júlí, 2018

05júlallday08Goslokahátíð(Allur dagurinn)

Lesa meira

Um viðburð

Í ár fögnum við því að 45 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu 1973 og að á þessum árum hefur vel tekist til að byggja hér upp blómlegt samfélag á ný. Fyrir liggur dagskrá Goslokahátíðar 2018 og eru kjörorð nefndarinnar mannamót, samvera og vinafundir. Goslokanefnd hefur lagt áherslu á að gera bæjarbrag hátíðarinnar sem mestan og sem lið í því átaki vill nefndin hvetja alla bæjarbúa og fyrirtæki til þess að skreyta umhverfi sitt í goslitunum. Bendum við einnig á að útivistarreglur eru í gildi þrátt fyrir Goslokahátíð og að börn eru ætíð á ábyrgð foreldra sinna. Viljum við þakka öllum þeim sem koma að viðburðarhaldi kærlega fyrir samstarfið og minnum við á að hátíð sem þessi væri ekkert án aðstoðar einstaklinga og fyrirtækja. Þá er það von okkar að allir finni eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá og skemmti sér fallega saman. Góða skemmtun.
FIMMTUDAGUR 5. júlí
09.00
Goslokafánar Íbúar og fyrirtæki skjóta saman upp nýjum fána Goslokahátíðarinnar. Fánar til sölu í Eymundsson, kr. 3.500.
11.00-18.00
Eymundsson: Bárustígur 2 Spákonan Sunna Árnadóttir spáir í bolla og spil fyrir gesti og gangandi gegn vægu gosgjaldi. Tímaskráning á staðnum.
17.00
Tónlistarskólinn: Vesturvegur 38 Myndlistarfélag Vestmannaeyja opnar sýningu á verkum félaga sinna.
14.00
Hraunbúðir: Dalhraun Lestur á ljóðum eftir Jónínu Fannbergsdóttur.
17.15
Einarsstofa: Ráðhúströð GZíró (Gerður G. Sigurðardóttir) opnar málverkasýningu.
21.00
Brothers Brewery: Bárustígur Bjórbingó á ölstofu The Brothers Brewery. Bingóspjald fylgir hverjum seldum bjór frá kl. 14.00-21.00.
21.00
Eldheimar: Gerðisbraut 10 Hippabandið kemur saman að nýju og ætlar að leika þekkta slagara hippatímabilsins. Sérstakur gestur þeirra verður Helgi Hermannsson úr hljómsveitinni Logum. Húsið opnar kl. 20.00. Aðgangseyrir kr. 2.000.
FÖSTUDAGUR 6. júlí
10.00
Golfklúbbur Vestmannaeyja Volcano Open – ræst út 10.00 og 17.00. Keppendur eiga að mæta í skála klukkustund fyrr.
10.30-12.00
ÍBV: Hásteinsvöllur Opin fótboltaæfing með meistaraflokki karla, kvenna og 5.-7. flokki. Fótboltastjörnur framtíðarinnar læra af fótboltastjörnum nútímans.
13.00-15.00
Heimaey: Faxastígur 46 Opið hús í vinnu- og hæfingarstöðinni. Gestir og gangandi geta kynnt sér starfsemi hússins. Kerti og annað handverk til sölu á spottprís.
13.00-15.00
Þekkingarsetur Vestmannaeyja: Ægisgata 2 Nýtt líf Fiskiðjunnar, opið húsið hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja á 2. hæð Fiskiðjunnar. Glæný aðstaða til sýnis fyrir áhugasama.
14.00
Gamli Oddurinn: Strandvegur 45 Elísabet Hrefna Sigurjónsdóttir opnar sýningu á málverkum á leðri og leðurskarti.
14.00-17.00
Skansinn Vatn til Eyja, sýning í vatnsveituhúsinu. Opið í Landlyst og Stafkirkjunni. Kaffi og konfekt í boði.
15.30
Stakkagerðistún Barnagleði í boði Ísfélags Vestmannaeyja. Eurovision-stemning með Aroni Hannes, Lalla töframanni og Sirkus Íslands. Öllum krökkum gefið góðgæti.
16.30
Eldheimar Sigrún Einarsdóttir og Sigurgeir Jónasson opna saman hönnunar- og ljósmyndasýningu. Verk Sigrúnar eru fjölbreytt og innblásin af áhrifum Eyjanna, sýning Sigrúnar er sölusýning.
17.00
Kaffi Varmó: Strandvegur 51 Tara Sól Úranusdóttir opnar málverkasýningu.
17.00
Gamla Höllin: Vestmannabraut 19 Sunnansól og hægviðri – Stórtónleikar Lúðrasveitar og Karlakórs Vestmannaeyja. Frumflutningur Söru Renee á Goslokalaginu 2018 eftir Björgvin E. Björgvinsson. Hátíðarávarp í tilefni 45 ára gosafmælis. Sannkölluð menningarveisla. Tónleikarnir eru styrktir af Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga, 100 ára afmæli fullveldisins, Goslokanefnd og Skipalyftunni. Aðgangur ókeypis, takmarkað húsrúm.
18.00
Stakkagerðistún Leikhópurinn Lotta sýnir leikritið Gosa. Ísfélag Vestmannaeyja býður öllum á sýninguna.
18.00
Týsvöllur KFS – Kóngarnir. Áfram KFS!
19.00-21.00
Miðbærinn: Bárustígur Karnival stemning, matarmenning, Sirkus Íslands, Lalli töframaður, Dagur og Fannar, og Aron Hannes leika fyrir gesti. Opið lengur í verslunum og ýmsar uppákomur í bænum.
20.00
Taflfélagshúsið: Heiðarvegur 9A PopArt sýning fjölbreyttra listamanna, Perla Kristins ofl.
22.00
Höllin: Strembugata 13 Pálmi Gunnarsson ásamt hljómsveit og Bjartmar Guðlaugsson og vinir með tónleika. Þeirra ástsælustu lög síðustu þriggja áratuga verða flutt. Tvö stórnöfn hita upp fyrir helgina. Húsið opnar kl. 20.30. Forsala í Tvistinum frá þriðjudegi, forsöluverð kr. 4.900, verð við inngang kr. 5.900.
23.00
Kaffi Varmó: Strandvegur 51 Fjöldasöngur með frændunum Kidda Bjarna og Guðna frá Selfossi sem spila á nikku og gítar.
23.00-02.00
Zame Kró: Strandvegur 73A Trúbador heldur uppi fjöri með léttum lögum og fjöldasöng.
23.00-04.00
Lundinn: Kirkjuvegur 21 DJ heldur uppi góðu stuði frameftir nóttu.
LAUGARDAGUR 7. júlí
08.30
Golfklúbbur VestmannaeyjaVolcano Open – ræst út 8.30 og 13.30. Keppendur eiga að mæta í skála klukkustund fyrr.
11.00
Bryggjan Sagnheimum: Ráðhúströð Spjallstund með Guðrúnu Erlingsdóttur. Samtal kynslóða; upplifun af gosinu. Frásagnir og sögur. Á annarri hæð.
11.00-12.30
Nausthamarsbryggja Bryggjuveiðimót Sjóve fyrir börn á öllum aldri, boðið upp á sannkallaða fjölskylduveiðistund, glaðning og þátttökuverðlaun.
12.00
Heimaklettur: Þrælaeiði Heimaklettsganga með leiðsögn þriggja kynslóða. Þau Svavar Steingrímsson, Halla Svavarsdóttir og Sindri Ólafsson fara með hópinn upp á topp. Gott að mæta tímanlega og vel útbúin.
12.00-13.00
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja Söngvarinn Dagur Sig. og gítarleikarinn Fannar halda uppi fjörinu í sundlaugarpartýi í lauginni.
12.00-18.00
Skansinn: Vatnstankurinn Selma Ragnarsdóttir klæðskeri og kjólameistari setur upp sýningu sem er nokkurs konar gjörningur, Að elska að hata, og er með vísun í fjólubláa náttúru Vestmannaeyja. Athugið að verkin verða einungis til sýnis þennan dag, á þessum tíma.
13.30-15.30
Landsbankinn: Bárustígur Landsbankagleði. Fjölskylduhátíð Landsbankans, lifandi tónlist, hoppukastalar, blöðrur, grill, Skólahreystibraut og Sproti skemmtir gestum.
14.00-16.00
Sagnheimar: Ráðhúströð Það kom með kalda vatninu. 50 ár frá fyrstu vatnsleiðslunni til Eyja. Opið málþing, farið yfir söguna og þá byltingu sem koma vatnsins hafði og starfsemi fyrirtækja í Eyjum. Erindi, pallborð og stutt kvikmynd sýnd. Á annari hæð í safnahúsinu.
14.30
Zame Kró: Strandvegur 73A Léttar og skemmtilegar sögur úr gosinu og frá gosárunum, með þeim félögum Hallgrími Tryggvasyni og Halldóri Waagfjörð.
14.00-18.00
Vestmannabraut 69 Arnór Hermannsson og Helga Jónsdóttir opna sýningu á myndlist og mósaíkverkum. Lifandi tónlist.
14.30-17.00
Ráðhúströð Fornbílaklúbburinn sýnir nokkra vörubíla í tilefni þess að um öld er liðin frá komu fyrstu vörubílanna til Vestmannaeyja. Fróðleikur og spjall.
16.00
Hásteinsvöllur ÍBV – Breiðablik í Pepsideild karla. Áfram ÍBV!
18.00-19.00
Eldheimar: Gerðisbraut 10 Tónleikar með Silju Elsabet Brynjarsdóttur og Rúnari Kristni Rúnarssyni. Þau flytja nokkrar af perlum íslenskrar dægurlagatónlistar við undirleik píanósnillingsins Pálma Sigurhjartarsonar. Aðgangur ókeypis.
21.30
Pizza 67: Heiðarvegur 5 Trúbadorinn Pálmar Örn heldur uppi stemningunni. Sannkallað eyjafjör og tilboð í sal.
23.00
Slippurinn: Strandvegur 76 Útigrill og veitingasala á Skipasandi (á planinu bakvið Slippinn)
23.00-04.00
Prófasturinn: Heiðarvegur 3 DJ heldur uppi góðu stuði fram eftir nóttu.
SUMARNÓTT Á SKIPASANDI
23.00-00.30
Snillingurinn Aron Can tekur öll sín bestu lög og hitar mannskapinn. Sigga og Grétar í Stjórninni ásamt hljóðfæraleik taka gesti í tímavél og rífa fjörið í gang. Mætum snemma! 00.30-03.30 Mikið stuð og lifandi tónlist á stóru útisviði, í króm og á Prófastinum. Brimnes, Dallas, Grænlendingarnir, KK bandið, Siggi Hlö ofl. spila!
SUNNUDAGUR 8. júlí
11.00
Landakirkja Göngumessa frá Landakirkju að gíg Eldfells og að Stafkirkju. Samkirkjuleg guðsþjónusta þar sem félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika. Í lok messu mun sóknarnefnd bjóða í kaffi á lóð Stafkirkjunnar.
13.00-14.30
Stakkagerðistún Busl og sull í sápurennubraut fyrir krakka á öllum aldri, ef veður leyfir.
17.00
Eldheimar: Gerðisbraut 10 Hrefna Óskarsdóttir fer skemmtilega yfir tónlist, feril og sögu söngkonunnar ástsælu Ellýar Vilhjálmsdóttur. Bryndís Guðjónsdóttir syngur nokkur lög Ellýjar við undirleik Jarls Sigurgeirssonar.
19.45
Eyjabíó: Heiðarvegur 19 35 ára afmælissýning stórmyndarinnar Nýtt líf með þeim Karli Ágústi Úlfssyni og Eggerti Þorleifssyni, sem tekin var upp í Eyjum. Annar aðalleikarinn, Karl Ágúst kemur í spjall og segir sögur frá upptökutímabili myndarinnar. Miðaverð, kr. 1.000.
SÝNINGARTÍMAR OG ENDURTEKNIR VIÐBURÐIR
Myndlist unga fólksins í miðbænum
Ungir listamenn í fyrstu fjórum árgöngum Grunnskóla Vestmannaeyja halda saman listasýningu í ýmsum búðargluggum miðbæjarins og skreyta þannig umhverfið. Verkin voru unnin í vetur og fylgir hver árangur sínu þema. Listræn túlkun á gosinu og þeirra innlegg til menningararfsins. Verkin sýnileg alla vikuna.
Eymundsson: Bárustíg 2
Sunna Árnadóttir spákona spáir í bolla og spil fyrir gesti og gangandi gegn vægu gjaldi. Fimmtudag og föstudag frá 11.00-18.00, laugardag frá 11.00-16.00.
Einarsstofa: Sagnheimar
Málverkasýning Gerðar G. Sigurðardóttur. Opin föstudag til sunnudags frá 10.00-17.00.
Eldheimar: Gerðisbraut 10
Hönnunar- og ljósmyndasýning Sigrúnar Einarsdóttur og Sigurgeirs Jónassonar. Opin föstudag og laugardag frá 16.30-18.00, sunnudag frá 11.00-18.00
Gamli Oddurinn: Strandvegur 45
Sýning Elísabetar Hrefnu Sigurjónsdóttur. Opin föstudag til sunnudags frá 14.00-18.00.
Kaffi Varmó: Strandvegur 51
Málverkasýning Töru Sólar Úranusardóttur. Opin á opnunartíma staðarins.
Listaskólinn: Vesturvegur 38
Sýning Myndlistarfélags Vestmannaeyja. Opin föstudag og laugardag frá 14.00-18.00, sunnudag frá 14.00-16.00.
Taflfélagshúsið: Heiðarvegur 9A
PopArt sýning fjölbreyttra listamanna. Opin laugardag og sunnudag frá 14.00-17.00. Verslanir og veitingastaðir í bænum með alls kyns fjör og ýmis Goslokatilboð! Opið í mörgum verslunum til 22.00 á föstudag og til 17.00 á laugardag.

Tími

júlí 5 (Fimmtudagur) - 8 (Sunnudagur)

X