janúar, 2019

04jan(jan 4)10:0028(jan 28)18:00Einarsstofa: Myndlistasýning Árna Más10:00 - 18:00 (28) Einarsstofa

Lesa meira

Um viðburð

Sýningin stendur til 28. janúar og er opið virka daga frá 10:00-18:00.

Sjór er viðfangsefni sem hefur verið Árna hugleikið undanfarin ár, ekki eingöngu í verkum hans heldur hefur hann verið iðinn við sjóböð og sund. Meðal verka á sýningunni eru málverk, prentverk og verkfæri sem Árni hefur sett saman og sýnir sem skúlptúra.

Árni er einn af stofnendum Gallery Ports sem opnað var í lok mars 2016 og var einnig einn af stofnendum Festisvalls, kollektífs sem teygði anga sína til Þýskalands og Hollands.

Öldurnar brotna án afláts við flæðarmálið, við ströndina, fjöruna, landið, sem er eina dagleið frá einhverjum stað sem er eina dagleið í burtu, við þangað. Öldurnar, þakið á botninum. Sumir geta horft tímunum saman á þær koma, hverja á eftir annarri, dáleiddir draumóramenn. Sumir þrjóskast gegn betri vitund til þess að hlaupa útí: Við, þangið! Synda-selir, útflúraðir öldubrjótar, kannski á mánudögum alltaf, og koma betri uppúr til nota verkfærin sín, slétta á eftir sér útsporaðan fjörusandinn sem skolaði á land í dag en verður kaffærður í nótt. Í 2000 ár hefur enginn gengið á vatni. “Smásteinn sem hent er útí tjörn kemur af stað gáraröð. Öldur á sjó líkjast því ekki.” Weber bræður fönguðu vatn í búr í Leipzig árið 1825 og komu af stað ölduróti. Þeir sönnuðu hringlaga braut vatnsagnanna í öldunni með því að dýfa spjaldi, mynd, með krítardufti á, í löginn. Öldurnar á sýningunni eru þessar tilraunir líka. Í heil 2000 ár hefur enginn gengið á vatni. Bara öldulestir sem bruna og renna, magnast upp af vindi. Öldur aldanna, óendanlega margbreytilegar, rísa, kollsteypast, og hníga, sópa burt borgum og brotajárni. En hækkandi sjávarmál? Eykur myrkrið í veröldinni. Hver kveikir á perunni? Skrímslið í djúpinu. Ljósið er agn þess. Bara lítið ljós. Engin ástæða er til þess að trúa því að sjöunda aldan eða nokkur önnur alda verði hærri en hinar. Slíkt er tilbúningur, ekkert lag þannig. Það var sjöunda öldin. Það var lagið. 7. 14. og 21. Fálmangar djúpanna skríða, öldum saman, upp botnhalla flæðarmálsins, en útí stendur einhver, í kafi uppað hnjám og lætur skola sig, dýfir sér …

Skarphéðinn Bergþóruson

Tími

4 (Föstudagur) 10:00 - 28 (Mánudagur) 18:00

Staðsetning

Einarsstofa

X