mars, 2020

mið04mar12:0013:00Kynningarfundur um Íþróttafræðinám í Eyjum12:00 - 13:00 Þekkingasetrið:::Fundur

Lesa meira

Um viðburð

Opinn kynningarfundur um íþróttafræðinám HR í Vestmannaeyjum

Miðvikudaginn 4. mars, kl. 12, verður haldinn opinn kynningarfundur um nýtt íþróttafræðinám Háskólans í Reykjavík í Vestmannaeyjum. Fundurinn verður í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2. Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR, Erlingur Richardsson, umsjónarmaður námsins og útskrifaðir íþróttafræðingar úr HR sem búa og starfa í Vestmannaeyjum, munu kynna námið og fyrirkomulag þess, aðstöðuna sem í boði er, atvinnumöguleika íþróttafræðinga og ýmislegt annað sem að náminu snýr. Allir sem áhugasamir eru um námið eru hvattir að mæta.

Frá og með haustinu 2020 geta nemendur stundað BSc-nám í íþróttafræði við HR í blöndu af staðarnámi og fjarnámi í Vestmannaeyjum. Námið gefur íþróttafólki í Eyjum tækifæri til að stunda háskólanám samhliða æfingum og keppni. Fyrsta skólaárið verða sex námskeið kennd í fjarkennslu í gegnum fjarfundabúnað í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Tvö verkleg námskeið verða kennd í Vestmannaeyjum, nemendur ljúka tveimur þriggja vikna námskeiðum í Reykjavík en taka öll skrifleg próf í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Kennarar frá HR koma til Vestmannaeyja tvisvar sinnum á önn til að vinna með nemendum. Síðasta árið í náminu verður kennt í staðarnámi í HR.

Hægt er að lesa meira um íþróttafræði við HR á vefnum: hr.is/ithrottafraedi

Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar.

Tími

(Miðvikudagur) 12:00 - 13:00

Staðsetning

Þekkingasetrið

X