Sigurður Bragason í þjálfarateymi ÍBV

Sigurður Bragason hefur skrifað undir samning og kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla í handbolta. Sigurður verður þar með aðstoðarmaður Erlings Birgis Richardssonar sem tók í sumar við liðinu af Magnúsi Stefánssyni en Magnús leysti Sigurð af sem þjálfari kvennaliðsins. Á facebook síðu ÍBV kemur fram að: “Sigurður sé vel að sér í handboltaheiminum og […]

Samfylkingin stærst í Suðurkjördæmi

​Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga að fylgi Samfylkingarinnar eykst um nær þrjú prósentustig og fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar um næstum tvö prósentustig. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,2-0,8 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar fyrir utan lækkun hjá Sósíalistaflokki.  Tæplega 35% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði […]

Vinna að endurnýjun á samningi

IMG 5063

Heilsuefling fyrir eldri borgara var til umfjöllunar á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja. Samstarf Vestmannaeyjabæjar og Janusar heilsueflingar á verkefninu “Fjölþætt heilsuefling 65 í Vestmannaeyjum” var rætt og hugmynd að áframhaldandi samningi kynnt. Núverandi samningur rennur út í lok ágúst og óskaði framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs eftir samþykki ráðsins fyrir að endurnýja hann til […]

Yfirlýsing frá Þjóðhátíðarnefnd

Þjóðhátíðarnefnd hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir helgina þar sem fram kemur djúpt þakklæti til allra sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Þar er sérstaklega vikið að þeirri miklu samstöðu sem myndaðist innan samfélagsins yfir hátíðna. Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni: Kæru Eyjamenn og þjóðhátíðargestir, Þjóðhátíðin í Eyjum 2025 verður líklega sú […]

Jóhanni falið að vinna greiningarvinnu fyrir höfnina

Hofnin TMS 20220630 084235 La 25

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í síðustu viku og fór þar yfir innviðauppbyggingu á hafnarsvæðinu. Á þarsíðasta fundi ráðsins var samþykkt að fela hafnarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að forma verkefnið og kanna kostnað við greiningarvinnuna. Starfsmenn ráðsins hafa nú formað verkefnið og kostnaður við þennan hluta er á bilinu 1-1. 4 m.kr. Sá […]

Takk fyrir mig, yndislega eyja

„Því vil ég segja, takk fyrir mig. Yndislega eyja, ég kem aftur til þín.” Þessi texti er væntanlega í hugum margra sem fóru frá Eyjum eða era að fara frá Eyjum í dag. Þjóðhátíðargestir yfirgefa nú eyjuna einn af öðrum og ganga flutningar til lands vel. Halldór B. Halldórsson setti saman þetta skemmtilega myndband frá […]

„Verður nóg að gera hjá okkur næstu dögum”

default

Það hefur ekki verið slegið slöku við í makrílvinnslunni hjá Vinnslustöðinni þrátt fyrir að Eyjamenn haldi sína Þjóðhátíð. Rætt er við Sindra Viðarsson, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar á fréttavef fyrirtækisns í morgun. „Já, það er rétt. Við erum búin að vera á fullu í vinnslu síðan á laugardagsmorgun. Þá kom Huginn með ca. 1.300 tonn. Við […]

Erilsamt hjá lögreglu í nótt

Þjóðhátíð 2025

Erilsamt var hjá lögreglu í nótt og gista sex fangageymslur eftir nóttina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Eyjum sem birt er á facebook-síðu embættisins. ÞAr segir jafnframt að fimm líkamsárásir hafi verið tilkynntar til lögreglu og eru þau mál til rannsóknar. Einn aðili veittist að lögreglumanni og við handtöku fundust á honum […]

Sunnudagurinn í myndum

Þjóðhátíð 2025

Lokadagur Þjóðhátíðar var í gær og margt um manninn á hátíðarsvæðinu. Einn þeirra var Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari sem fangaði stemninguna í gegnum linsuna. (meira…)

Ánægja með aðsóknina

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum náði hámarki í Herjólfsdal þegar Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrði Brekkusöng fyrir fulla brekku af gestum undir miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Fyrr um kvöldið höfðu Björgvin Halldórson, Sigga Beinteins, Stebbi Hilmars, Emmsjé Gauti, GDRN og Flóni sungið með Stuðlabandinu á kvöldvökunni. Eftir miðnætti stigu Birnir, Flóni, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.