Fast­eigna­verð í Eyj­um hækkað um 70%
8. apríl, 2015
Fast­eigna­verð í Vest­manna­eyj­um hef­ur hækkað um 70% síðan fjár­mála­kerfið féll hér á landi í lok árs 2008. Á sama tíma hef­ur verðið hækkað um 15-16,5% á Akra­nesi og Ak­ur­eyri, en lækkað um 5,4-6,5% í Reykja­nes­bæ og í Árborg. �?etta kem­ur fram í Hag­sjá Lands­bank­ans, en þar er sagt að mik­il teng­ing við sjáv­ar­út­veg og sterkt og stöðugt at­vinnu­líf skýri mik­inn hluta af þess­ari þróun í Eyj­um.
�?egar nafn­verð íbúða í dag er skoðað sést að meðaltals­fer­metra­verð fast­eigna á höfuðborg­ar­svæðinu er þó enn tals­vert hærra en úti á landi. �?annig er fer­metra­verð á Ak­ur­eyri um 70% af verðinu í Reykja­vík, en á bil­inu 53-61% í hinum sveit­ar­fé­lög­un­um. �?essi mikla hækk­un í Eyj­um hef­ur því orðið til þess að fast­eigna­verð þar er orðið sam­bæri­legt því sem ger­ist á Akra­nesi, Reykja­nes­bæ og Árborg.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst