Páskadagskrá Landakirkju

Páskadagskrá Landakirkju hefst í dag, skírdag. Hér að neðan má sjá dagskrá kirkjunnar yfir páskana. Skírdagur: Guðsþjónustan á skírdagskvöld endar á svokallaðri Getsemane-stund þar sem altarið er afskrýtt sem táknræn niðurlæging Krists. Skírdagur er frekar tregablandinn í kirkjunni og því litast guðsþjónustan nokkuð af því. Föstudagurinn langi: Nú í ár er lestur píslarsögunnar í höndum fermingarbarna og […]
Bikarleikur á Þórsvelli

32-liða úrslit Mjólkurbikarsins hefjast í dag. ÍBV fær Víking Reykjavík í heimsókn. Liðin mættust nýverið í deildinni og fóru Víkingar með sigur af hólmi þar. Eyjamenn eiga því harma að hefna. Leikurinn í dag verður á Þórsvelli þar sem unnið er að lagningu gervigrass á Hásteinsvelli. Leikið verður til þrautar í dag, en þess má […]
„Komið páskafrí hjá mannskapnum”

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í heimahöfn á sunnudaginn að afloknum stuttum túr. Bæði skip voru að veiðum í um það bil einn og hálfan sólarhring og var aflinn rúmlega 60 tonn hjá hvoru skipi segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir enn fremur að togararnir hafi verið að veiðum rétt vestan […]
Feðgarnir Grétar og Guðjón

Ég byrjaði 1962 að vinna í rörunum og sjálfstætt frá árinu 1972. Ég lærði hjá Sigursteini Marinóssyni í Miðstöðinni. Þetta eru orðin heil 63 ár,“ segir Grétar Þórarinsson, pípulagningameistari sem enn er á fullu þó orðinn sé 84 ára. ,,Maður er kannski eitthvað farinn að slá af en áhuginn heldur manni gangandi,“ bætir hann við […]
Rofar til í þjóðlendumálinu?

„Það er mat óbyggðanefndar að ríkið eigi ekki tilkall til þeirra eyja og skerja sem fyrir landi liggja og eru innan 2 kílómetra fjarlægðar frá fastalandinu, en slíkar eyjar og sker séu hlutar þeirra jarða sem næst liggja, svo framarlega sem staðhættir eða aðrar aðstæður mæli ekki gegn því. Þá telur óbyggðanefnd hugsanlegt að eignarréttur […]
Bæjarrölt í blíðunni

Það viðraði vel til bæjarrölts í Eyjum í gær. Halldór B. Halldórsson nýtti sér það og fór hann með myndavélina með sér. Þar sýnir hann okkur m.a. eitthvað af þeim framkvæmdum sem nú er unnið að hingað og þangað um eyjuna. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins

Á morgun, skírdag verður hin árlega páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Mæting er í virkið á Skansinum og hefst leit stundvíslega kl.13:00. Allir eru velkomnir og eru barnafjölskyldur sérstaklega hvattar til mætingar. Markmiðið er að eiga góða samveru með fjölskyldunni, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Hlekkur á fésbókarviðburðinn er hér. (meira…)
Endurbætur á Oddfellow-húsinu

Undanfarna mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir á félagsheimili Oddfellow í Vestmannaeyjum. M.a. er verið að byggja við austugafl hússins. Halldór B. Halldórsson tók stöðuna á framkvæmdunum í dag og má sjá myndband frá heimsókninni hér að neðan. (meira…)
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags

Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 17:00 í Týsheimilinu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Framboð til aðalstjórnar skulu berast til framkvæmdastjóra félagsins minnst 10 dögum fyrir boðaðan fund. Tilkynningar um framboð skulu því hafa borist fyrir miðnætti 19. apríl á ellert@ibv.is Tillögur að lagabreytingum skulu berast til aðalstjórnar minnst 10 dögum fyrir […]
Tíu þúsund góðgerðarsipp sr. Viðars

„Elsku vinir! Það gleður mig að segja loksins frá þessari hugmynd sem hefur verið að gerjast hjá mér síðan í janúar og er nú að verða að veruleika. Á föstudaginn langa ætla ég að sippa 10.000 sipp í safnaðarheimilinu til styrktar Krabbavörn í Eyjum, félag sem fermingarbörnin völdu til að styðja og skiptir svo miklu […]