Bergur verður Bergey á ný

Bergey Sigurdur Cr Tms

Fyrir nokkru fór Bergur VE í slipp til Akureyrar. Þar var skipið málað og gert fínt, vélar teknar upp og ýmsu öðru viðhaldi sinnt. Á meðal þess sem gerðist í slippnum var að nafni skipsins var breytt. Það fékk aftur sitt upprunalega nafn Bergey og nú heyrir Bergsnafnið sögunni til. Þetta kemur fram á vef […]

Toppslagur í Kópavogi

Eyja 3L2A1461

Í kvöld verður lokaleikur 7. umferðar Lengjudeildar kvenna. Þá mætast HK og ÍBV í Kórnum. Liðin eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar og ljóst að fari annað hvort liðið með sigur í kvöld tillir það sér á topp deildarinnar, en þar situr í dag Grindavík/Njarðvík með 16 stig. HK hefur 15 stig og ÍBV […]

Heildarafli í maí rúmlega 68 þúsund tonn

Sjom Landar

Landaður afli nam rúmum 68 þúsund tonnum í maí 2025 sem er 22% minna en í maí 2024. Botnfiskafli var rúm 42 þúsund tonn og dróst saman um 7%, þar af fór þorskafli úr 22,2 þúsund tonnum í 21,7 þúsund tonn. Uppsjávaraflinn var nær allur kolmunni, 22 þúsund tonn. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. […]

Skora á ríkisstjórn og Alþingi að endurskoða tillögur sínar

Á síðasta fundi bæjarstjórnar fór Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri yfir umsögn Vestmannaeyjabæjar um veiðigjaldafrumvarp atvinuvegaráðherra og vinnu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, fundi og greiningar á vegum samtakanna. Á fundinum var lögð fram sameiginleg bókun bæjarstjórnar sem í segir að bæjarstjórn taki undir umsögn og bókun bæjarráðs frá 26. maí sl. og gerir athugasemdir við þann stutta tíma sem […]

Tap hjá Eyjamönnum gegn Íslandsmeisturunum

ÍBV tók á móti Breiðablik á Þórsvelli í 11. umferð Bestu deildar karla í dag en leikurinn endaði með 0-2 tapi. Leikurinn fór fremur hægt af stað og bæði lið að reyna að ná upp einhverjum spilköflum en það voru gestirnir sem tóku forystuna á 20. mínútu leiksins þegar Ágúst Orri Þorsteinsson vann boltann af […]

Á flugi yfir Heimaey

“Eyjan mín fagra græna” söng Bubbi í þjóðhátíðarlaginu um árið. Eyjan er einmitt orðin iðagræn. Það sést vel í myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem setti drónann á loft í blíðunni. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)

Lýðræði mælt í fjölda funda?

Það var vel til fundið hjá Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, bæjarfulltrúa, að taka saman hvernig fjöldi funda og mála hinna fjögurra fagráða bæjarins, auk bæjarráðs, hafi verið 2019 samanborið við 2024. Gott og hollt er að velta því fyrir sér hvort þróunin sé jákvæð eða neikvæð og þetta er ágætt innleg í vinnu sem er hafin […]

Ferðafólk þekkir Hop-on fyrirkomulagið

Sindri Ólafsson, eigandi Hop-on í Eyjum, bíður upp á ferðir til að skoða Vestmannaeyjar með svokallaðri Hop-On Hop-Off rútuferð. Ferðin nær yfir helstu kennileiti og náttúruperlur eyjunnar og hentar bæði gestum og heimafólki. ,,Við bjóðum upp á nokkuð hefðbundnar Hop-on Hop-off ferðir. Þar sem rútan gengur ákveðin hring á klukkutíma fresti yfir daginn og stoppar […]

ÍBV og Breiðablik mætast í dag

Sverrir Páll

Besta deild karla fór aftur af stað í gær eftir landsleikjapásu. Einn leikur var í gær en þá sigraði Stjarnan Val í Garðabæ. Í dag verða svo fjórir leikir. Í Eyjum taka heimamenn á móti Blikum. Breiðablik í öðru sæti með 19 stig úr 10 leikjum en Eyjaliðið er með 14 stig og situr í […]

Einstök náttúruupplifun með Ribsafari

Ribsafari hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn af vinsælustu afþreyingarkostum ferðamanna í Vestmannaeyjum. Með ferðunum hjá Ribsafari fá gestir tækifæri til að sigla á hraðbát við Vestmannaeyjar og skoða þá einstöku náttúru sem þær hafa upp á að bjóða. Eyþór Þórðarson, einn af eigendum Ribsafari, hefur stýrt rekstrinum frá árinu 2019. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.