„Verulega slæmar fréttir“

Vidir1 1536x1022

„Það eru verulega slæmar fréttir að loka eigi vinnslu Leo Seafood. Það eitt ætti kannski ekki að koma á óvart eftir erfiðan rekstur síðustu ár og mikið tap sérstaklega síðustu tvö ár. Þetta verður mikið högg fyrir samfélagið ef allir þeir sem fengu uppsögn núna um mánaðamótin munu missa vinnuna þegar upp verður staðið.“ Þetta […]

Herjólfur flutti ríflega 85 þúsund í ágúst – slippur framundan

Herjólfur flutti alls 85.033 farþega í ágúst 2025, sem er örlítil fækkun frá sama mánuði í fyrra segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjafréttir. „Júlí og ágúst er alla jafna stærsti mánuðurinn í farþegaflutningum og í ár erum við mjög ánægð með árangurinn, og er þá helsti breytiþátturinn hvernig Þjóðhátíðin lendir […]

„Það að eiga lítið og skulda mikið heyrir nú sögunni til!“

lotto

Ung hjón með lítil börn unnu fimmfaldan fyrsta vinning í Lottó síðasta laugardag – rúmar 83,6 milljónir króna! Dagurinn hafði verið allskonar, verkefnin mörg, þreytan farin að segja til sín og konan orðin pínu buguð. Í miðjum amstri ákvað hún að kaupa sér lottómiða, eins og hún gerir stundum. Hún opnaði lottóappið, valdi sjálfsval og hélt […]

Síðustu túrar kvótaársins hjá Eyjunum

Eyjarnar 20250826 081915

Þrír ísfisktogarar úr Síldarvinnslusamstæðunni lönduðu að loknum síðasta túr kvótaársins um nýliðna helgi og allir voru þeir með fullfermi. Bergey VE landaði í Grindavík á laugardag og það gerði einnig Jóhanna Gísladóttir GK. Vestmannaey VE landaði síðan í Eyjum á sunnudag. Bergey og Vestmannaey voru mest með ýsu og ufsa en drýgstur hluti afla Jóhönnu […]

Gott að búa í Vestmannaeyjum þegar árin færast yfir

Ég hef stundum verið að hugsa um það að undanförnu hve þægilegt það er að vera eldri borgari í Vestmannaeyjum. Reyndar var þetta orðalag, „eldri borgari“ aldrei notað hér á árum áður, heldur alltaf talað um gamalmenni og alltaf haldin sérstök skemmtun árlega sem bar heitið Gamalmennaskemmtunin. En svo þótti einhverjum þetta orð niðrandi og þá […]

Handboltinn rúllar aftur af stað – Rætt við þjálfara karla og kvenna

Yngri Eyjastrákar þurfa að taka við keflinu Erlingur Birgir Richardsson tók í sumar við karlaliði ÍBV í handbolta á nýjan leik eftir tveggja ára hlé. Erlingur stýrði karlaliðinu síðast árið frá 20182023 við frábæran orðstír en liðið varð bikarmeistari árið 2020 og íslandsmeistari árið 2023 undir hans stjórn. Karlaliðið hefur verið í undirbúa sig fyrir […]

Fatlaðir fá 27 kennslustundir – Eiga rétt á 37

„Skólafulltrúar, ráðherrar, þingmenn og bæjarstjóri klappa hver öðrum á bakið í Eyjafréttum í þessari viku vegna áherslu þeirra á „kveikjum neistann“ verkefninu. Á sama tíma hafa börn á verkdeild (fötluð börn eða með annan vanda) eingöngu fengið 27 kennslustundir á viku í mörg ár. Lágmarkið samkvæmt reglum er 37 tímar og fá jafnaldrar í skólanum […]

Fyrirkomulag heimgreiðslna verður óbreytt

Ráðhús_nær_IMG_5046

Heimgreiðslur voru til umfjöllunar á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja. Þar kynnti Helga Sigrún Þórsdóttir, deildarstjóri fræðslu og uppeldismála nýtingu á heimgreiðslum síðustu ár og það sem af er þessu ári. Í niðurstöðu segir að fræðsluráð leggi til að fyrirkomulag heimgreiðslna haldist óbreytt en að viðmiðunartekjur breytist í upphafi hvers árs um sömu prósentu og almennir […]

Ofurkonur – Ekkert verra en að tapa fyrir þeim

 Og ekkert sætara en að vinna þær en best að vera með þeim í liði „Þegar ég byrjaði í fyrsta bekk var ég ekkert mest spennti maður í heimi að fara í skólann. Ekki jókst áhugi minn þegar ég sá að ég þurfti að sitja við hliðina á stelpu. Þetta leist mér nú ekkert á. […]

Tilkynning vegna Lundaballs 2025

DSC_2448

Dagsetning Lundaballsins 2025 er óbreytt þann 27. september n.k.  Borið hefur á því að fölir einstaklingar hafa komið að máli við forsvarsmenn Lundaballsins 2025 og spurt þá hvort þeir hyggist virkilega halda ballið í lok septembermánaðar. Hvort ekki sé öruggara að fresta ballinu í a.m.k. 2 mánuði ef ekki lengur vegna þeirrar gríðarlegu vinnu og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.