Keppendur Orkumótsins mæta í fyrramálið

Á morgun (miðvikudag) munu keppendur Orkumótsins byrja að streyma til Eyja. Gert er ráð fyrir töluverðri aukningu á umferð til og frá keppnissvæðunum næstu daga. Lögreglan í Vestmannaeyjum sendi tilkynningu frá sér í dag vegna þess efnis þar sem hún hvetur vegfarendur að aka varlega og sýna þolinmæði þar sem umferðin verður þyngri en venjulega, sérstaklega […]

ÍBV fær Fylki í heimsókn

Eyja 3L2A2875

Í dag hefst 9. umferð Lengjudeildar kvenna þegar ÍBV tekur á móti Fylki í Eyjum. Gengi þessarar liða upp á síðkastið er æði misjafnt. ÍBV er á toppi deildarinnar með 19 stig og hefur ekki tapað leik síðan í byrjun maí. Fylkir fór vel af stað í deildinni og unnu fyrstu tvo leikina en hefur […]

Karlalið ÍBV tapaði fyrir Aftureldingu

ÍBV og Afturelding mættust í nýliðaslag í 12. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn með 14. stig í 8. og 9. sæti deildarinnar. Það voru Eyjamenn sem voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og komust á bragðið strax á 12. mínútu þegar Hermann Þór Ragnarsson slapp einn í gegn. Hann […]

Bergey landaði fullfermi fyrir austan

jon_valgeirs_opf

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi í Neskaupstað í gærmorgun. Rætt er við Jón Valgeirsson skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður hvernig hefði gengið. „Við lögðum af stað frá Akureyri eftir að hafa verið þar í slipp og fórum austur fyrir land. Við leggjum nú áherslu á ýsuveiði en það eru býsna margir sem […]

Laxey afhendir fyrsta hóp stórseiða til samstarfsaðila

Laxey hefur náð mikilvælum áfanga í starfsemi sinni með afhendingu fyrsta hóps stórseiða til samstarfsaðila. Þetta markar upphafið að nýju og fjölbreyttara tekjustreymi fyrir fyrirtækið, þar sem reglubundin sala á hágæða stórseiðum verður nú hluti af rekstrarlíkani þess. Með þessari afhendingu er stigið stórt og markvisst skref í þá átt að nýta framleiðslugetu Laxey til […]

Nýliðaslagur á Þórsvelli

Eyja 3L2A4375 (1)

Í kvöld lýkur 12. umferð Bestu deildar karla er fram fara þrír leikir. Í Eyjum taka heimamenn á móti Aftureldingu. Fyrri leikur þessara liða var markalaus en liðin hafa jafn mörg stig í deildinni, sitja í 8. og 9. sæti með 14 stig. Það má því búast við baráttuleik í Eyjum í kvöld, en þessi […]

Minnti á vertíðarstemninguna í gamla daga – myndir

Það var heldur betur líflegt í Vestmannaeyjahöfn í morgun þegar Eyjaflotinn hélt nánast samtímis til makrílveiða. Fjögur skip frá Ísfélaginu og þrjú frá Vinnslustöðinni. Sjá einnig: Ísfélagið sendir fjögur skip á makrílveiðar,  Þrjú skip Vinnslustöðvarinnar farin til makrílveiða Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari var á Skansinum í morgun og myndaði skipin halda úr höfn. Hafði hann […]

Þrjú skip Vinnslustöðvarinnar farin til makrílveiða

DSC 0110

„Við fórum af stað í morgun kl 10:00. Hugmyndin var að fara út hérna suður af Eyjum og leita sig svo í austur. Það eru einhver skip búin að leita suðaustur af landinu fyrr í vikunni en þau eru núna komin út í Síldarsmugu. Hef ekki heyrt af aflabrögðum en þetta er bara rétt að […]

Netaveiðar fyrr á tímum og nú

Þegar ég var drengur fór ég oft á sjó með pabba, Friðriki Ásmundssyni. Hann var oftast með báta sem Fiskiðjan átti. Ég fór á sjó þegar veitt var á línu, net og líka á trolli, ég man eftir því að ég fór með honum á Reyni VE 15 og það var veidd síld í nót. […]

Ísfélagið sendir fjögur skip á makrílveiðar

Mak­ríl­vertíðin er að hefjast. Skip­in halda nú eitt af öðru til veiða og sum­ þeirra halda beint í Smuguna. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðastjóra Ísfélagsins stefna skip félagsins á brottför í fyrramálið, þegar veðrið gengur niður. „Það verða Heimaey, Sigurður, Álsey og Suðurey sem munu stunda þær veiðar og Ísfélagið hefur rúm 20.000 tonn til […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.