Vestmannaeyjahlaupið á morgun

Vestmannaeyjahlaupið verður á morgun, laugardag. Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 km, og verður ræst frá íþróttamiðstöðinni kl.12:30. „Veðurspáin er góð. Við vonum að hundrað keppendur taki þátt, nú hafa 80 skráð sig,” segir Magnús Bragason, einn skipuleggjenda hlaupsins. Skráning og upplýsingar má nálgast hér. (meira…)

BMW X3 Plug-in Hybrid – Smíðaður fyrir ævintýri

Nýi BMW X3 Plug-in Hybrid er bíll sem sameinar fjölhæfni, þægindi og einstaka aksturseiginleika. Þökk sé tengiltvinnhreyflinum getur þú ekið um á rafmagni í styttri ferðum og notið kraftsins þegar lengri leiðir kalla. Nýjustu tengimöguleikar og háþróuð akstursaðstoðarkerfi lyfta öryggi, virkni og afþreyingu í akstri upp á nýtt stig. „BMW X3 Plug-in Hybrid hentar einstaklega […]

ÍBV fær HK í heimsókn

Olísdeild karla er farin af stað. Í kvöld verða tvær viðureignir. Í Eyjum taka heimamenn á móti HK. Afturelding, Fram og Valur hafa sigrað í þeim þremur leikjum sem lokið er í deildinni. Hinn leikur kvöldsins er viðureign Þórs og ÍR á Akureyri. Í Eyjum hefst leikurinn klukkan 18.30. Fram kemur á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV […]

Eyjakonur skoruðu níu í síðasta leiknum

Kvennalið ÍBV gerði góða ferð í Árbæinn í dag þegar liðið gjörsigraði Fylki 1-9 í 18. umferð Lengjudeildar kvenna. Þetta var síðasti leikur tímabilsins en þær voru nú þegar búnar að tryggja sér sigur í deildinni. Staðan var 0-4 í hálfleik. Viktorija Zaicikova kom ÍBV yfir strax á 6. mínútu leiksins. Allisons Clark bætti öðru […]

Baldur hefur siglingar á mánudag

Herjólfur IV mun sigla til Hafnarfjarðar næstkomandi sunnudag þar sem hann verður tekinn í slipp. Framundan er reglubundið viðhald og yfirferð á skipinu, sem tryggir áfram öruggar og áreiðanlegar siglingar milli Vestmannaeyja og landsins. Á meðan Herjólfur er í slipp tekur ferjan Baldur við áætlunarferðum og mun hefja siglingar á mánudaginn n.k. (meira…)

Funduðu saman í fyrsta sinn

Stjórnarfólk íþróttahéraða á Suðurlandi og framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) fundaði í fyrsta sinn öll saman á föstudag í síðustu viku. Fundað var í Vestmannaeyjum. Fram kemur í frétt á umfi.is að markmiðið með fundinum hafi verið að byggja brú á milli sambandanna. Rakel Magnúsdóttir segir ferðina hafa heppnast frábærlega. „Þetta var fyrsti samráðsfundur íþróttahéraða á […]

Fátt um svör við fyrirspurn um lundann

Lundar Gomul Eyjafrettir

Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og formaður atvinnuveganefndar Alþingis sendi á dögunum skriflega fyrirspurn til Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um lundaveiði. Svör hafa nú borist frá ráðherra. Sigurjón segir að það sem er áhugavert við svarið sé m.a. að veiði hefur dregist saman. „Ekki er vitað um hve mikil sala er á lunda í […]

Reiknað með fyrstu niðurstöðum í haust

alfsnes_landey_vegagerdin_is

Eyjólfur Ármannssson, innviðaráðherra hefur svarað fyrirspurn frá Gísla Stefánssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins um samgöngur milli lands og Vestmannaeyja. Afstaða tekin til verkefnisins í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun Gísli spurði annars vegar hvort ráðherra hyggist tryggja fjármagn á þessu ári sem þarf til að hefja rannsóknir á jarðlögum í Vestmannaeyjum í samræmi við ráðleggingar starfshóps um […]

Yfir 2000 lundapysjur skráðar

Þegar þessi frétt er skrifuð um klukkan 13.00 er búið að skrá 2079 lundapysjur í pysjueftirlitið á lundi.is. Mikið magn virðist vera að fljúga á bæinn um þessar mundir. Fram kemur á Facebook-síðu eftirlitsins að af 784 pysjum sem vigtaðar hafi verið er meðalþyngd þeirra aðeins 243 grömm. Þar segir jafnframt að ekki sé að […]

Hljómsveitin Skógarfoss – Til heiðurs forferðrunum

Það var skemmtilegt uppbrot í heimsókn Mormóna frá Utah í byrjun júní þegar hljómsveitin Skógarfoss steig á svið á miðri ráðstefnunni. Eins og nafnið bendir til á fólk í sveitinni ættir að rekja til Íslands. „Þess vegna völdum við íslenskt kennileiti þegar kom að því að gefa hljómsveitinni nafn. Ekki síst vegna þess að fjölskylda […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.