Þarf að tryggja að kerfið sé bæði sanngjarnt og raunhæft

Nýverið funduðu fulltrúar Útvegsbændafélags Vestmannaeyja með þingmönnum Suðurkjördæmis. Flestir oddvitanna mættu til fundarins. Eyjafréttir ræddu við tvo þeirra að fundi loknum. Annar þeirra er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Spurð hvað henni hafi þótt markverðast sem kom fram á fundinum segir hún að það hafi verið mjög gagnlegt að heyra beint frá fólki sem rekur útgerð […]

Konur sjómanna: Þórdís Gyða Magnúsdóttir

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega um land allt í gær og sjómönnum fagnað. Mikil og skemmtileg dagskrá var í boði hér í Eyjum og var sjómönnum fagnað yfir helgina. Við hjá Eyjafréttum náðum tali af nokkrum konum sjómanna og fengum að spyrja nokkurra spurninga varðandi fjölskyldulífið. Nafn: Þórdís Gyða Magnúsdóttir Aldur? 37 ára. Fjölskylda? Baldvin Þór, […]

Blíðviðri og markaðssetning skilar fleiri farþegum

farthegar_herj_20250511_120514

Það er óhætt að segja að sumarið hafi farið vel af stað hjá Herjólfsfólki. Flutningar hafa aldrei verið eins miklir í maímánuði og breytir þá engu hvort horft er í flutning á farþegum, bílum eða þungaflutningum. „Maímánuður hefur verið mjög góður undanfarin þrjú ár“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í stuttu spjalli við blaðamann […]

Skötuveisla sem stendur undir nafni

Upphaf skötuveislu sjómannadagsráðs að morgni sjómannadags má rekja til Árna Johnsen og Dóru konu hans sem í mörg ár buðu ráðinu og fleiri gestum til veislu að Höfðabóli. Boðið var upp á skötu og saltfisk með öllu tilheyrandi og berjasúpu með rjóma á eftir. Hátíðlegra gat það ekki orðið. Nú er Árni fallinn frá og […]

Sýning á lokaverkefnum í dag

Lokaverkefni Grv La

Ágætu bæjarbúar. Okkur er sönn ánægja að bjóða ykkur á sýningu lokaverkefna 10. bekkinga. Þetta segir í frétt á vefsíðu Grunnskólans í Vestmannaeyjum – grv.is. Þar segir ennfremur að nemendur hafi unnið hörðum höndum að áhugasviðstengdum verkefnum sl. vikur. Sýningin verður á sérstökum sýningarbásum í sal Barnaskólans mánudaginn 2. júní klukkan 17:30-18:30. Verkefnin eru mjög […]

Stóraukið fjármagn í viðhald vega á landsbyggðinni

Við þekkjum öll dæmi um vegi í okkar heimabyggðum sem þarfnast úrbóta strax. Vegi sem skipta máli fyrir öryggi fólksins okkar og framtíð byggðanna.  Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er áætlað að einungis 35% burðarlaga og 37% slitlaga í vegakerfinu séu í góðu ástandi. Þetta undirstrikar brýna þörf fyrir úrbætur. Ríkisstjórnin hefur sett málefni innviða í forgang […]

Konur sjómanna: Thelma Hrund Kristjánsdóttir

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega um land allt í gær og sjómönnum fagnað. Mikil og skemmtileg dagskrá var í boði hér í Eyjum og var sjómönnum fagnað yfir helgina. Við hjá Eyjafréttum náðum tali af nokkrum konum sjómanna og fengum að spyrja nokkurra spurninga varðandi fjölskyldulífið. Nafn: Thelma Hrund Kristjánsdóttir Aldur? 38 ára. Fjölskylda? Gift Daða […]

Konur sjómanna: Andrea Guðjóns Jónasdóttir

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega um land allt í gær og sjómönnum fagnað. Mikil og skemmtileg dagskrá var í boði hér í Eyjum og var sjómönnum fagnað yfir helgina. Við hjá Eyjafréttum náðum tali af nokkrum konum sjómanna og fengum að spyrja nokkurra spurninga varðandi fjölskyldulífið. Nafn: Andrea Guðjóns Jónasdóttir Aldur? Ég er 34 ára. Fjölskylda? […]

Mikið fjör á sjómannaskemmtun í Höllinni

Góð aðsókn var á sjómannadagsskemmtuninni í Höllinni í gærkvöldi.  Þar bauð Einsi kaldi og hans fólk upp á veisluborð sem hæfði tilefninu. Veislustjóri var Simmi Vill og náði hann upp góðri stemningu. Einni hápunkturinn var uppboð á Sjómannabjór ársins sem strákarnir í Brothers Brewery útbúa á hverju ári. Hann var að þessu sinni helgaður Braga […]

Á annað hundrað manns í kokteilboði VSV

Það var svo sannarlega góð stemning í bæði Eldheimum og í Höllinni í gærkvöldi. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar í dag að alls hafi verið 120 manns skráðir til þátttöku í sjómannaskemmtuninni, frá öllum sex skipum VSV. „Útgerðin bauð bæði skipverjum og mökum þeirra til viðburðarins. Fyrir skemmtunina var haldið kokteilboð í Eldheimum, þar sem […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.