Halda magnaða tónleika í sundlauginni

Biggi Nielsen, bæjarlistamaður mun halda magnaða tónleika í Sundlaug Vestmannaeyja á morgun, fimmtudaginn 20.mars kl:20:30. Tónleikarnir eru í samstarfi við Fab Lab Vestmannaeyjar í tengslum við Island Ocean Fusion Camp og Distributed Design verkefnið sem styrkt er að Creative Europe áætlun Evrópusambandsins. Biggi mun ásamt hljómsveit spila einstök verk sem innihalda hljóð úr nátttúru Vestmannaeyja […]

Stefnuleysi í uppbyggingu íþróttamannvirkja

Eitt mesta framfaraskref í sögu íþrótta í Vestmannaeyjum er bygging Íþróttamiðstöðvarinnar sem vígð var árið 1976. Fullkomnasta sundlaug landsins og íþróttasalur sem átti sinn þátt í að koma ÍBV á kortið í íslenskum handbolta. Íþróttamiðstöðin efldi ekki aðeins almennt íþróttastarf því þarna var líka aðstaða fyrir skólasund og leikfimi fyrir börn og unglinga. Öll aðstaða […]

Talsvert breytt landslag

Það hefur verið heldur betur líflegt hjá starfsmönnum, Vinnslustöðvarinnar og dótturfélaga á Seafood Expo North America, sem staðið hefur yfir síðustu daga. Seafood Expo North America er stærsta sýning sinnar tegundar í Norður Ameríku. Þúsundir kaupenda og birgja víðs vegar úr heiminum sækja þessa árlegu þriggja daga sýningu í Boston til að styrkja böndin og […]

Reksturinn jákvæður um 597 milljónir

radhus_vestm_2022

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að ársreikningurinn sýni glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og litlar skuldir. Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 9.509 m.kr. og rekstrargjöld 8.549 m.kr. Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og B hluta) var jákvæð um […]

Agnes Lilja framlengir við ÍBV

Agnes Lilja Styrmisdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV út tímabilið 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Agnes Lilja hefur leikið allan sinn feril með ÍBV. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var seinasta verkefni þar leikur við Færeyja síðasta sumar með U-16 landsliðinu. Nýverið var hún valin í æfingahóp […]

ÍBV mætir Fram

21. umferð Olísdeildar karla er öll leikin samtímis í kvöld.  Í Lambhagahöllinni tekur Fram á móti ÍBV. Framarar í þriðja sæti með 29 stig en Eyjaliðið í því sjötta með 21 stig, þegar einungis tvær umferðir eru eftir. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30. Leikir dagsins: mið. 19. mar. 25 19:30 21 Skógarsel ÍR – Stjarnan – […]

Auglýsa eftir aðilum til að byggja og reka heilsurækt

ithrotta-6.jpg

Bæjarráð samþykkti í morgun samhljóða að auglýsa eftir aðilum til að byggja heilsurækt við íþróttahúsið og reka hana. Fram kemur í fundargerðinni að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafi fundað með þeim aðilum sem óskuðu eftir samtali um uppbyggingu heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Annars vegar er um að ræða eigendur World Class og hins vegar Eygló Egilsdóttur, Garðar […]

Pathway landar í Eyjum

OPF DSC 1318

Uppsjávarskipið Pathway kom til Vestmannaeyja í morgun. Skipið var með um 2300 tonn af kolmunna sem landað er hjá Ísfélaginu. En Ísfélagið festi einmitt kaup á skipinu í fyrra og var um það samið að það yrði afhent í maí nk. Páll Scheving Ingvarsson, verksmiðjustjóri FES, fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins sagði í samtali við Eyjafréttir í gær […]

Bærinn og GV semja

Img 1936

Í síðustu viku undirrituðu þau Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Sigursveinn Þórðarson, stjórnarformaður Gólfklúbbs Vestmannaeyja tveggja ára samstarfssamning milli klúbbsins og Vestmannaeyjabæjar. Frá þessu er greint á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að megináhersla með samningnum sé skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga undir leiðsögn vel menntaðra og hæfra leiðbeinenda, en jafnframt á keppnis- og […]

Bæjarstjórnarfundur í beinni

fundur_baejarstj_22

1614. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir má þar helst nefna fyrri umræðu um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024, umræðu um samgöngumál og Eygló eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum. Dagskrá: Almenn erindi 1.  202501044 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 -Fyrri […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.