September heilsar í blíðu

K94A3449

Í dag förum við um vesturbæinn með Halldóri B. Halldórssyni. Þar kennir ýmissa grasa en líkt og sjá má er töluverð uppbygging á svæðinu. Kíkjum vestur úr. (meira…)

„Þetta er mikið högg”

Njall R Cr 2

„Þetta eru náttúrulega ömurlegar fréttir. Því miður gat maður alveg búist við því að til einhverra slíkra aðgerða kæmi en þetta er mikið högg. Ég held að í allri umræðu um veiðigjöld, sægreifa, ofurhagnað, sanngirni og öll önnur hugtök sem eru notuð í opinni umræðu þá megum við ekki gleyma að þarna eru 50 einstaklingar […]

Lítil breyting á íbúaþróun í Eyjum í sumar

folk

Í dag, 1.september eru 4762 íbúar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari starfsmanns Vestmannaeyjabæjar við fyrirspurn Eyjafrétta um íbúatöluna í Eyjum í dag. Síðast þegar miðillinn kannaði stöðuna voru íbúar 4765 talsins. Það var í byrjun júlí. Þær tölur voru byggðar á skráningu Þjóðskrár. Það má því segja að íbúafjöldinn hafi staðið í stað […]

„Við verðum að standa með fólkinu“

Arnar Hjaltalin Opf 22

​„Hugur okkar hjá Drífanda – og örugglega bæjarbúa allra er hjá fólkinu sem var sagt upp,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður stéttarfélagsins Drífanda í kjölfar þess að Vinnslustöðin tilkynnti um lokun bolfiskvinnslu Leo Seafood og uppsögn 50 starfsmanna. Fundar með fólkinu – vonir um að hluti fái störf áfram Drífandi mun funda með fólkinu í vikunni, […]

Velgengni er að gera sitt besta og vita það innra með sér

Hlynur Andrésson tryggði sér um helgina Íslandsmeistaratitil í maraþonhlaupi þegar hann kom í mark í Reykjavíkurmaraþoninu á tímanum 2:26:51. Þetta var aðeins hans annað maraþon sem hann hleypur á ævinni, en hann á enn Íslandsmetið í greininni frá Dresden árið 2020. Við hjá heyrðum í Hlyni og tókum á honum púlsinn. Fjölskylda: Valentina San Vicente […]

Eyjamenn með mikilvægan sigur

Karlalið ÍBV vann góðan 2-0 heimasigur á ÍA í 21. umferð Bestu deildar karla í dag í blíðskaparveðri. Eyjamenn voru töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en náðu þó ekki að skapa sér hrein dauðafæri. Mikið var um hornspyrnur og fyrirgjafir sem þeir náðu ekki að nýta. Staðan 0-0 í hálfleik.  Seinni hálfleikur var svipaður […]

Sjávarútvegssýning í september

Sjávarútvegssýning 2019

Sýn­ing­in Sjáv­ar­út­veg­ur 2025 / Ice­land Fis­hing Expo verður hald­in í fjórða sinn 10.–12. sept­em­ber í Laug­ar­dals­höll en það er sýn­ing­ar­fyr­ir­tækið Rit­sýn sem stend­ur að sýn­ing­unni. Fram kemur í frétta­til­kynn­ingu sem Rit­sýn sendi frá sér að sýn­ing­in verði sú stærsta til þessa en sýn­ing­ar­hald­ar­ar finna þegar fyr­ir mikl­um áhuga, bæði hér á landi og er­lend­is frá. […]

Fá botnliðið í heimsókn

Heil umferð verður leikinn í Bestudeild karla í dag. Í Eyjum taka heimamenn á móti liði ÍA. Skagamenn sitja á botni deildarinnar með 16 stig úr 19 leikjum en liðið á inni leik á móti Breiðablik. ÍBV er í níunda sæti með 25 stig úr 20 viðureignum. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 á Hásteinsvelli […]

ÍBV liðunum spáð fjórða sæti í Olís deildinni

Spáin fyrir Olís deild karla og kvenna var opinberuð á kynningarfundi Olís deildanna sem fór fram í hádeginu í dag á Hlíðarenda. Hörður Magnússon, stjórnandi Handbolta hallarinnar, sem er nýr þáttur í Sjónvarpi Símans sá um kynninguna. ÍBV er spáð fjórða sæti í bæði Olís deild karla og kvenna samkvæmt niðurstöðu árlegrar spár þjálfara og […]

Pysjuævintýið í hámarki

Lundapysjutímabilið er nú á hápunkti og björgunaraðgerðir í fullum gangi í Vestmannaeyjum. Yfir þúsund pysjur hafa þegar verið skráðar í pysjueftirlitið. Pysjubjörgunin hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Bandaríska sjónvarpsstöðin PBS sýndi nýverið heimildarþátt um pysjuævintýrið í Vestmannaeyjum, sem tekinn var upp sumarið 2024. Þáttinn má nálgast á vefnum okkar – eyjafrettir.is. Einnig er […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.