Í kvöld klukkan 19:30 munu Eyjamenn taka á móti ungmennaliði Selfoss í Eyjum í 1. deild karla í handbolta. Liðin hafa tvívegis leikið áður í vetur, ÍBV vann með einu marki á Selfossi, 25:26 en Selfyssingar gerðu sér lítið fyrir og unnu ÍBV í Eyjum með tveimur mörkum í hörkuleik, 28:30. Eyjamenn eiga því harma að hefna og munu strákarnir án efa berjast til að hefna fyrir síðasta leik.