbókarsíðu sinni […]