Skutu skjólshúsi yfir lánlausa KR-inga

Þjóðhátíðarhelgin í Vestmannaeyjum fór af stað með krefjandi veðurskilyrðum á föstudag. Á laugardag mættust ÍBV og KR í meistaraflokki karla í knattspyrnu á heimavelli ÍBV þar sem heimamenn fóru með góðan sigur af hólmi. Fagnaðarlætin urðu þó ekki löng hjá fyrirliða ÍBV sem tók að sér nýtt hlutverk þegar óvæntar aðstæður sköpuðust eftir leik. Sjá […]
Hátíðarræða Páls Scheving

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett í Herjólfsdal í gær. Í kjölfarið flutti Páll Scheving Ingvarsson hátíðarræðu Þjóðhátíðar. Páll átti sæti í þjóðhátíðarnefnd í samtals á annan áratug. Ræðu Páls má lesa í heild sinni hér að neðan. Kæru Eyjamenn og aðrir hátíðargestir. Velkomin í Herjólfsdal. Flest ykkar geta örugglega yljað sér við ljúfar og skemmtilegar minningar […]
Það þarf ekki margar í hundraðið, en nokkrar í þúsundið

Það má segja að Unnar Guðmundsson í Háagarði sé trillu- og lundaveiðikarl sem náði að tengja samfélag veiðimanna sem fæddust fyrir aldamótin 1900 og þeirra sem enn stunda sjóinn á smábátum og lundaveiði í Eyjum. Á mótunarárum Unnars eru Eyjarnar að stíga skref inn í nýja tíma. Enn var stundaður landbúnaður á Kirkjubæjum og kýr og kindur […]
Þjóðhátíð að bresta á – myndir og myndband

Nú er innan við sólarhringur þar til að Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður sett í Herjólfsdal. Hátíðargestir eru farnir að streyma til Eyja og er undirbúningur í hámarki hvert sem litið er. Halldór B. Halldórsson og Óskar Pétur Friðriksson hafa verið á fartinu í dag og má sjá myndefni frá þeim hér að neðan. (meira…)
Konan sem bjargaði Gaujulundi

Gaujulundur er vin í Nýjahrauninu sem var gróðursnautt og svart á árunum eftir gos. Það var sumarið 1988 sem hjónin Erlendur Stefánsson og Guðfinna Ólafsdóttir, Elli og Gauja hófu af mikilli eljusemi uppgræðslu og ræktun í dalverpi á Nýja hrauninu, aðeins 15 árum eftir jarðeldana 1973. Í upphafi var þar enginn jarðvegur, tómur vikur en með árunum […]
Þjóðhátíðarblað Eyjafrétta komið út

Nú er verið að dreifa nýjasta blaði Eyjafrétta til áskrifenda. Blaðið er fullt af áhugaverðu efni. Hæst ber vissulega Þjóðhátíðin og eru fjölmargar umfjallanir og viðtöl um hátíðina. Einnig er áhugavert viðtal Ásmundar Friðrikssonar við Unnar Guðmundsson frá Háagarði. Þá fá íþróttirnar að venju veglegan sess. M.a. er Gunnar Páll Hálfdánsson, formaður ÍBV-Héraðssambands í viðtali. […]
Fyrsta pysjan fundin

Frést hefur að fyrsta pysjan sé fundin, en það kom fram á síðunni ,,Pysjueftirlit” í gær. Það fer því að styttast í að pysjutímabilið hefjist með krafti, sem margir bíða spenntir eftir. Pysjueftirlitið minnir á að skrá allar pysjur á lundi.is. (meira…)
Eyjastelpan sem spilaði í bestu deildum Evrópu

Varð markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands Knattspyrnukonuna Margréti Láru Viðarsdóttur þarf vart að kynna en hún er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur átt. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og hefur spilað og skorað í sterkustu deildum heims. Margrét Lára gaf út bókina, Ástríða fyrir leiknum fyrr í sumar og í […]
Tilraunaveiðar í gildrur gengið vonum framar

„Við erum að aðlaga bát og búnað að þessari veiðiaðferð, erum að prófa græjurnar og byrjuðum með eina gildru til að sjá hvernig þetta kemur út. Smásaman höfum við verið að fjölga gildrunum og erum núna með tvær litlar trossur úti og eru fjórar gildrur í hvorri trossu, samtals átta gildrur. Erum að bæta búnað […]
Embla Harðardóttir: Stefnir á tannlækninn

„Það sem mér hefur fundist skemmtilegast við skólagönguna mína í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hefur verið félagsskapurinn,“ segir Embla. „Það er eitthvað sérstakt við það að vera í litlu og vinalegu skólasamfélagi þar sem allir þekkja alla og maður finnur fyrir stuðningi.“ Embla viðurkennir að henni þyki pínu leiðinlegt að vera ljúka þessum kafla í lífinu […]