október, 2018

lau27okt20:30Alþýðuhúsið: Magnús Þór Sigmundsson og Árstíðir20:30

Lesa meira

Um viðburð

Frá árinu 2016 hafa tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson og hljómsveitin Árstíðir hist reglulega í stofunni hjá Magnúsi í Hveragerði og unnið að útgáfu nýrrar breiðskífu. Platan inniheldur lög úr smiðju Magnúsar Þórs sem Árstíðir veittu aðstoð við að taka upp og útsetja en afurðin mun koma út á næstu vikum.

Í tilefni plötuútgáfunnar ákváðu Magnús og Árstíðir að spila nokkra vel valda tónleika á Íslandi. Tónleikaröðin hefst með tvennum tónleikum, fyrst í Midgard á Hvolsvelli föstudaginn 26.október og svo í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum laugardaginn 27.október.

Á tónleikunum verða leikin nokkur lög af plötunni sem ber nafnið “Garðurinn Minn”. Einnig verða fluttar klassískar perlur úr smiðju Magnúsar Þórs, auk vel valdra laga Árstíða.

Hvolsvöllur – Föstudagurinn 26.okt – Miðasala við hurð
https://midgardbasecamp.is/
Vestmannaeyjar – Laugardagurinn 27.okt – Miðasala á midi.is
https://midi.frettabladid.is/tonleikar/1/10661/Magnus_Tor_og_Arstidir

Aðgangseyrir er 3.990 kr.

Tími

(Laugardagur) 20:30

X