Nýliðarnir mætast í Mosfellsbæ

Fjórir leikir eru í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. Þar á meðal er leikur nýliða deildarinnar. Þar tekur Afturelding á móti ÍBV í Mossfellsbæ. Liðin töpuðu bæði í fyrstu umferðinni. Afturelding tapaði gegn Breiðablik og Eyjamenn töpuðu fyrir Víkingum á útivelli. Flautað verður til leiks að Varmá klukkan 17.00 í dag. Leikir dagsins: […]
Undirbúningur og samskipti lykilatriði

Eyþór Viðarsson er rafvirki sem hefur starfað í faginu í yfir áratug. Eyþór starfaði í byggingariðnaðinum á sínum tíma þegar hann bjó á höfuðborgarsvæðinu, en í dag er hann sjálfstætt starfandi og aðstoðar fyrirtæki og fólk við stór og smá verkefni tengd rafmagni. Við fengum að heyra í Eyþóri og fá hans ráð og innsýn […]
Rýnt í ársreikning bæjarins

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, gerði grein fyrir endurskoðuðum ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 í framsögu á fundi bæjarstjórnar í vikunni, en þá fór fram seinni umræða um ársreikninginn. Auk þess fór bæjarstjóri yfir helstu niðurstöður reikningsins. Engar tölulegar breytingar voru gerðar milli umræðna en textaskýringar voru yfirfarnar og lagfærðar þar sem við átti. „Íþyngjandi stóraukin skattheimta […]
BAUHAUS heim að dyrum

Frá opnun árið 2012 hefur BAUHAUS á Íslandi verið í stöðugum vexti á byggingarvörumarkaðinum hérlendis. Fyrstu árin fóru í það að festa sig í sessi á höfuðborgarsvæðinu, en árið 2022 opnuðust nýir möguleikar fyrir viðskiptavini um land allt með komu vefverslunar BAUHAUS. Vefverslun BAUHAUS gerir Eyjamönnum og öðrum landsmönnum kleift að versla úr því mikla […]
Siglt á ný til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag og þar til annað verður tilkynnt skv. áætlun, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30, 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15, 20:45, 23:15. (meira…)
Að rekstrarskilyrði Reykjavíkurflugvallar verði tryggð

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á miðvikudaginn síðastliðinn fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir ályktun sem samþykkt var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. mars. sl. Ályktunin hljóðar svo: ,,Landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga leggur ríka áherslu á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir flugsamgöngur landsmanna, sérstaklega í ljósi hlutverks hans í sjúkraflugi og öryggi fólks sem þarf á bráðri heilbrigðisþjónustu […]
Siglt til Þorlákshafnar síðdegis

Vegna versnandi aðstæðna í Landeyjahöfn siglir Herjólfur til Þorlákshafnar seinni partinn í dag. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45. Aðrar ferðir eru ekki á áætlun. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki […]
Hæsti lottópottur sögunnar !

Lottópotturinn síðasta laugardag var sjöfaldur og voru rétt tæpar 160 milljónir í pottinum sem er nýtt met. Rúmlega 20 þúsund manns fengu vinning í útdrættinum en tvær konur, báðar í kringum fertugt, voru þó heppnastar allra þar sem þær voru með allar fimm tölurnar réttar og skiptu því fyrsta vinningi á milli sín. Fengu þær […]
Birta niðurstöður stofnmælingar botnfiska

Komin er út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd og helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór dagana 27. febrúar til 23. mars 2025. Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að niðurstöður séu bornar saman við fyrri ár en verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1985. Stofnmæling botnfiska […]
Kalla eftir ítarlegri gögnum áður en ákvörðun er tekin

Staða á bátakosti Vestmannaeyjahafnar var til umfjöllunar hjá bæjarráði Vestmannaeyja í vikunni, en fyrir lá erindi frá framkvæmda- og hafnarráði um afstöðu bæjarráðs til þess að skoðað verði með kaup á þjónustubáti á yfirstandandi fjárhagsári. Erindinu fylgdi minnisblað vegna fjárfestinarinnar. Þar segir m.a. að bátamál Vestmannaeyjahafnar hafi lengi verið í umræðunni, en höfnin átti tvo […]