Flytja inn þúsundir tonna af sandi

„Það er rétt, Steypey er að flytja þennan sand til Eyja gagngert til að nota í steypugerð.” segir Garðar Eyjólfsson, starfsmaður DVG í samtali við Eyjafréttir. Hann segir að þessi farmur komi úr bænum, rúmlega 3400 tonn. „Aðalástæðan fyrir þessu er sú að sandurinn sem við höfum getað nýtt okkur til steypugerðar er sama sem […]
,,Viltu hafa áhrif?” – afrakstur

Verkefnið ,,Viltu hafa áhrif” er verkefni á vegum Vestmannaeyjabæjar þar sem markmiðið er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum. Verkefnið gefur fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif á fjárhagsáætlun hlutaðeigandi árs. Í ár fengu 13 hugmyndir styrk, þar af hugmyndin um að smíða bekk með […]
Komum gæti fækkað um um 40%

Cruise Iceland, samstarfsvettvangur þeirra sem þjónusta skemmtiferðaskip lýsir yfir verulegum áhyggjum af ákvörðun stjórnvalda um að afnema tollfrelsi skemmtiferðaskipa á hringsiglingum sem taka á gildi 1. janúar nk. Ákvörðuninni hafði verið frestað um eitt ár vegna viðvarana frá Cruise Iceland og fleiri. Nefndarálit meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar mælti fyrir um frestun afnámsins en nú er […]
Litla Mónakó – Framtíðin er í Eyjum

LAXEY Jóladagatalsmoli – Fjórar vikur til stefnu Eyjamaðurinn Jóhann Halldórsson, fjármálasérfræðingur og fjárfestir hefur undanfarna mánuði skrifað áhugaverða pistla á Fésbókarsíðu sinni um þróunina í Vestmannaeyjum sem hann kallar Litla Mónakó. Halldór hefur góðfúslega gefið Eyjafréttum leyfi til að birta pistlana og hér er sá nýjasti: Stærsta jólagjöf Eyjamanna frá upphafi verður formlega opnuð í […]
Straumlind bauð best

Vestmannaeyjabær leitaði eftir verðtilboðum í raforkukaup hjá þeim sem bjóða orku til sölu eftir að Orkusalan sagði upp samningi við bæinn. Alls bárust fjögur tilboð, frá Orkusölunni, N1, ON og Straumlind. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að mat á tilboðum liggi fyrir frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og lagði hann til að lægsta tilboðinu sem […]
Virði vatnsveitunnar er ekkert

Garðar Jónsson, sérfræðingur hjá Skilvirk var fenginn til að gera óháða úttekt á rekstri vatnsveitunnar í Eyjum og hefur hann nú skilað skýrslu þar sem hann gerir grein fyrir niðurstöðum hennar. Bæjarráð fór yfir niðurstöður skýrslunnar á fundi sínum í vikunni. Fékk ekki frekari upplýsingar Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni eru fjármagnsliðir tilgreindir […]
Karlar í skúrum – Fjölmenni við opnun

Fjölmennt var þegar aðstaðan, Karlar í skúrum var opnuð formlega við hátíðlega athöfn á Hraunbúðum í dag. Tilgangurinn er að auka lífsgæði karla í gegnum handverk, tómstundir og samveru. Handverk auðveldi körlum að tengjast og spjalla í glæsilegri aðstöðu í kjallara Hraunbúða, búin fullkomnum tækjabúnaði fyrir allt handverk. Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur farið fyrir verkefninu og […]
Hrekkjavökuföndur á bókasafninu

Bókasafnið stendur fyrir hrekkjavökuföndri þann 19. október, á milli kl. 12-15. Öllum er boðið að koma og föndra hrekkjavökuskreytingar til að taka með sér heim. Skemmtilegt föndur fyrir alla fjölskylduna. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er Bókasafnið komið í ansi skemmtilegan hrekkjavökubúning. (meira…)
Skjöldur – Tímamót – Ráðstefna aðeins fyrir karla

Næstkomandi laugardag, 19. október verður haldin í fyrsta sinn karlaráðstefnan Skjöldur á vegum Visku – fræðslu og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum en karlmenn bæði í Vestmannaeyjum og fastalandinu tóku vel við sér og mæta. Formleg dagskrá hefst klukkan 13:00 og stendur fram á kvöld. Ráðstefnan verður haldin í Sagnheimum með erindum […]
Nýtt blað – Mannabreytingar – Breytt og öflugri útgáfa

Eyjafréttir munu berast áskrifendum í dag auk þess að vera til sölu í Tvistinum og á Kletti. Að venju er blaðið stútfullt af áhugaverðu efni. Meðal annars er úttekt á Laxey sem þegar er orðin stærsta verkefni í sögu Vestmannaeyja og er langt í frá lokið. Nýtt skip Ísfélagsins, Sigurbjörg ÁR er mikið tækniundur þar sem […]