TM mótið á þremur mínútum

Veðurguðirnir hafa svo sannarlega leikið við þátttakendur og áhorfendur TM mótsins sem lýkur í dag í Eyjum. Það geislaði gleðin úr andlitum stelpnanna hvert sem litið var. Halldór B. Halldórsson tók saman skemmtilegt myndband frá mótinu sem sjá má hér að neðan. (meira…)
Áhrifin verði metin og hækkunin innleidd í skrefum

Önnur fyrirtæki gætu þurft að taka stórar ákvarðanir um breytingar í rekstrinum með því að draga úr fjárfestingum og segja upp fólki. Á þetta bæði við minni og stærri fyrirtæki. Á ráðstefnu Eyjafrétta um fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum var Róbert Ragnarsson meðal frummælenda. Hann er ráðgjafi hjá KPMG, stjórnmálafræðingur og fyrrum bæjarstjóri í Grindavík […]
Eyjascooter: skemmtilegar ferðir á hlaupahjólum

Eyjascooter er lítið einkarekið fyrirtæki hér í Eyjum í eigu þeirra hjóna Ingibjargar Bryngeirsdóttur og Heiðars Arnar Svanssonar. Fyrirtækið sérhæfir sig í hlaupahjólaferðum um eyjuna og bjóða þau upp á skemmtilegar ferðir með leiðsögn. Þau taka á móti ferðafólki, heimafólki og hópum, og eru mjög opin og sveiganleg með hugmyndir frá fólki. ,,Þetta er þriðja […]
Slippurinn- Fjórtán ára ævintýri lýkur í haust

Gísli Matt, matreiðslumeistari, er kominn af sægörpum í báðar ættir. Langafi hans, Binni í Gröf á Gullborgu VE, var í mörg ár fiskikóngur Vestmannaeyja um miðja síðustu öld og lifandi goðsögn. Afinn og pabbinn sóttu líka gull í greipar Ægis en nú stendur afkomandinn á bryggjunni, velur besta fiskinn og matreiðir rétti sem laða hingað […]
Uppnám vegna meints lýðræðishalla

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í vikunni var athyglisverð umræða um meintan lýðræðishalla innan stjórnsýslu bæjarins á þessu kjörtímabili. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðsflokksins hóf umræðuna undir liðnum “Kosning í ráð, nefndir og stjórnir” en þar var nýtt bæjarráð skipað og eru aðalmenn áfram Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður og Eyþór Harðarson. Alvarlegt umhugsunarefni […]
Stelpurnar drógust gegn Breiðablik

Í gær var dregið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna. Þar mætast annars vegar Breiðablik og ÍBV, hins vegar Valur og FH. ÍBV er eina Lengjudeildarliðið í undanúrslitum, hin þrjú koma öll úr Bestu deildinni. Leikirnir fara fram 31. júlí, segir í frétt á vef KSÍ. (meira…)
Tímamót í gagna- og gæðastjórnun á íslensku fiskimjöli og lýsi

„Miðlægur gagnagrunnur – Fiskimjöl og lýsi hlýtur 3 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði. Styrkurinn er fyrsti styrkur til Félags uppsjávariðnaðarins og markar tímamót í gagna- og gæðastjórnun á íslensku fiskimjöli og lýsi,“ sagði Grettir Jóhannesson, nýsköpunarstjóri uppsjávariðnaðarins með aðsetur í Vestmannaeyjum. „Í dag eru niðurstöður efnagreininga á fiskimjöli og lýsi ekki nýttar til fulls. Með gagnagrunninum […]
Drjúgur hluti tímans fór í siglingar

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði nánast fullfermi í Eyjum á miðvikudaginn. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri er spurður í viðtali á vef Síldarvinnslunnar hvar hefði verið veitt. „Það var víða veitt í þessum túr. Við byrjuðum á Pétursey og færðum okkur síðan yfir á Vík. Við vildum fá heldur meiri ýsu og fórum austur á Öræfagrunn og […]
Stelpurnar skemmta sér í blíðunni á TM mótinu – myndir

Það er frábær stemning á TM móti ÍBV sem nú stendur yfir. Byrjað var að spila fótbolta eldsnemma í gærmorgun og aftur í morgun. Í gærkvöldi var setning og hæfileikakeppni. Í kvöld verður svo landsleikur og kvöldvaka. Óskar Pétur Friðriksson skellti sér á einn leik hjá ÍBV í gær og má sjá myndasyrpu hans hér […]
Tuttugu prósent af hækkun veiðigjaldsins fellur til í Eyjum

Eigum við þá að gera ráð fyrir því, ekki að það skipti máli í samhenginu, að það hafi verið Viðreisn sem vildi ganga lengst og fara aðra leið en Samfylkingin? „Ég ætla bara að taka fyrir tvo umræðupunkta. Annars vegar hagsmuni Vestmannaeyjabæjar og þar með Eyjamanna sem hér eru í húfi. Hins vegar að fara […]