Vicente Valor aftur til Eyja

Vicente Valor Mynd Ibvsp

Knattspyrnuráð ÍBV hefur náð samkomulagi við KR að Vicente Valor verði á ný leikmaður ÍBV. Vicente sem er 26 ára miðju- og sóknarmaður yfirgaf ÍBV að lokinni síðustu leiktíð en hefur nú snúið aftur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV. Vicente lék í 7 leikjum fyrir KR en hann hafði áður leikið í […]

Ekki rukkað fyrir málma og verð á gleri lækkar

Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322

Terra hefur tilkynnt um breytingu á verðskrá og innheimtuaðferð í Vestmannaeyjum. Á vef fyrirtækisins segir að frá og með 22. apríl muni ný verðskrá taka gildi á móttökustöð Terra umhverfisþjónustu í Vestmannaeyjum auk þess mun félagið breyta innheimtuaðferð á næstu misserum. Félaginu þykir leitt hvernig umræðan hefur þróast að undanförnu, enda endurspeglar hún ekki þann […]

Á ferðinni suður á eyju

K94A2083

Í dag býður Halldór B. Halldórsson okkur upp á útsýnisferð um suðurhluta Heimaeyjar. Þar ber m.a. fyrir kalkúnarnir sem fjallað var um hér á Eyjafréttum um páskana. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Laxey – Fyrsti laxinn kominn í fiskeldiskerin

Tímamót í áframeldi – Fyrsta slátrun í haust Fyrsti skammturinn af laxi hefur verið fluttur úr stórseiðahúsi Laxey yfir í fiskeldiskerin og markar þetta tímamót í áframeldi félagsins. Þetta er stórt skref í átt að varanlegum og stöðugum rekstri. Kerin eru 28 metrar í þvermál og 13 metrar á hæð og rúma samtals 5.000 rúmmetra […]

Matthías heldur tónleika í Hallgrímskirkju í dag

Eyjamaðurinn Matthías Harðarson lýkur einleiksáfanga í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar og heldur að því tilefni tónleika í Hallgrímskirkju í dag klukkan 16.00. Á efniskránni eru verk eftir J. S. Bach, Mendelssohn, Cochereau, Fauré og Duruflé. Matthías hefur lokið mastersnámi í kirkjutónlist við konunglega tónlistarháskólann í Árósum. En áður hafði hann lokið BA- og kantorsnámi frá […]

Öflugur alhliða byggingaverktaki í heimabyggð

Steini og Olli byggingaverktakar ehf er stofnað árið 1988 af tveimur húsasmíðameisturum, Ársæli Sveinssyni og Steingrími Snorrasyni. Fyrirtækið er í dag í eigu hjónanna Esterar S. Helgadóttur og Magnúsar Sigurðssonar. Er hann einnig framkvæmdastjóri fyrirtækisins og hefur verið frá árinu 2002. Þau eru til húsa að Flötum 19 þar sem Netagerð Ingólfs var til húsa […]

Náði 10 þúsund sippum á tveimur tímum

Í gær, á föstudaginn langa tók sr. Viðar Stefánsson fram sippubandið og sippaði til stuðnings Krabbavörn Vestmannaeyja. Hann hafði gefið það út að hann ætlaði að sippa 10.000 sipp í safnaðarheimilinu og treysti hann á áheit bæjarbúa til söfnunar fyrir Krabbavörn. Viðar ​sippaði 879 sipp umfram 10.000 til að vera alveg öruggur með þetta. Ótrúlegt […]

Kalkúnar í Eyjum – uppfært

Nýverið fékk ritstjórn Eyjafrétta ábendingu um að komnir væru kalkúnar á túnið vestan við Haugasvæðið. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ekki fylgir sögunni hverjir hafa flutt þá til Eyja. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kalkúnar eru fluttir til Eyja, en árið 2009 var greint frá því á síðum Eyjafrétta að Árni […]

Skipalyftan: Þjónar bæði byggingariðnaði og sjávarútvegi

„Skipalyftan hefur rekið verslun í langan tíma og í dag erum við með verslun sem þjónar fleiri greinum heldur en sjávarútveginum t.d. byggingariðnaðinum,“ segir Stefán Örn Jónsson, framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Skipalyftunnar. Verslunin er í húsi fyrirtækisins inni á Eiði og er vöruúrval meira en margan grunar. Og alltaf eru reynsluboltarnir, Tómas Hrafn Guðjónsson og […]

Ákvæði í Jóns­bók frá 1281 til bjargar?

Fram­kvæmda­stjóri Óbyggðanefnd­ar seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að nefnd­in sé ekki að taka af­stöðu til ein­stakra krafna þrátt fyr­ir að nefnd­in telji að ríkið eigi al­mennt ekki til­kall til þeirra eyja og skerja sem fyr­ir landi liggja og eru inn­an tveggja kíló­metra fjar­lægðar frá fasta­land­inu. Eins og áður hefur komið fram hefur nefndin […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.