Hækkun veiðigjalda – Ofurskattur á landsbyggðina

Skilja ekki á hverju hagkerfið okkar byggir – Bera ekki virðingu fyrir því fólki sem býr á landsbyggðinni – Það er mikið undir, framtíð barnanna á landsbyggðinni. Viljum við hafa góð störf, lifa góðu lífi eða viljum við að hagkerfi landsbyggðarinnar verði að nýlenduhagkerfi og við verðum einhver jaðarsettur hópur, þar sem efnahagslegur vöxtur er ekki […]
Svakalegt nágrenni á Reglubrautinni

„Ég man fyrst eftir mér á Hjalteyri, sem var pínulítið tvíbýli á tveimur hæðum norðan megin við Reglubrautina og var þröngur malarstígur á milli Vesturvegar og Vestmannabrautar,“ segir Ásgeir Sigurvinsson, Eyjamaður og knattspyrnukappi í mjög áhugaverðu viðtali við Ásmund Friðriksson í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út á fimmtudaginn. Viðtalið kallar Ásmundur, Borgfirskur Sandari af Reglubrautinni. Og áfram er haldið: […]
Þjóðvegurinn fær ekki forgang

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær var tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Herjólfs fyrir hönd stjórnar Herjólfs ohf. þar sem farið er fram á að Herjólfur njóti forgangs í siglingum um Vestmannaeyjahöfn. Fram kemur í bréfinu að það sé hagur bæjarbúa og annarra farþega að hægt sé að treysta því að skipið haldi […]
Dagskrá laugardags á Goslokunum

Dagskrá Goslokahátíðarinnar er með hinu glæsilegasta móti í ár og stendur fram á Sunnudag. Aðal herlegheitin fara fram um helgina og hér fyrir neðan má sjá einfaldaða útgáfu af dagskrá laugardagsins. Barnadagskrá 13:00 – Goslokalitahlaup (frekari upplýsingar hér) 13:40 – Vigtartog Benedikt Búálfur og Dídí mannabarn VÆB Íþróttaálfurinn Andri Eyvindar með brekkusöng fyrir börnin 13-16 […]
Framkvæmdir vegna rafstrengja hafnar á Eldfellshrauni

Nú er verið að leggja tvo 66 kV sæstrengi til Vestmannaeyja sem mun stórauka orkuöryggi og rafmagnsafhendingu til Vestmannaeyja. Framkvæmdir eru hafnar á Eldfellshrauni, en leggja þarf strengina í spennustöð við FES en nokkuð flókið var að finna lagnaleið fyrir strengina. Landtaka við Vestmannaeyjar er afar erfið vegna nokkurskonar klettabeltis sem liggur við ströndina. Ekki […]
Andlát: Óskar Jakob Sigurðsson

(meira…)
Júnímetið féll hjá Herjólfi

Farþegaflutningar Herjólfs hafa aldrei verið meiri í júní en í nýliðnum júnímánuði, TM-mótið og Orkumótið draga auðvitað þúsundir farþega til Eyja en auk þess er stríður straumur aðra daga með skipinu. Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ferðuðust alls 72.463 farþegar með Herjólfi í liðnum mánuði sem gerir ríflega 7% fjölgun farþega á milli […]
Sæunn Lúðvíksdóttir, kokkur á sjó í 11 ár

Við Gunni byrjuðum að búa saman á vistinni við Stýrimannaskólann í Eyjum, innan um öll þessi testosterabúnt og galsafulla peyja í skipstjórnarnámi. Ruðningsáhrifin frá þeim áttu það til að vera töluverð, stundum barið í borðið og svo tróðu þeir neftóbaki í bílförmum í nefnið á sér. Um vorið fluttum við í blokkaríbúð í Áshamri og […]
Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttir: Sögur af sjó

Í hvert sinn sem ég stoppa til að fá mér kaffi á verkstæði Icecool í Gagnheiðinni á Selfossi er tekið hressilega á móti manni, þar er töluð íslenska og það er töggur í mannskapnum. Þarna birtast manni hestöfl og kraftur hugans í öflugum rekstri og næmri þekkingu til að leiða afl vélarinnar út í hjöruliðina. […]
Segja lundastofninn í hættu

Rannsóknir og vöktun á lundastofninum sýna að lunda hefur fækkað mikið við Íslandsstrendur síðustu 30 ár. Af þeim ástæðum biðla Náttúruverndarstofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá áðurnefndri stofnun og ráðuneyti. Veiðar valda fækkun á lunda Jafnframt […]