ÍBV mætir Fylki á útivelli

Lokaumferð Lengjudeildar kvenna fer fram í dag. ÍBV nú þegar búið að tryggja sér titilinn í deildinni. Liðið mætir Fylki í Árbænum í dag. Fylkir í næstneðsta sæti með 8 stig. Leikurinn hefst klukkan 17.30 í dag. Leikir dagsins: (meira…)

Göngum í skólann og Ólympíuhlaup

Föstudaginn 5. september verður uppbrotsdagur í Grunnskóla Vestmannaeyja þegar Ólympíuhlaup ÍSÍ og vinadagur að hausti fara fram. Hlaupið hefst kl. 11 og eru foreldrar og aðstandendur hvattir til að taka þátt og skokka með börnunum. Á sama tíma hefst árlegt verkefni Göngum í skólann í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og […]

Olga áfram með ÍBV

Lettneska knattspyrnukonan Olga Sevcova hefur ákveðið að framlengja dvöl sína í Vestmannaeyjum um eitt ár í það minnsta og halda áfram að spila með ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins. Þegar Olga kom fyrst til landsins og gekk í raðir ÍBV árið 2020 þá gerði hún samning út það keppnistímabil, fáir hefðu […]

Út í Elliðaey

K94A3452

Elliðaey er þriðja stærsta eyjan í Vestmannaeyjarklasanum. Hún er 0,45 km² að flatarmáli og er eyjan í náttúruminjaskrá því þar eru mjög miklar og sérstæðar sjófuglabyggðir. Halldór B. Halldórsson slóst í för með nokkrum Elliðaeyingum sem voru á leið út í eyju í gær. Myndband hans má sjá hér að neðan. (meira…)

Ótrúleg saga 200 Vestmannaeyinga

„Það er magnað að hugsa til þess að á rúmlega 50 ára tímabili frá 1855 fluttust um 400 Íslendingar vegna trúar sinnar á slóðir mormóna í Spanish Fork í Utah í Bandaríkjunum. Og það er enn merkilegra að um helmingur þessa fólks – 200 manns – fóru frá Vestmannaeyjum þegar íbúafjöldi hér var að jafnaði […]

Afmælisfundur Aglow

Aglow hefur starfað í Eyjum í 35 ár og er margs að minnast. Margar konur hafa unnið ötulega og hafa sinnt margs konar þjónustu í Aglow. „Ég er endurnærð og spennt fyrir næsta Aglow fundi sem verður í kvöld 3. sept kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Við byrjum með veglegum veitingum og við syngjum saman […]

Vestmannaeyingar mörkuðu upphaf Vesturferða frá Íslandi

Upphafið má rekja til samstarfs okkar Fred Woods, prófessors við BYU háskólann í Utah í Bandaríkjunum, sem oft hefur komið til Eyja. „Við höfum unnið að því undanfarin ár að draga saman allar upplýsingar sem hægt er að finna um þá 400 Íslendinga, þar af um 200 frá Vestmannaeyjum sem á árunum 1855 til 2014 […]

Hillir undir fyrstu íbúakosninguna í tíð núverandi meirihluta

Nú hillir undir fyrstu íbúakosninguna í tíð núverandi meirihluta í Eyjum. Meirihluti E- og H-lista tók við völdum árið 2018 og var mikið rætt um aukið íbúalýðræði í aðdraganda kosninga það árið. Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í liðinni viku var rykið dustað af máli sem var til umræðu í maí árið 2024. Þá var samþykkt […]

Laxey byggist upp

Screensh Laxey Vidlagafj 09225 Hbh

Áfram heldur uppbygging fiskeldis í Viðlagafjöru. Hér að neðan má sjá myndband frá Viðlagafjöru þar sem fyrirtækið Laxey vinnur að umfangsmiklum framkvæmdum. Halldór B. Halldórsson tók saman. (meira…)

Mínar dásamlegu milljón mínútur á Hressó

Eru flutt í Prentsmiðjuna við Hlíðarveg, Prentsmiðjuna Gym og bjóða í vetur upp á fjölbreytta stundatöflu – Opin vika í gangi Það voru gæfuspor þegar ég í fyrsta skipti steig inn fyrir dyr á Hressó um miðjan apríl 1995. Þá varð til taug sem ekki slitnaði í rúma 30 ár fyrr en stöðinni var lokað þann fyrsta […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.