Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna

Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins […]

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru

Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017. Silja Bára sat í stjórn félagsins frá árinu 2018 og var formaður síðustu þrjú árin. Hún […]

Kaffispjall og siglt inn í sólina að morgni dags

Pabbi hafði eitthvað verið á sjó þegar hann var yngri. Hann reri á netavertíð en var lærður járnsmiður. Hans sjómennska var viðhald og viðgerðir á bátum, er laghentur, lagar hlutina á sinn hátt en það virkar,“ segir Sigurður Bragason, trillukarl um föður sinn Braga Steingrímsson, skipstjóra og útgerðarmann á Þrasa VE. Bragi byrjaði að gera […]

Hefur áhyggjur af hve hratt eigi að hækka gjöldin

Allir þingmenn Suðurkjördæmis fengu boð um að koma á ráðstefnu Eyjafrétta sem haldin var á dögunum vegna frumvarps atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda. Þrír þingmenn sáu sér fært að mæta. Það voru þau Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki og Víðir Reynisson frá Samfylkingu. Öll tóku þau til máls á ráðstefnunni. Í dag heyrum við […]

Stórleikir í dag

Bæði meistaraflokkslið ÍBV verða í eldlínunni í dag. Strákarnir leika mikilvægan leik í bikarnum og stelpurnar leika mikilvægan leik í deildinni. Leikirnir hefjast báðir klukkan 17.30. Í Eyjum mæta strákarnir Val í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Leikið er á Þórsvelli. Áður hafa Eyjamenn slegið út Reykjavíkur-stórveldin Víking og KR. Stelpurnar eiga útileik gegn ÍA. ÍBV á […]

Bjórhátíðin haldin um helgina

Hin árlega bjórhátíð Brothers Brewery fer fram í Eyjum næstu helgi, dagana 20. og 21. júní. Hátíðin fer fram í stóru tjaldi við brugghúsið, þar sem gestir fá tækifæri til að smakka ótakmarkað úrval bjóra frá fjölbreyttum brugghúsum, bæði íslenskum og erlendum. Auk þess taka einnig þátt handverksframleiðendur sem sérhæfa sig í sterku áfengi, kokteilum […]

Hvergi meiri áhrif af veiðigjöldum heldur en í okkar kjördæmi

Allir þingmenn Suðurkjördæmis fengu boð um að koma á ráðstefnu Eyjafrétta sem haldin var á dögunum vegna frumvarps atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda. Þrír þingmenn sáu sér fært að mæta. Það voru þau Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki og Víðir Reynisson frá Samfylkingu. Öll tóku þau til máls á ráðstefnunni og munum við birta […]

Eykyndill færði Skátafélaginu og Björgunarfélaginu hjartastuðtæki

Í gær færðu fulltrúar slysavarnarfélagsins Eykyndils veglegar gjafir til Skátafélagsins Faxa annars vegar og Björgunarfélags Vestmannaeyja hins vegar. Um er að ræða hjartastuðtæki. Gjafirnar voru afhentar við Vigtartorgið við upphaf dagskrár Þjóðhátíðardagsins. Að sögn Sigríðar Gísladóttur hjá Eykindli verður tækið sem Skátafélagið Faxi fékk staðsett upp í skátaheimili, en þeir eru t.d. að leigja salinn […]

Hátíðarræða Magnúsar Bragasonar

Landsmenn fögnuðu þjóðhátíðardeginum í dag. Magnús Bragason var með hátíðarræðu dagsins í Vestmannaeyjum. Hlýða má á ræðuna í spilaranum hér að neðan. Halldór B. Halldórsson annaðist upptöku. (meira…)

Þjóðhátíðardeginum fagnað – myndir og myndband

17. júní 2025

Þjóðhátíðardeginum var fagnað um allt land í dag en 81 ár eru frá stofnun lýðveldis Íslands. Í Vestmannaeyjum safnaðist fólk saman fyrir skrúðgöngu á Ráðhúströðinni. Gengið var í lögreglufylgd á Vigtartorg þar sem við tók hátíðardagskrá. Magnús Bragason var með hátíðarræðu dagsins, Anna Ester Óttarsdóttir var fjallkonan og flutti hátíðarljóð. Þá voru tónlistaratriði frá bæjarlistamanni […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.